USD 125,7 -0,3%
EUR 147,2 -0,4%
GBP 168,0 -0,6%
DKK 19,7 -0,4%
SEK 13,5 -0,4%
NOK 12,4 -0,1%
CHF 158,0 -0,4%
CAD 91,1 -0,4%
JPY 0,8 -1,3%
Stýrivextir 7,2%
Verðbólga 3,7%
Mannfjöldi 393.160
USD 125,7 -0,3%
EUR 147,2 -0,4%
GBP 168,0 -0,6%
DKK 19,7 -0,4%
SEK 13,5 -0,4%
NOK 12,4 -0,1%
CHF 158,0 -0,4%
CAD 91,1 -0,4%
JPY 0,8 -1,3%
Stýrivextir 7,2%
Verðbólga 3,7%
Mannfjöldi 393.160
Til baka

Fyll­ir Belti og braut upp í tóma­rúm Vest­ur­veld­anna – og Trumps?

Ítarlega undirbyggða úttekt á áhrifum fjárfestinga Kínverja á heimshagkerfið.

Trump, Kína og tollarnir

Þess er beðið í ofvæni – og í sumum tilvikum milli vonar og ótta – hversu orðheldinn Donald J. Trump reynist þegar hann tekur aftur við sem forseti Bandaríkjanna í janúar á næsta ári. Meðal umdeildustu kosningaloforða hans eru þau sem snúast um himinháa innflutningstolla en margir hagfræðingar telja að afleiðingar þeirra hefðu neikvæð áhrif á heimshagkerfið og yrðu ekki einu sinni til hagsbóta fyrir bandarísku þjóðina.[536f8f] Eðlilega vekja þau þó sérstakan ugg meðal þeirra þjóða sem hafa stóran hluta afkomu sinnar á útflutningi til Bandaríkjanna. Í Evrópu, ekki síst í Þýskalandi og Bretlandi, óar mönnum við þeim 10 eða 20 prósentum sem hann hefur nefnt. Þær tölur blikna hins vegar í samanburði við þau 60 prósent sem hann hefur kvaðst ætla að leggja á allan innflutning frá Kína og allt að 200 prósent á bifreiðar – sem í báðum tilvikum myndi draga verulega úr samkeppnishæfni kínversks varnings.[ab5194] Hér er um gríðarlega hagsmuni að ræða, því árlega nemur beinn útflutningur Kínverja til Bandaríkjanna um 400 milljarða Bandaríkjadala.

Sjálfur hefur Trump fullyrt að Kínverjar taki hótunum hans alvarlega, því þeir viti að hann sé „klikkaður“ og líklegur til að fylgja þeim eftir.[0cbf99] Trump tekur þó oft stórt upp í sig, ekki síst í kosningaræðum, og greining á fyrri forsetatíð hans leiðir í ljós að hann uppfyllti aðeins innan við fjórðung loforða sinna að fullu.[f8e635] Það er því ósennilegt að þessar háu prósentutölur eigi eftir að raungerast og vissulega er ekki loku fyrir það skotið að sjálfar hótanirnar séu liður í úthugsaðri samningatækni þar sem lægri tollar séu hið raunverulega markmið.

Við þetta bætist að Elon Musk, stundum nefndur „ameríski ólígarkinn“ vegna fyrirséðrar valdastöðu sinnar í ríkisstjórn Trumps, tjáði vanþóknun sína þegar Joe Biden tilkynnti um fjórföldun innflutningstolla á kínverskar rafbifreiðar upp í 100% í maí sl.[3e8d55] Hér talar Musk ekki einungis út frá eigin hagsmunum, því þótt 40% allra Tesla-bifreiða séu framleidd í Kína hafa tollarnir ekki áhrif á stöðu Tesla í Bandaríkjunum þar sem innanlandsframleiðsla annar markaðnum þar vestra. Musk virðist því almennt ekki styðja tollamúra og gæti beitt sér gagnvart Trump til að draga úr þeim en hann á þó ýmissa annarra hagsmuna að vænta af nánum tengslum þeirra félaga.[eb8a18]

Viðskiptastríð 2.0

Hvað sem því líður er ljóst að af fenginni reynslu gera yfirvöld í Beijing ráð fyrir hinu versta í uppfærðri útfærslu viðskiptastríðsins. Fyrstu aðgerðirnar sem túlka mætti sem viðbrögð við kosningasigri Trumps litu dagsins ljós 8. nóvember þegar kínversk yfirvöld tilkynntu fjárveitingu upp á 10 billjónir (10 þúsund milljarða) yuan (um 190 billjónir króna) til að draga úr opinberum skuldum héraða.[eb7ab5] Þótt núllin séu mörg í þessari upphæð þykir hún engan veginn nægileg til að stuðla að raunverulegum efnahagshvata og er því víða túlkuð sem einungis táknrænn formáli að frekari aðgerðum eftir að ný ríkisstjórn Trumps hefur tekið við stjórnartaumunum og sýnt á spilin.

Á síðustu árum hafa ýmis alþjóðleg fyrirtæki flutt sig um set utan landamæra Kína, bæði vegna viðskiptastríðsins og óhagstæðra tolla en einnig vegna þess að framleiðslukostnaður í Kína hefur farið hækkandi á liðnum áratug. Öllu áhugaverðara er að kínversk framleiðslufyrirtæki hafa einnig tekið í auknum mæli að flytja hluta framleiðslu sinnar út fyrir Kína og nær sú saga lengra aftur í tímann. Mörg hinna kínversku hafa tekið sér bólstað í Suðaustur- og Suður-Asíu, í Mið- og Suður-Ameríku og í ríkjum Afríku. Þetta ferli á tvímælalaust eftir að færast í aukana í nánustu framtíð óháð þeim örlögum sem bíða samkeppnishæfni vörumerkisins „Made in China“.

Hvað má lesa út úr þessu? Eitt er að Kína er í óða önn að færa þungamiðju sína úr grunnframleiðslu yfir í hátækniiðnað og sérfræðiþjónustu, t.d. í fjármálageiranum.[d65eb9] En önnur (og raunar ekki ótengd) ástæða er sókn Kínverja inn á nýja markaði sem um leið er framtíðarviðleitni til að dreifa áhættunni og þurfa þá ekki að reiða sig um of á efnuðu þjóðirnar í Norður-Ameríku og Vestur-Evrópu.

Gallinn við að flytja sig frá Kína er þó sá að aðfangakeðjan er ekki alls staðar jafn skilvirk. Á meðan innviðir og flutningsleiðir í Kína eru orðin meðal þeirra bestu á heimsvísu gildir ekki hið sama um lönd víða um heim, t.d. í Suðaustur-Asíu, Suður-Asíu, Afríku og Suður-Ameríku. Það er þarna sem verkefnið „Belti og braut“ kemur til sögunnar.

AFP__20190512__1GD7RN__v1__AI__ChinaSBeltAndRoad
Mynd: AFP

Belti og braut í hnotskurn

Á Íslandi hefur lítið farið fyrir umræðu þetta verkefni sem þó hefur verið í virkni víða um heim í allmörg ár og angar þess í formi hugmynda og áætlana teygja sig jafnvel alla leið til Norður-Atlantshafs undir heitinu „Norðurslóðabelti og -braut“.[7dd254] Raunar vakti athygli árið 2019 þegar Mike Pence, þá varaforseti í fyrri ríkisstjórn Trumps, var í opinberri heimsókn hér á landi og þakkaði þá Íslendingum fyrir að hafa hafnað aðild að verkefninu. Guðlaugur …

Fáðu áskrift til að lesa

Áskrift að Vísbendingu hæfir þeim sem hafa gaman að óvilhöllum greiningum og gagn af greinargóðum upplýsingum um efnahagsmál, viðskipti og nýsköpun.

Næsta grein

Mest lesið
1
Samfélag

Tekjumissir við barneignir

2
Alþjóðamál

Evrópa þarf að standa saman

3
Heimspeki

Tækniframfaratrú og veiklyndi mannsins

4
Grein

Ekki séns að þetta sé hægt – án staðla

5
Leiðari

Allsherjar bylting þekkingar eða andlegt hrun vitsmuna

6
Tækni

Gervigreind mun umbreyta heiminum

eldgos-bilamynd.original
Jarðvísindi 42. tbl.

Ljós­leið­ara­bylt­ing­in í nátt­úru­vár­vökt­un

Jarðskjálftamælingar hafa gjörbyltst á skömmum tíma með nýrri tækni, sem gerir nú mögulegt að nema hreyfingar jarðar af ótrúlegri nákvæmni í rauntíma og auka þannig öryggi í mati á fyrirboðum eldgosa.
Strandir 01
Heimspeki 42. tbl.

Tækni­fram­fara­trú og veik­lyndi manns­ins

Vaxandi áhrif gervigreindar draga fram gamlar hugmyndir um tækni, mennsku og sjálfræði sem vekja upp endurnýjaða heimspekilega og siðferðilega ígrundun.
_GSF1009
Atvinna 42. tbl.

Gervi­greind­ar­bylt­ing­in: Kost­uð af sér­fræð­ing­um en hag­nýtt af fyr­ir­tækj­um

Í nýrri könnun Visku kemur fram að sérfræðingar keyra gervigreindarbyltinguna áfram, fjármagna notkunina sjálfir og kalla eftir markvissri innleiðingu á vinnustöðum.
Halldór Jörgen
Gervigreind 42. tbl.

Gervi­greind­in mun aldrei koma í stað mann­legra tengsla

Ásgeir Brynjar Torfason ritstjóri ræðir við Halldór Jörgen Faurholt Olesen um gervigreind.

42225-Matrix-Red-Blue-Pill
Samfélag 42. tbl.

Sefj­un­ar­hag­kerf­ið og at­beini hönn­uða

Umbreytingarafl tækninnar birtist í mismunandi umgjörðum hagkerfisins, svo sem streymisveitu-, eftirlits-, hamfara- og anarkó-kapítalisma.
Sonar-festival
Listir 42. tbl.

Sköp­un skepnu sem skap­ar

Skapandi gervigreind umbreytir listsköpun svo að lögfræðin, siðfræðin, hugvísindin og listirnar hafa ærin verkefni fyrir höndum sem dregin eru upp með þremur ólíkum sviðsmyndum.
Skóli, menntun
Menntun 42. tbl.

Ný­sköp­un í þágu mennt­un­ar á tím­um örr­ar tækni­þró­un­ar

Ör tækniþróun kallar á endurnýjað menntakerfi þar sem menntatækni, rannsóknir og skýr stefna mætast til að tryggja gæði, aðgengi og ábyrga nýsköpun.
Umferð, Reykjavík
Tækni 42. tbl.

Gervi­greind mun um­breyta heim­in­um

Gervigreind þróast með fordæmalausum hraða og umbreytir þekkingarvinnu, vélmennum og innviðum. Samfélagslegar afleiðingar fela í sér kerfisleg úrlausnarefni og siðferðileg álitaefni.