USD 126,0 0,2%
EUR 147,2
GBP 169,9
DKK 19,7
SEK 13,7 0,3%
NOK 12,5 -0,3%
CHF 158,2 -0,2%
CAD 91,2
JPY 0,8 0,1%
Stýrivextir 7,2%
Verðbólga 4,5%
Mannfjöldi 393.160
USD 126,0 0,2%
EUR 147,2
GBP 169,9
DKK 19,7
SEK 13,7 0,3%
NOK 12,5 -0,3%
CHF 158,2 -0,2%
CAD 91,2
JPY 0,8 0,1%
Stýrivextir 7,2%
Verðbólga 4,5%
Mannfjöldi 393.160
Til baka

Inn­gild­ing al­þjóð­legs fjár­magns

Fyrir 15 árum var sagt að Írland hafi bjargað bankakerfi sínu en Ísland ekki. Fyrir dyrum stendur nú enn að selja restina af öðrum bankanum sem er í eigu íslenska ríkisins þó það muni nú ekki bjarga fyrir horn halla ríkissjóðs, hvoru megin áramóta sem það verður. Sá írski stendur sterkar.

Vonir standa nú til að hægt verði að fara að lækka vexti hérlendis þar sem verðbólgan seig niður í 6% í síðustu mælingu. Til samanburðar er hún nú 1,1% hjá nágrönnum okkar á Írlandi, en verðbólgan þar var rúmlega 9% fyrir tveimur árum, eins og hér.

Lánshæfismat ríkissjóðs Íslands fer ekki batnandi, en er stöðugt, enda er hallinn stöðugur. Furðuleg orðræða heyrist nú um að eðlilegt geti verið að hallinn aukist á kosningavetrinum framundan. Það er í andstöðu við markmið laganna um opinber fjármál sem tóku gildi árið 2016 og eiga að tryggja fimm ára fyrirsjáanleika til að fyrirbyggja eyðslusöm kosningafjárlög.

Eitt sinn fyrir ekki svo löngu var grínast með þá spurningu á alþjóðlegum fjármálamörkuðum hver munurinn væri á Íslandi og Írlandi – umfram einn bókstaf í heitinu. Þá var nýafstaðin mjög stór fjármálakrísa og raunveruleg efnahagskreppa stóð yfir.

Nú stendur Írland frammi fyrir allt öðrum vanda en Ísland, þar sem ríkissjóðurinn hefur alltof miklar tekjur og rekstrarafgang sem nemur rúmum 1.300 milljörðum króna á þessu ári. Afgangurinn hefur verið viðvarandi í þrjú ár, og samtals gefið Írum um 4.000 milljarða króna í tekjur umfram útgjöld.

Þetta lúxusvandamál er helst tilkomið vegna mikilla tekna af alþjóðlegum stórfyrirtækjum. Inngilding þeirra kom til meðal annars þegar Evrópusambandið dæmdi Írland til að taka á móti sektum og skatttekjum til þess að ekki væri misræmi og óeðlileg samkeppni innan sameiginlega markaðarins. Auk þess hefur hækkun á alþjóðlegu viðmiði OECD um lágmarksskatt á alþjóðleg stórfyrirtæki upp á 15% þvingað Íra til að hækka sinn úr 12,5% á hin aðfluttu fyrirtæki.

Stjórnendur ríkissjóðsins írska sitja því nú uppi með það verkefni að koma öllum þessum aðfluttu peningunum í gagnlega virkni sem að nýtast má við aukna framleiðni landsins og velsæld íbúanna.

Næsta grein

Mest lesið
1
Gervigreind

Gervigreindin mun aldrei koma í stað mannlegra tengsla

2
Leiðari

Allsherjar bylting þekkingar eða andlegt hrun vitsmuna

3
Heimspeki

Tækniframfaratrú og veiklyndi mannsins

4
Máltækni

Gervigreindarbyltingin: Úr fleipum í framþróun

5
Tækni

Gervigreind mun umbreyta heiminum

6
Menntun

Nýsköpun í þágu menntunar á tímum örrar tækniþróunar

eldgos-bilamynd.original
Jarðvísindi 42. tbl.

Ljós­leið­ara­bylt­ing­in í nátt­úru­vár­vökt­un

Jarðskjálftamælingar hafa gjörbyltst á skömmum tíma með nýrri tækni, sem gerir nú mögulegt að nema hreyfingar jarðar af ótrúlegri nákvæmni í rauntíma og auka þannig öryggi í mati á fyrirboðum eldgosa.
Strandir 01
Heimspeki 42. tbl.

Tækni­fram­fara­trú og veik­lyndi manns­ins

Vaxandi áhrif gervigreindar draga fram gamlar hugmyndir um tækni, mennsku og sjálfræði sem vekja upp endurnýjaða heimspekilega og siðferðilega ígrundun.
_GSF1009
Atvinna 42. tbl.

Gervi­greind­ar­bylt­ing­in: Kost­uð af sér­fræð­ing­um en hag­nýtt af fyr­ir­tækj­um

Í nýrri könnun Visku kemur fram að sérfræðingar keyra gervigreindarbyltinguna áfram, fjármagna notkunina sjálfir og kalla eftir markvissri innleiðingu á vinnustöðum.
Halldór Jörgen
Gervigreind 42. tbl.

Gervi­greind­in mun aldrei koma í stað mann­legra tengsla

Ásgeir Brynjar Torfason ritstjóri ræðir við Halldór Jörgen Faurholt Olesen um gervigreind.

42225-Matrix-Red-Blue-Pill
Samfélag 42. tbl.

Sefj­un­ar­hag­kerf­ið og at­beini hönn­uða

Umbreytingarafl tækninnar birtist í mismunandi umgjörðum hagkerfisins, svo sem streymisveitu-, eftirlits-, hamfara- og anarkó-kapítalisma.
Sonar-festival
Listir 42. tbl.

Sköp­un skepnu sem skap­ar

Skapandi gervigreind umbreytir listsköpun svo að lögfræðin, siðfræðin, hugvísindin og listirnar hafa ærin verkefni fyrir höndum sem dregin eru upp með þremur ólíkum sviðsmyndum.
Skóli, menntun
Menntun 42. tbl.

Ný­sköp­un í þágu mennt­un­ar á tím­um örr­ar tækni­þró­un­ar

Ör tækniþróun kallar á endurnýjað menntakerfi þar sem menntatækni, rannsóknir og skýr stefna mætast til að tryggja gæði, aðgengi og ábyrga nýsköpun.
Umferð, Reykjavík
Tækni 42. tbl.

Gervi­greind mun um­breyta heim­in­um

Gervigreind þróast með fordæmalausum hraða og umbreytir þekkingarvinnu, vélmennum og innviðum. Samfélagslegar afleiðingar fela í sér kerfisleg úrlausnarefni og siðferðileg álitaefni.