Til baka

Grein

Hvert stefnir Rússland?

Efnhagslegar afleiðingar innrásarinnar í Úkraínu eru farnar að þrengja að Rússum.

The-Kremlin-During-Snowfall-Picture

Áramótin eru móðir allra frídaga í Rússlandi. Þá fagna Rússar nýju ári og njóta vikulangrar fríviku, fram að jólum rétttrúnaðarkirkjunnar, 7. janúar. En um leið og Rússar búa sig undir að hafa það náðugt og splæsa í notalegt áramótafrí eru blikur á lofti í efnahag landsins og afkomu fjölskyldna. Rúblan er í frjálsu falli og þar með snarhækkar verð á innfluttum vörum og innlent matvælaverð hefur einnig hækkað, knúið áfram af verðbólgu, truflunum á aðfangakeðjum og lamandi áhrifum refsiaðgerða á framleiðslu. Landið stendur frammi fyrir hruni í efnahagslegu tilliti nú þegar stríðsreksturinn í Úkraínu er að komast inn á sitt fjórða ár.

Viðvörunarljósin blikka víða og venjulegir Rússar þurfa að herða ólarnar við undirleik óðaverðbólgu, svimandi hárra stýrivaxta og hríðfallandi gengis rúblunnar. Er nú svo komið að stjórnvöld í Kreml velta því fyrir sér að taka upp sérstök matarkort fyrir tekjulægstu hópa samfélagsins.

Síhækkandi stýrivextir

Hlutverk Seðlabanka Rússlands er ekki öfundsvert við þessar aðstæður sem keppist við að koma á stöðugleika í hagkerfinu með vaxtahækkunum og gjaldeyrisinngripum. Seðlabankastjórinn, Elvíra Nabíúllína, hefur stýrt Rússlandi í gegnum nokkrar efnahags­kreppur síðan hún tók við því hlutverki árið 2013 og hún nýtur almennt mikils trausts og álits meðal valdhafa í Moskvu og víðar. Reyndar voru sögusagnir um að hún hefði óskað eftir lausn frá embætti í kjölfar innrásar Rússlands í Úkraínu í febrúar 2022 en að Pútín forseti hafi synjað þeirri beiðni – og þar við situr.

Frá því í júlí 2024 hefur Seðlabankinn hækkað stýrivexti þrisvar sinnum – úr 16% í lok júlí …

Fáðu áskrift til að lesa

Áskrift að Vísbendingu hæfir þeim sem hafa gaman að óvilhöllum greiningum og gagn af greinargóðum upplýsingum um efnahagsmál, viðskipti og nýsköpun.

Næsta grein