USD 125,7 -0,3%
EUR 147,2 -0,4%
GBP 168,0 -0,6%
DKK 19,7 -0,4%
SEK 13,5 -0,4%
NOK 12,4 -0,1%
CHF 158,0 -0,4%
CAD 91,1 -0,4%
JPY 0,8 -1,3%
Stýrivextir 7,2%
Verðbólga 3,7%
Mannfjöldi 393.160
USD 125,7 -0,3%
EUR 147,2 -0,4%
GBP 168,0 -0,6%
DKK 19,7 -0,4%
SEK 13,5 -0,4%
NOK 12,4 -0,1%
CHF 158,0 -0,4%
CAD 91,1 -0,4%
JPY 0,8 -1,3%
Stýrivextir 7,2%
Verðbólga 3,7%
Mannfjöldi 393.160
Til baka

Bret­land – eitt á báti eða ann­ar­s: í hvaða lið­i?

Sögulegt samhengi á Brexit og afleiðingum kosninganna um útgöngu úr Evrópusambandinu fyrir átta árum í ljósi nýrrar stjórnar og væntanlegs seinna kjörtímabils Trumps er hér greint.

AFP__20240928__36HE63Y__v1__HighRes__BritainEuPoliticsBrexitProtest
Mynd: AFP

Spurningin um samastað Breta á pólitíska landakortinu hefur nagað þá í áratugi – og þannig er það nú í kjölfar bandarísku forsetakosninganna. Í ræðu í byrjun desember um utanríkismál hafnaði Keir Starmer forsætisráðherra því að Bretar þyrftu að velja milli Evrópu og Bandaríkjanna.

Bergmál Súes-deilunnar 1956–1957

Hrakfarirnar sem helst naga sögufróða Breta er Súes-deilan 1956–57. Egyptar, undir forystu Gamals Abdels Nassers, höfðu þjóðnýtt Súes-skurðinn, sem Frakkar og Bretar töldu sig eiga, eftir að hafa upphaflega fjármagnað skurðinn sem var opnaður 1869. Bretar og Frakkar urðu undir í rimmunni við Nasser og Bandaríkin studdu þá ekki. Þarna í upphafi kalda stríðsins taldi Dwight Eisenhower, þáverandi Bandaríkjaforseti, mikilvægara að styggja ekki Rússa, kjarnorkuvædda stuðningsmenn Nassers.

Þetta þótti hin mesta háðung fyrir Breta – að tapa fyrir Nasser og fá ekki stuðning Bandaríkjamanna. Í kjölfarið ályktuðu leiðandi öfl í Íhaldsflokknum að Bretar væru ljóslega ekki heimsveldi lengur. Hag Breta væri best borgið með Evrópusamvinnunni sem þá var að mótast og þannig gætu þeir líka verið Bandaríkjunum öflugri bandamaður, innan Evrópu.

Umskipti 1973 og 2016

Það tók Frakka nokkurn tíma að kyngja því að það hentaði líka þeirra hagsmunum að breska veldið á útjaðri Evrópu yrði aðili að Evrópusamvinnunni en að lokum sáu allir sér hag í breskri aðild sem gerðist 1973. Með tíð og tíma varð þetta líka ráðandi sýn í Verkamannaflokknum þó í báðum flokkum lifði and-Evrópusinnan áfram í skúmaskotum.

Og þarna voru Bretar allt þar til Evrópu-tortryggnu öflin í Íhaldsflokknum og víðar náðu að sannfæra þjóðina um að utan Evrópusamvinnunnar væru Bretar betur staddir en innan hennar, staðfest í þjóðaratkvæðagreiðslu 2016.

ESB: pólitíska feimnismálið mikla

En loforð um endurnýjaðan styrk og veldi Breta utan Evrópusambandsins (ESB) hafa ekki ræst og heyrast nú sjaldan. Kosningarnar í sumar sýndu glöggt að afstaðan til Evrópu er orðin pólitíska feimnismálið mikla sem menn vilja helst ekki ræða. Verkamannaflokkurinn, sem hreppti stjórnartaumana, lofar ,,nánara sambandi“ við Evrópu en næstum hverri einustu uppástungu um eitthvað nánara er mætt með þveru nei-i: ekki þetta en bara endilega eitthvað annað, sem er þó aldrei mótað í neitt sem mætti framkvæma. Í áðurnefndri stefnuræðu um utanríkismál lofaði Starmer forsætisráðherra, sem fyrr, nánara sambandi, ekki síst í öryggismálum, en sem fyrr, ekkert áþreifanlegt í augsýn.

Breska stjórnin vill ekki leyfa frjálsa ferð evrópskra ungmenna til Bretlands líkt og áður, ekki semja um gagnkvæma viðurkenningu fagréttinda en vildi gjarnan semja við einstök ríki um slík réttindi, sem ESB tekur ekki í mál o.s.frv. Bretar hafa þó samið um eitt atriði, sem var mikið baráttumál háskóla hér: aðild Breta að evrópska vísindasamstarfinu, Horizon. Aðildin var reyndar liður í Brexit-samningi Breta við ESB en dróst fram á haustið 2023 vegna ágreinings um önnur mál.

Rýrnun þjóðarhags upp á fjögur prósentustig

Eins og Andrew Bailey, bankastjóri Englandsbanka, hnykkti á nýlega er efnahagshlið Brexit ljós: þjóðarbúið er fjórum prósentustigum minna en verið hefði án Brexit. Og í staðinn fyrir sjálfstraust og möguleika Brexit eru Bretar sem fyrr þjakaðir af krónískum vangaveltum og efasemdum um eigin getu, hvar landið eigi helst að skipa sér og ekki síst, hvort valið sé einfaldlega aðeins um tvo kosti: að fylgja Evrópu eða Bandaríkjunum?

Frakkinn Pascal Lamy, fyrrum forstjóri World Trade Organisation, sagði nýlega að ef Trump-stjórnin slengdi tollum á Evrópu væri það Bretum hagsmunamál að vera á bandi ESB. Sama í öryggismálum. Sitt sýnist hverjum en bæði þjóðfélagsgerðin og landafræðin ýta undir að Bretar standi við hlið ESB.

Bretar í Trump-heiminum: hvað nú?

Nú naga efasemdirnar aftur af endurnýjuðum ákafa: hver er staða Breta í Trump-heiminum? Vissulega, Donald Trump er aðeins verðandi forseti Bandaríkjanna, ekki heimsins og tangarhald Bandaríkjanna á heiminum ekki það sama og einu sinni var, á tímum kalda stríðsins.

En sama samt, Bandaríkin skipta máli, þó það sé álitamál nákvæmlega hve miklu máli og sannarlega óklárt hversu mikið ólíkindatólið Trump hyggst eða vilji beita sér utan Bandaríkjanna. Hann nefnir aldrei sérstaka sambandið við Breta sem Bretar hafa hampað í áratugi.

Í viðbót við algjöra óvissu í næstum öllum efnum, því Trump hefur talað út og suður um flest mál. „Við skulum sjá hvað Trump gerir, ekki bara hvað hann segir,“ hefur verið viðkvæði Jens Stoltenbergs, fyrrum framkvæmdastjóra Nató og reynslubolta í samskiptum við Trump í fyrri forsetatíð hans. Í nýlegri stefnuræðu …

Fáðu áskrift til að lesa

Áskrift að Vísbendingu hæfir þeim sem hafa gaman að óvilhöllum greiningum og gagn af greinargóðum upplýsingum um efnahagsmál, viðskipti og nýsköpun.

Næsta grein

Mest lesið
1
Samfélag

Tekjumissir við barneignir

2
Alþjóðamál

Evrópa þarf að standa saman

3
Heimspeki

Tækniframfaratrú og veiklyndi mannsins

4
Grein

Ekki séns að þetta sé hægt – án staðla

5
Leiðari

Allsherjar bylting þekkingar eða andlegt hrun vitsmuna

6
Tækni

Gervigreind mun umbreyta heiminum

eldgos-bilamynd.original
Jarðvísindi 42. tbl.

Ljós­leið­ara­bylt­ing­in í nátt­úru­vár­vökt­un

Jarðskjálftamælingar hafa gjörbyltst á skömmum tíma með nýrri tækni, sem gerir nú mögulegt að nema hreyfingar jarðar af ótrúlegri nákvæmni í rauntíma og auka þannig öryggi í mati á fyrirboðum eldgosa.
Strandir 01
Heimspeki 42. tbl.

Tækni­fram­fara­trú og veik­lyndi manns­ins

Vaxandi áhrif gervigreindar draga fram gamlar hugmyndir um tækni, mennsku og sjálfræði sem vekja upp endurnýjaða heimspekilega og siðferðilega ígrundun.
_GSF1009
Atvinna 42. tbl.

Gervi­greind­ar­bylt­ing­in: Kost­uð af sér­fræð­ing­um en hag­nýtt af fyr­ir­tækj­um

Í nýrri könnun Visku kemur fram að sérfræðingar keyra gervigreindarbyltinguna áfram, fjármagna notkunina sjálfir og kalla eftir markvissri innleiðingu á vinnustöðum.
Halldór Jörgen
Gervigreind 42. tbl.

Gervi­greind­in mun aldrei koma í stað mann­legra tengsla

Ásgeir Brynjar Torfason ritstjóri ræðir við Halldór Jörgen Faurholt Olesen um gervigreind.

42225-Matrix-Red-Blue-Pill
Samfélag 42. tbl.

Sefj­un­ar­hag­kerf­ið og at­beini hönn­uða

Umbreytingarafl tækninnar birtist í mismunandi umgjörðum hagkerfisins, svo sem streymisveitu-, eftirlits-, hamfara- og anarkó-kapítalisma.
Sonar-festival
Listir 42. tbl.

Sköp­un skepnu sem skap­ar

Skapandi gervigreind umbreytir listsköpun svo að lögfræðin, siðfræðin, hugvísindin og listirnar hafa ærin verkefni fyrir höndum sem dregin eru upp með þremur ólíkum sviðsmyndum.
Skóli, menntun
Menntun 42. tbl.

Ný­sköp­un í þágu mennt­un­ar á tím­um örr­ar tækni­þró­un­ar

Ör tækniþróun kallar á endurnýjað menntakerfi þar sem menntatækni, rannsóknir og skýr stefna mætast til að tryggja gæði, aðgengi og ábyrga nýsköpun.
Umferð, Reykjavík
Tækni 42. tbl.

Gervi­greind mun um­breyta heim­in­um

Gervigreind þróast með fordæmalausum hraða og umbreytir þekkingarvinnu, vélmennum og innviðum. Samfélagslegar afleiðingar fela í sér kerfisleg úrlausnarefni og siðferðileg álitaefni.