USD 126,1 0,1%
EUR 147,2
GBP 169,4 -0,3%
DKK 19,7
SEK 13,7 -0,3%
NOK 12,5 -0,3%
CHF 158,1 -0,1%
CAD 91,0 -0,3%
JPY 0,8
Stýrivextir 7,2%
Verðbólga 4,5%
Mannfjöldi 393.160
USD 126,1 0,1%
EUR 147,2
GBP 169,4 -0,3%
DKK 19,7
SEK 13,7 -0,3%
NOK 12,5 -0,3%
CHF 158,1 -0,1%
CAD 91,0 -0,3%
JPY 0,8
Stýrivextir 7,2%
Verðbólga 4,5%
Mannfjöldi 393.160
Til baka

Ferða­þjón­ust­an full­orðn­ast

Ferðamálastjóri fjallar í þessari grein sumarblaðsins um þróun ferðaþjónustunnar og stefnumörkun hennar fram til 2030.

gsf4702
Mynd: Golli

Íslensk ferðaþjónusta hefur vaxið mjög hratt á undanförum einum og hálfum áratug. Því vill oft gleymast hversu veikburða hún var og hversu mjög hún var yfirskyggð af hagsmunum annarra atvinnugreina. Það er nú gerbreytt.

Ferðaþjónustan er nú orðin stærsta útflutningsgreinin. Áhrif hennar og umfang eru öllum ljós. Hlutdeild ferðaþjónustunnar í vergri landsframleiðslu (VLF) nálgast 9 prósent, en þegar útreikningur á þessu hlutfalli hófst, árið 2009, var það hlutfall 3,5 prósent. Það hélst í upphafi svipað (sjá mynd 1) en árið 2016, fimm árum síðar, var það komið í 8,2 prósent og hélst stöðugt á þeim slóðum allt til ársins 2019. Þegar Covid-faraldurinn skall á af öllum sínum þunga hrapaði þessi hlutdeild, eðli máls samkvæmt, en í fyrra gerðust þau tíðindi að hún hefur aldrei verið metin hærri, eða 8,8 prósent af landsframleiðslu.

Á síðasta ári var fólk í ferðaþjónustu 13,3 prósent starfandi á vinnumarkaði og hlutfall útflutningstekna af erlendum ferðamönnum nálgast þriðjung, eða 32,2 prósent (sjá mynd 2).

Mikilvægi ferðaþjónustunnar sem atvinnugreinar fyrir íslenskt samfélag er þannig ótvírætt. Það er þó ekki sjálfgefið að það haldist.

Dæmi af vexti

Akstursmælir er sjálfsagt ekki nákvæmasta mælistikan þegar kemur að talnagreiningu um kraft íslenskrar ferðaþjónustu en eftir rúmlega tvö hundruð kílómetra frá Reykjavík nemur bíllinn staðar á Hólmavík við Steingrímsfjörð. Hvalaskoðunarskip er í þann mund að leggja úr höfn; einn yngsti vert landsins, Guðrún á Café Riis, stendur vaktina í elsta húsi bæjarins; forvitnir ferðamenn virða fyrir sér nábrækur og setstokka á Galdrasýningunni á meðan ögn jarðbundnari þjóðararfur nýtur sín á Sauðfjársetrinu; sundlaugin er opin fram á kvöld og nýtt brugghús klætt galdrarúnum dælir út veigum.

Þegar rætt er um uppgang íslenskrar ferðaþjónustu beinist samtalið oft að vaxtarverkjum á fjölmennustu áfangastöðum: drullugir göngustígar, pökkuð bílastæði og hættuleg hegðun. Lausnir á þessum málum eru dagleg viðfangsefni okkar sem störfum á þessu sviði, og vissulega er víða hægt að drepa niður í málaflokki sem líkt og áður segir, hefur vaxið að umfangi á skömmum tíma.

Heildarmyndin fær öllu minni athygli. Fimmtán ára vaxtarskeið hefur auðgað samfélög stór sem smá, þvert yfir landið. Hólmavík er í tölfræðilegum samanburði áfangastaður utan alfaraleiðar, en ekki er annað að sjá en bæjarbúar séu ákafir um að styrkja stoðir atvinnulífsins með fleiri ferðamönnum og frumlegum fyrirtækjum. Og áfram má telja, á sjó og landi: Nýleg rannsókn Háskólans á Hólum á ferðaþjónustu í Grímsey og Hrísey leiddi í ljós að án greinarinnar væru litlar forsendur fyrir atvinnu og þjónustu sem viðheldur nútíma byggð. Fasteignamat fyrir 2025 segir sína sögu um uppganginn víða um land; hækkun fasteignamats á landsbyggðinni er mun meiri en á höfuðborgarsvæðinu. Í Fjallabyggð á Tröllaskaga, þar sem tekist hefur að byggja upp verðmætan vetrartúrisma, er liðlega 17 prósent hækkun á fasteignamati milli ára.

Sveiflur og styrkur

Á árum áður – eða öllu heldur fyrir litlum áratug – voru árstíðasveiflur í gestakomum hvergi meiri á Norðurlöndunum en einmitt hér. Nær allir sem störfuðu í greininni hurfu til annarra starfa með skammdeginu; starfsmenn í greininni höfðu litla hvata til að sækja sér menntun við hæfi. Þessar sveiflur eru vissulega enn talsverðar, og ójafnar milli landshluta, en forsendurnar allt aðrar: Árið 2023 heimsóttu fleiri ferðamenn Ísland fyrstu þrjá mánuði ársins en allt sumarið 2013. Ísland státar nú af minnstu árstíðasveiflu á Norðurlöndunum, þökk sé samstilltu átaki við markaðssetningu og vöruþróun þar sem norðurljósin eru ofarlega á blaði. September er þannig jafnan þriðji stærsti mánuðurinn í aðsókn og um miðjan apríl er oftar en ekki rólegasti tími ársins, en þá víkja norðurljósin fyrir sólinni.

Ferðaþjónusta er á heimsvísu þriðja stærsta útflutningsgreinin, á eftir eldsneyti og kemískum efnum, og þar með veigameiri í milliríkjaviðskiptum en bílar og matvæli. Eitt af hverjum tíu störfum í heiminum er tengt ferðaþjónustu, samkvæmt samtökunum World Travel & Tourism Council. Erfitt er að hugsa sér atvinnugrein sem hvetur til dreifingar fjármuna af álíka skilvirkni, með frjálsu flæði fjármuna frá ríkum stórborgum til dreifðari byggða.

Til samanburðar eru þessi hlutföll Íslands áþekk Frakklandi og Bretlandi meðal OECD-ríkja, langt frá hæstu gildum í Evrópu. Þar raða eyríki sér efst á blað – til dæmis Kýpur og Malta – en það kann að hljóma mótsagnakennd regla í þjóðhagfræði að ferðaþjónusta sé að jafnaði hlutfallslega stærst á afskekktum eyjum. Sumir segja að ferðaþjónustan geti vel haldið áfram að vaxa án þess að verða of stór“ eining fyrir íslenskt hagkerfi – Ísland verði enda seint áfangastaður massatúrisma. Aðrir eru …

Fáðu áskrift til að lesa

Áskrift að Vísbendingu hæfir þeim sem hafa gaman að óvilhöllum greiningum og gagn af greinargóðum upplýsingum um efnahagsmál, viðskipti og nýsköpun.

Næsta grein

Mest lesið
1
Gervigreind

Gervigreindin mun aldrei koma í stað mannlegra tengsla

2
Leiðari

Allsherjar bylting þekkingar eða andlegt hrun vitsmuna

3
Heimspeki

Tækniframfaratrú og veiklyndi mannsins

4
Máltækni

Gervigreindarbyltingin: Úr fleipum í framþróun

5
Tækni

Gervigreind mun umbreyta heiminum

6
Menntun

Nýsköpun í þágu menntunar á tímum örrar tækniþróunar

eldgos-bilamynd.original
Jarðvísindi 42. tbl.

Ljós­leið­ara­bylt­ing­in í nátt­úru­vár­vökt­un

Jarðskjálftamælingar hafa gjörbyltst á skömmum tíma með nýrri tækni, sem gerir nú mögulegt að nema hreyfingar jarðar af ótrúlegri nákvæmni í rauntíma og auka þannig öryggi í mati á fyrirboðum eldgosa.
Strandir 01
Heimspeki 42. tbl.

Tækni­fram­fara­trú og veik­lyndi manns­ins

Vaxandi áhrif gervigreindar draga fram gamlar hugmyndir um tækni, mennsku og sjálfræði sem vekja upp endurnýjaða heimspekilega og siðferðilega ígrundun.
_GSF1009
Atvinna 42. tbl.

Gervi­greind­ar­bylt­ing­in: Kost­uð af sér­fræð­ing­um en hag­nýtt af fyr­ir­tækj­um

Í nýrri könnun Visku kemur fram að sérfræðingar keyra gervigreindarbyltinguna áfram, fjármagna notkunina sjálfir og kalla eftir markvissri innleiðingu á vinnustöðum.
Halldór Jörgen
Gervigreind 42. tbl.

Gervi­greind­in mun aldrei koma í stað mann­legra tengsla

Ásgeir Brynjar Torfason ritstjóri ræðir við Halldór Jörgen Faurholt Olesen um gervigreind.

42225-Matrix-Red-Blue-Pill
Samfélag 42. tbl.

Sefj­un­ar­hag­kerf­ið og at­beini hönn­uða

Umbreytingarafl tækninnar birtist í mismunandi umgjörðum hagkerfisins, svo sem streymisveitu-, eftirlits-, hamfara- og anarkó-kapítalisma.
Sonar-festival
Listir 42. tbl.

Sköp­un skepnu sem skap­ar

Skapandi gervigreind umbreytir listsköpun svo að lögfræðin, siðfræðin, hugvísindin og listirnar hafa ærin verkefni fyrir höndum sem dregin eru upp með þremur ólíkum sviðsmyndum.
Skóli, menntun
Menntun 42. tbl.

Ný­sköp­un í þágu mennt­un­ar á tím­um örr­ar tækni­þró­un­ar

Ör tækniþróun kallar á endurnýjað menntakerfi þar sem menntatækni, rannsóknir og skýr stefna mætast til að tryggja gæði, aðgengi og ábyrga nýsköpun.
Umferð, Reykjavík
Tækni 42. tbl.

Gervi­greind mun um­breyta heim­in­um

Gervigreind þróast með fordæmalausum hraða og umbreytir þekkingarvinnu, vélmennum og innviðum. Samfélagslegar afleiðingar fela í sér kerfisleg úrlausnarefni og siðferðileg álitaefni.