USD 125,7 -0,3%
EUR 147,2 -0,4%
GBP 168,0 -0,6%
DKK 19,7 -0,4%
SEK 13,5 -0,4%
NOK 12,4 -0,1%
CHF 158,0 -0,4%
CAD 91,1 -0,4%
JPY 0,8 -1,3%
Stýrivextir 7,2%
Verðbólga 3,7%
Mannfjöldi 393.160
USD 125,7 -0,3%
EUR 147,2 -0,4%
GBP 168,0 -0,6%
DKK 19,7 -0,4%
SEK 13,5 -0,4%
NOK 12,4 -0,1%
CHF 158,0 -0,4%
CAD 91,1 -0,4%
JPY 0,8 -1,3%
Stýrivextir 7,2%
Verðbólga 3,7%
Mannfjöldi 393.160
Til baka

Er Kína enn og aft­ur að hrynja?

Af hrunspám um Kína og mikilvægi sérfræðiþekkingar.

Kínamúrinn
Mynd: AFP

Ósjaldan hefur því verið haldið fram að kínverska hagkerfið og/eða stjórnmálakerfið riði til falls. Fyrir mótmælin á Tiananmen-torgi 1989 töldu margir að Kína myndi smám saman þróast úr einræðiskerfi í átt til lýðræðisfyrirkomulags að vestrænni fyrirmynd en í kjölfar mótmælanna spáðu enn fleiri því að kommúnistastjórnin myndi falla af sjálfu sér. Í kringum aldamótin fór í auknum mæli að bera á greiningum sem sögðu fyrir um hrun hagkerfisins. Þekktasta falsspáin af þeim toga frá þeim tíma er væntanlega The Coming Collapse of China eftir bandaríska lögfræðinginn Gordon G. Chang sem út kom árið 2001.[fffb13] Þar hélt Chang því fram að einræðisstjórn Kínverska kommúnistaflokksins væri ekki í stakk búin til að leiða hagkerfið í gegnum þær miklu þjóðfélagsbreytingar sem þá áttu sér stað og sagði kerfið munu hrynja innan fimm eða tíu ára. Þegar hrunið lét á sér standa gaf Chang út uppfærða útgáfu árið 2011 þar sem hann viðurkenndi að hafa verið heldur hvatvís en gæti ábyrgst að Kína myndi falla árið eftir. Þótt það hafi ekki gerst heldur og þrátt fyrir að reynast almennt ekki sannspá hefur bókin verið afar áhrifarík og mótað skoðanir sérfræðinga um sambærilega framtíðarsýn. Einn þeirra kann að hafa verið hinn virti bandaríski Kínafræðingur David Shambaugh. Árið 2015 birti Shambaugh grein í Wall Street Journal þar sem hann staðhæfði að kínverska stjórnmálakerfið væri komið að fótum fram og myndi hrynja innan skamms.[1323e0]

Dómsdagsspár um Kína skipta raunar tugum ef ekki hundruðum og má finna í víða, þá einkum í bandarískum tímaritum.[92e1b2] Á síðastliðnum aldarfjórðungi hefur verið reynt að renna stoðum undir slíkar spár með því að benda á samfélagslegan óróleika víða um land, þá einkum borgaraleg mótmæli gegn vangoldnum launum verkamanna, spillingu embættismanna, stjórnvaldsaðgerðum í þágu nútímavæðingar og öðrum harkalegum aðgerðum stjórnvalda, einkum gagnvart þjóðarbrotum, en á síðustu árum hefur sjónum einkum verið beint að bólgunni á húsnæðismarkaðnum og ýmiss konar brambolti í kringum sóttvarnaraðgerðir stjórnvalda á Covid-tímanum sem í báðum tilfellum hafa gefið hrunspám byr undir báða vængi. Óneitanlega er af nógu að taka, enda landið ekki einungis stórt, fjölmennt og margbrotið, heldur er tæplega hjá því komist að eitt og annað fari aflaga þegar þróunin er eins hröð og hún hefur verið í Kína undanfarna áratugi.

Sovétríkin og Kína

Áskoranirnar sem Kína stendur frammi fyrir eru vissulega margar og von er á fleirum í framtíðinni. Sumar þeirra á Kína að nokkru leyti sameiginlegar með öðrum ríkjum, m.a. ófyrirséðar afleiðingar loftslagsbreytinga og óhagkvæm aldursskipting samfélagsins. Aðrar snúa að sérstökum aðstæðum Kína sjálfs og mætti sumpart kenna við vaxtarverki en tengjast ekki síður ótta og vantrausti annarra ríkja gagnvart þessu nýja stórveldi í heimi sem einkennist af aukinni spennu og samkeppni um auðlindir, hnattræn ítök og völd yfir tilteknum land- og hafsvæðum jarðar. Óttinn við Kína er æði mikill og kemur ekki síst til af því að skilningi á Kína er enn mjög ábótavant, þá sér í lagi á Vesturlöndum, þar sem tilhneiging er til að leggja meiri áherslu á að dæma en skilja.

Eftir að Sovétríkin liðuðust í sundur árið 1990 og kalda stríðinu lauk dró eðlilega úr þörfinni á sérfræðingum um Sovétkerfið, enda kerfið ekki lengur til. Ýmsir Sovétsérfræðingar í Bandaríkjunum og víðar sem störfuðu fyrir hið opinbera söðluðu um og tóku að beina sjónum sínum að Kína. Bandarískur Kínafræðingur sem starfaði fyrir hið opinbera og ég hitti fyrir um tuttugu árum tjáði mér þá að í bandarísku stjórnkerfi úði og grúði af fyrrum Sovétsérfræðingum sem nú væru ábyrgir fyrir því að setja fram greiningar á Kína án teljandi reynslu af eða þekkingu á kínverskri …

Fáðu áskrift til að lesa

Áskrift að Vísbendingu hæfir þeim sem hafa gaman að óvilhöllum greiningum og gagn af greinargóðum upplýsingum um efnahagsmál, viðskipti og nýsköpun.

Næsta grein

Mest lesið
1
Samfélag

Tekjumissir við barneignir

2
Alþjóðamál

Evrópa þarf að standa saman

3
Heimspeki

Tækniframfaratrú og veiklyndi mannsins

4
Leiðari

Allsherjar bylting þekkingar eða andlegt hrun vitsmuna

5
Tækni

Gervigreind mun umbreyta heiminum

6
Máltækni

Gervigreindarbyltingin: Úr fleipum í framþróun

eldgos-bilamynd.original
Jarðvísindi 42. tbl.

Ljós­leið­ara­bylt­ing­in í nátt­úru­vár­vökt­un

Jarðskjálftamælingar hafa gjörbyltst á skömmum tíma með nýrri tækni, sem gerir nú mögulegt að nema hreyfingar jarðar af ótrúlegri nákvæmni í rauntíma og auka þannig öryggi í mati á fyrirboðum eldgosa.
Strandir 01
Heimspeki 42. tbl.

Tækni­fram­fara­trú og veik­lyndi manns­ins

Vaxandi áhrif gervigreindar draga fram gamlar hugmyndir um tækni, mennsku og sjálfræði sem vekja upp endurnýjaða heimspekilega og siðferðilega ígrundun.
_GSF1009
Atvinna 42. tbl.

Gervi­greind­ar­bylt­ing­in: Kost­uð af sér­fræð­ing­um en hag­nýtt af fyr­ir­tækj­um

Í nýrri könnun Visku kemur fram að sérfræðingar keyra gervigreindarbyltinguna áfram, fjármagna notkunina sjálfir og kalla eftir markvissri innleiðingu á vinnustöðum.
Halldór Jörgen
Gervigreind 42. tbl.

Gervi­greind­in mun aldrei koma í stað mann­legra tengsla

Ásgeir Brynjar Torfason ritstjóri ræðir við Halldór Jörgen Faurholt Olesen um gervigreind.

42225-Matrix-Red-Blue-Pill
Samfélag 42. tbl.

Sefj­un­ar­hag­kerf­ið og at­beini hönn­uða

Umbreytingarafl tækninnar birtist í mismunandi umgjörðum hagkerfisins, svo sem streymisveitu-, eftirlits-, hamfara- og anarkó-kapítalisma.
Sonar-festival
Listir 42. tbl.

Sköp­un skepnu sem skap­ar

Skapandi gervigreind umbreytir listsköpun svo að lögfræðin, siðfræðin, hugvísindin og listirnar hafa ærin verkefni fyrir höndum sem dregin eru upp með þremur ólíkum sviðsmyndum.
Skóli, menntun
Menntun 42. tbl.

Ný­sköp­un í þágu mennt­un­ar á tím­um örr­ar tækni­þró­un­ar

Ör tækniþróun kallar á endurnýjað menntakerfi þar sem menntatækni, rannsóknir og skýr stefna mætast til að tryggja gæði, aðgengi og ábyrga nýsköpun.
Umferð, Reykjavík
Tækni 42. tbl.

Gervi­greind mun um­breyta heim­in­um

Gervigreind þróast með fordæmalausum hraða og umbreytir þekkingarvinnu, vélmennum og innviðum. Samfélagslegar afleiðingar fela í sér kerfisleg úrlausnarefni og siðferðileg álitaefni.