USD 125,6
EUR 148
GBP 169,6
DKK 19,8
SEK 13,7
NOK 12,5
CHF 159,4
CAD 91,7
JPY 0,8
Stýrivextir 7,2%
Verðbólga 4,5%
Mannfjöldi 393.160
USD 125,6
EUR 148
GBP 169,6
DKK 19,8
SEK 13,7
NOK 12,5
CHF 159,4
CAD 91,7
JPY 0,8
Stýrivextir 7,2%
Verðbólga 4,5%
Mannfjöldi 393.160
Til baka

Af­leið­ing­ar fjöl­þáttakrísu

Það er margháttað krísuástand í heiminum nú um stundir.

Heimurinn stendur frammi fyrir fjölþáttakrísu (e. polycrisis) sem að þróast hratt fyrir framan nefið á okkur, líkt og bent var á fyrir tveimur mánuðum. Afturhvarf til fyrri tíðar eða draumur um óbreytt ástand er tálsýn. Brýnna framsækinna lausna er nú krafist víða á alþjóðasviðinu þar sem loftslagsmál og öryggismál eru farin að tvinnast saman. Endurhugsun á hinu kapítalíska kerfi hefur nú um árabil verið til umræðu á alþjóðavísu, líkt og farið er yfir í forsíðugrein vikunnar, sem fjallar um tvær bækur um það efni út frá lýðræði og ójöfnuði.

Til þess að nýjar lausnir og endurskoðun eigi sér stað þarf bæði framsækið menntafólk og hugrakka stjórnmálaleiðtoga, í öllum löndum, til að efla hæfileika og samþætta lausnir svo takast megi á við margslungnar og flóknar spurningar. Draumsýnin um einfaldar lausnir eða vonin um að hlutirnir verði aftur eins og áður duga þar alls ekki.

Ófyrirsjáanleikinn er einkenni á þremur þáttum fjölþáttakrísunnnar sem við nú horfum fram á. Hann snýr í fyrsta lagi að efnahagslegum afleiðingum niðurstöðu kosninganna í Bandaríkjunum. Í annan stað eru afleiðingar loftslagshamfaranna nú orðnar það alvarlegar að ófyrirsjáanleikinn á því sviði er farin að gera tryggingarstarfsemi á sumum svæðum ómögulega. Þriðji ófyrirsjáanleikinn er síðan varðandi öryggis- og varnarmálin, í ljósi fjölþáttahernaðar sem nú smeygir sér inn á bæði Norður-Íshafið sem Eystrasaltið.

Við stöndum því berskjölduð. Gylfi Zoega prófessor í hagfræði hefur í áraraðir kallað eftir uppbyggingu á innlendu greiðslumiðlunarkerfi, í öryggisskyni. Seðlabankinn, sem ber ábyrgð á virkni greiðslumiðlunar, hefur enn ekki náð að bregðast við, sem er alvarlegt. Því að netkaplarnir til okkar gætu vel verið farnir í sundur – á morgun! En lausn virðist í augsýn og vonandi ekki of seint. Ógnin hefur legið fyrir í þrjú ár, eða síðan Rússland réðst inn í Úkraínu. Fjallað er um rússneskan efnahag í ljósi stríðsrekstrar í seinni grein vikunnar.

Næsta grein

Mest lesið
1
Gervigreind

Gervigreindin mun aldrei koma í stað mannlegra tengsla

2
Heimspeki

Tækniframfaratrú og veiklyndi mannsins

3
Leiðari

Allsherjar bylting þekkingar eða andlegt hrun vitsmuna

4
Alþjóðamál

Evrópa þarf að standa saman

5
Máltækni

Gervigreindarbyltingin: Úr fleipum í framþróun

6
Tækni

Gervigreind mun umbreyta heiminum

eldgos-bilamynd.original
Jarðvísindi 42. tbl.

Ljós­leið­ara­bylt­ing­in í nátt­úru­vár­vökt­un

Jarðskjálftamælingar hafa gjörbyltst á skömmum tíma með nýrri tækni, sem gerir nú mögulegt að nema hreyfingar jarðar af ótrúlegri nákvæmni í rauntíma og auka þannig öryggi í mati á fyrirboðum eldgosa.
Strandir 01
Heimspeki 42. tbl.

Tækni­fram­fara­trú og veik­lyndi manns­ins

Vaxandi áhrif gervigreindar draga fram gamlar hugmyndir um tækni, mennsku og sjálfræði sem vekja upp endurnýjaða heimspekilega og siðferðilega ígrundun.
_GSF1009
Atvinna 42. tbl.

Gervi­greind­ar­bylt­ing­in: Kost­uð af sér­fræð­ing­um en hag­nýtt af fyr­ir­tækj­um

Í nýrri könnun Visku kemur fram að sérfræðingar keyra gervigreindarbyltinguna áfram, fjármagna notkunina sjálfir og kalla eftir markvissri innleiðingu á vinnustöðum.
Halldór Jörgen
Gervigreind 42. tbl.

Gervi­greind­in mun aldrei koma í stað mann­legra tengsla

Ásgeir Brynjar Torfason ritstjóri ræðir við Halldór Jörgen Faurholt Olesen um gervigreind.

42225-Matrix-Red-Blue-Pill
Samfélag 42. tbl.

Sefj­un­ar­hag­kerf­ið og at­beini hönn­uða

Umbreytingarafl tækninnar birtist í mismunandi umgjörðum hagkerfisins, svo sem streymisveitu-, eftirlits-, hamfara- og anarkó-kapítalisma.
Sonar-festival
Listir 42. tbl.

Sköp­un skepnu sem skap­ar

Skapandi gervigreind umbreytir listsköpun svo að lögfræðin, siðfræðin, hugvísindin og listirnar hafa ærin verkefni fyrir höndum sem dregin eru upp með þremur ólíkum sviðsmyndum.
Skóli, menntun
Menntun 42. tbl.

Ný­sköp­un í þágu mennt­un­ar á tím­um örr­ar tækni­þró­un­ar

Ör tækniþróun kallar á endurnýjað menntakerfi þar sem menntatækni, rannsóknir og skýr stefna mætast til að tryggja gæði, aðgengi og ábyrga nýsköpun.
Umferð, Reykjavík
Tækni 42. tbl.

Gervi­greind mun um­breyta heim­in­um

Gervigreind þróast með fordæmalausum hraða og umbreytir þekkingarvinnu, vélmennum og innviðum. Samfélagslegar afleiðingar fela í sér kerfisleg úrlausnarefni og siðferðileg álitaefni.