Til baka

Grein

Bretland – eitt á báti eða annars: í hvaða liði?

Sögulegt samhengi á Brexit og afleiðingum kosninganna um útgöngu úr Evrópusambandinu fyrir átta árum í ljósi nýrrar stjórnar og væntanlegs seinna kjörtímabils Trumps er hér greint.

AFP__20240928__36HE63Y__v1__HighRes__BritainEuPoliticsBrexitProtest
Mynd: AFP

Spurningin um samastað Breta á pólitíska landakortinu hefur nagað þá í áratugi – og þannig er það nú í kjölfar bandarísku forsetakosninganna. Í ræðu í byrjun desember um utanríkismál hafnaði Keir Starmer forsætisráðherra því að Bretar þyrftu að velja milli Evrópu og Bandaríkjanna.

Bergmál Súes-deilunnar 1956–1957

Hrakfarirnar sem helst naga sögufróða Breta er Súes-deilan 1956–57. Egyptar, undir forystu Gamals Abdels Nassers, höfðu þjóðnýtt Súes-skurðinn, sem Frakkar og Bretar töldu sig eiga, eftir að hafa upphaflega fjármagnað skurðinn sem var opnaður 1869. Bretar og Frakkar urðu undir í rimmunni við Nasser og Bandaríkin studdu þá ekki. Þarna í upphafi kalda stríðsins taldi Dwight Eisenhower, þáverandi Bandaríkjaforseti, mikilvægara að styggja ekki Rússa, kjarnorkuvædda stuðningsmenn Nassers.

Þetta þótti hin mesta háðung fyrir Breta – að tapa fyrir Nasser og fá ekki stuðning Bandaríkjamanna. Í kjölfarið ályktuðu leiðandi öfl í Íhaldsflokknum að Bretar væru ljóslega ekki heimsveldi lengur. Hag Breta væri best borgið með Evrópusamvinnunni sem þá var að mótast og þannig gætu þeir líka verið Bandaríkjunum öflugri bandamaður, innan Evrópu.

Umskipti 1973 og 2016

Það tók Frakka nokkurn tíma að kyngja því að það hentaði líka þeirra hagsmunum að breska veldið á útjaðri Evrópu yrði aðili að Evrópusamvinnunni en að lokum sáu allir sér hag í breskri aðild sem gerðist 1973. Með tíð og tíma varð þetta líka ráðandi sýn í Verkamannaflokknum þó í báðum flokkum lifði and-Evrópusinnan áfram í skúmaskotum.

Og þarna voru Bretar allt þar til Evrópu-tortryggnu öflin í Íhaldsflokknum og víðar náðu að sannfæra þjóðina um að utan Evrópusamvinnunnar væru …

Fáðu áskrift til að lesa

Áskrift að Vísbendingu hæfir þeim sem hafa gaman að óvilhöllum greiningum og gagn af greinargóðum upplýsingum um efnahagsmál, viðskipti og nýsköpun.

Næsta grein