Til baka

Grein

Er Kína enn og aftur að hrynja?

Af hrunspám um Kína og mikilvægi sérfræðiþekkingar.

Kínamúrinn
Mynd: AFP

Ósjaldan hefur því verið haldið fram að kínverska hagkerfið og/eða stjórnmálakerfið riði til falls. Fyrir mótmælin á Tiananmen-torgi 1989 töldu margir að Kína myndi smám saman þróast úr einræðiskerfi í átt til lýðræðisfyrirkomulags að vestrænni fyrirmynd en í kjölfar mótmælanna spáðu enn fleiri því að kommúnistastjórnin myndi falla af sjálfu sér. Í kringum aldamótin fór í auknum mæli að bera á greiningum sem sögðu fyrir um hrun hagkerfisins. Þekktasta falsspáin af þeim toga frá þeim tíma er væntanlega The Coming Collapse of China eftir bandaríska lögfræðinginn Gordon G. Chang sem út kom árið 2001.[fffb13] Þar hélt Chang því fram að einræðisstjórn Kínverska kommúnistaflokksins væri ekki í stakk búin til að leiða hagkerfið í gegnum þær miklu þjóðfélagsbreytingar sem þá áttu sér stað og sagði kerfið munu hrynja innan fimm eða tíu ára. Þegar hrunið lét á sér standa gaf Chang út uppfærða útgáfu árið 2011 þar sem hann viðurkenndi að hafa verið heldur hvatvís en gæti ábyrgst að Kína myndi falla árið eftir. Þótt það hafi ekki gerst heldur og þrátt fyrir að reynast almennt ekki sannspá hefur bókin verið afar áhrifarík og mótað skoðanir sérfræðinga um sambærilega framtíðarsýn. Einn þeirra kann að hafa verið hinn virti bandaríski Kínafræðingur David Shambaugh. Árið 2015 birti Shambaugh grein í Wall Street Journal þar sem hann staðhæfði að kínverska stjórnmálakerfið væri komið að fótum fram og myndi hrynja innan skamms.[1323e0]

Dómsdagsspár um Kína skipta raunar tugum ef ekki hundruðum og má finna í víða, þá einkum í bandarískum tímaritum.[92e1b2] Á …

Fáðu áskrift til að lesa

Áskrift að Vísbendingu hæfir þeim sem hafa gaman að óvilhöllum greiningum og gagn af greinargóðum upplýsingum um efnahagsmál, viðskipti og nýsköpun.