Til baka

Grein

Hægur hagrænn vöxtur í ferðaþjónustu

Fyrri grein

screenshot-2022-07-23-at-191913

Enginn deilir um að efnahags- og atvinnumál séu hagsmunamál okkar allra. Það er erfiðara að vera sammála um að hægur hagrænn vöxtur sé góður valkostur fyrir samfélagið. Þá eru skiptar skoðanir um hvaða atvinnugreinar uppfylli kröfur um gott jafnvægi í samfélaginu, styðji við bætt lífskjör, öflugt velferðarkerfi og gæti meðalhófs í auðlindanýtingu. Um þessar mundir er það ferðaþjónusta sem atvinnugrein sem er áberandi í samfélagsumræðunni.

Vöxtur ferðaþjónustunnar kom á heppilegum tíma fyrir íslenskt samfélag. Ýmsar ástæður liggja þar að baki en af innlendum toga skiptir efnahagslægð í kjölfar fjármálahrunsins í október 2008 mestu, hún skapaði svigrúm fyrir nýjan vöxt. Atvinnuleysi var mikið, halli var á viðskiptum við útlönd, gengið var sögulega lágt með tilheyrandi verðbólgu og háum vöxtum og þá ríkti almennt ójafnvægi á atvinnu- og húsnæðismarkaði. Innlendir innviðir voru vannýttir, vegakerfið réð við fleiri bíla og vinsælir ferðamannstaðir gátu stækkað. Smám saman fyllti þó alþjóðleg eftirspurn ferðamanna eftir vöru og þjónustu, upp í ónýtta framleiðslugetu.[3dae3d] Á árunum 2011-2016 útskýrði bein eftirspurn eða neysla erlendra ferðamanna um 64% af hagvexti tímabilsins. Lærdómur undanfarinn áratug er að eftirspurnaráhrif af útfluttri ferðaþjónustu á hagkerfið, þ.e. þjónusta við og sala til erlendra ferðamanna (útflutt ferðaþjónusta) eru þau sömu og aukin eftirspurn eftir annarri útfluttri vöru. Nú þegar atvinnugreinin er orðin stór hluti af samfélaginu hafa búhnykkir og áföll í greininni hlutfallslega meiri áhrif í dag en 2010 af því að hlutfallslegt vægi útfluttrar ferðaþjónustu er meira. Við fullt atvinnustig[6fb24b] er meiri hætta á að vaxandi eftirspurn erlendra ferðamanna hér á landi …

Fáðu áskrift til að lesa

Áskrift að Vísbendingu hæfir þeim sem hafa gaman að óvilhöllum greiningum og gagn af greinargóðum upplýsingum um efnahagsmál, viðskipti og nýsköpun.

Næsta grein