Til baka

Aðrir sálmar

Að selja vinum ríkiseign

Sátt Fjármálaeftirlitsins og Íslandsbanka um lögbrot bankans við sölu á 22,5% hlut til fagfjárfesta var birt í vikunni.

Íslandsbanki
Mynd: Heiða Helgadóttir

Sátt Fjármálaeftirlitsins og Íslandsbanka um lögbrot bankans við sölu á 22,5% hlut til fagfjárfesta var birt í vikunni. Niðurstaðan var meðal annars sú að brotið hafi verið gegn lögum með að framkvæma ekki greiningu á hagsmunaárekstrum. Þótt útboðið hafði átt að vera lokað öðrum en fagfjárfestum reyndist svo ekki vera. Sérstaklega er talið að þátttaka starfsmanna bankans í útboðinu hafi skapað fjölmarga hagsmunaárekstra en skýrt er að vinir og tengdir aðilar höfðu með þessu haft forgang að kaupum á ríkiseign.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem vinir og tengdir aðilar fá forgang á kaupum ríkiseigna. Á 10. áratug síðustu aldar varð bylgja einkavæðingar í Austur-Evrópu í kjölfar falls Sovétríkjanna. Mikið af þeirri vinnu var gerð með aðstoð sérfræðinga frá Vesturlöndum en heppnaðist þó misvel. Einn megin ágóði einkavæðingar er bættur rekstur sem reyndist þó ekki verða raunin í öllum tilvikum.

Í grein John Nellis, fyrrum starfsmanns Alþjóðabankans, um einkavæðingu í umbreytingarhagkerfum kemur fram að kostir einkavæðingar verða óljósari í ríkjum þar sem einkavæðingarferlið sjálft var vel framkvæmt, þar sem þau lönd höfðu almennt betur rekin ríkisfyrirtæki. Einnig er ein helsta hindrun einkavæðingar að eignarhald getur orðið samþjappað í höndum vina og tengdra aðila sem skorti getu til þess að leiða fyrirtækið áfram. Ein leið sem minnst er á í greininni til þess að leiðrétta slíka samþöppun ófaglegra fjárfesta er að selja nýja hluti til raunverulegra hæfra ótengdra einstaklinga til þess að minnka hlut þeirra ófaglegu.

Fátt bendir þó til þess að samþjöppun á eignarhaldi sé jafn mikill vandi hér …

Fáðu áskrift til að lesa

Áskrift að Vísbendingu hæfir þeim sem hafa gaman að óvilhöllum greiningum og gagn af greinargóðum upplýsingum um efnahagsmál, viðskipti og nýsköpun.

Næsta grein