Ítarlega undirbyggða úttekt á áhrifum fjárfestinga Kínverja á heimshagkerfið.
Geir Sigurðsson
prófessor í kínverskum fræðum við Háskóla Íslands
Trump, Kína og tollarnir
Þess er beðið í ofvæni – og í sumum tilvikum milli vonar og ótta – hversu orðheldinn Donald J. Trump reynist þegar hann tekur aftur við sem forseti Bandaríkjanna í janúar á næsta ári. Meðal umdeildustu kosningaloforða hans eru þau sem snúast um himinháa innflutningstolla en margir hagfræðingar telja að afleiðingar þeirra hefðu neikvæð áhrif á heimshagkerfið og yrðu ekki einu sinni til hagsbóta fyrir bandarísku þjóðina.[536f8f] Eðlilega vekja þau þó sérstakan ugg meðal þeirra þjóða sem hafa stóran hluta afkomu sinnar á útflutningi til Bandaríkjanna. Í Evrópu, ekki síst í Þýskalandi og Bretlandi, óar mönnum við þeim 10 eða 20 prósentum sem hann hefur nefnt. Þær tölur blikna hins vegar í samanburði við þau 60 prósent sem hann hefur kvaðst ætla að leggja á allan innflutning frá Kína og allt að 200 prósent á bifreiðar – sem í báðum tilvikum myndi draga verulega úr samkeppnishæfni kínversks varnings.[ab5194] Hér er um gríðarlega hagsmuni að ræða, því árlega nemur beinn útflutningur Kínverja til Bandaríkjanna um 400 milljarða Bandaríkjadala.
Sjálfur hefur Trump fullyrt að Kínverjar taki hótunum hans alvarlega, því þeir viti að hann sé „klikkaður“ og líklegur til að fylgja þeim eftir.[0cbf99] Trump tekur þó oft stórt upp í sig, ekki síst í kosningaræðum, og greining á fyrri forsetatíð hans leiðir í ljós að hann uppfyllti aðeins innan við fjórðung loforða sinna að fullu.[f8e635] Það er því ósennilegt að þessar háu prósentutölur eigi eftir að raungerast og vissulega er ekki loku fyrir það …