USD 126,1 -0,1%
EUR 147,8 -0,1%
GBP 169,0 0,3%
DKK 19,8 -0,1%
SEK 13,6 0,2%
NOK 12,4 0,1%
CHF 158,7
CAD 91,5 -0,1%
JPY 0,8 -0,2%
Stýrivextir 7,2%
Verðbólga 3,7%
Mannfjöldi 393.160
USD 126,1 -0,1%
EUR 147,8 -0,1%
GBP 169,0 0,3%
DKK 19,8 -0,1%
SEK 13,6 0,2%
NOK 12,4 0,1%
CHF 158,7
CAD 91,5 -0,1%
JPY 0,8 -0,2%
Stýrivextir 7,2%
Verðbólga 3,7%
Mannfjöldi 393.160
Til baka

Ljóð og smá­þjóð­ir

Bragi Ólafsson er skáld áramótarits Vísbendingar sem helgað er alþjóðamálum.

Hér má lesa ljóð hans: Frá heimsþingi esperantista, með stuttum inngangi frá ritstjóra.

Sögulega hefur jóla- eða áramótablað Vísbendingar ávallt verið stærra í sniðum heldur en hin hefðbundna vikulega útgáfa. Á árum áður voru gjarnan birt ljóð í þessum veglegri útgáfum. Sú hefð er endurvakin hér í ár. Vegna alþjóðaþema blaðsins þessi áramótin varð fyrir valinu ljóð frá heimsþingi esperantista eftir Braga Ólafsson.

Franski sagnfræðingurinn Jacques Rupnik, sem er sérfræðingur í alþjóðasögu, skrifar inngang að útgefinni ræðu Milans Kundera, Bókmenntir og smáþjóðir, sem birtist að nýju í bókinni Vesturlönd í gíslingu eða harmleikur Mið-Evrópu sem kom út hjá Uglu í þýðingu Friðriks Rafnssonar nú fyrir jólin.

Þar segir Rupnik: „Sumar ráðstefnur rithöfunda í kommúnistaríkjunum voru á sínum tíma mun mikilvægari, eða í það minnsta minnisstæðari, en ráðstefnur Kommúnistaflokka. [...] Einstaka ræður sem haldnar voru á slíkum ráðstefnum höfðu áhrif á samtímann og eru áhrifaríkar og magnaðar þegar þær eru lesnar enn þann dag í dag.“

Kundera lýkur ræðu sinni, frá ráðstefnu tékkneskra rithöfunda árið 1967, með því að svara spurningunum: „En er það þess virði fyrir þjóðina að lifa af? Og er það fyrirhafnarinnar virði að tungumálið lifi líka af?“ Því er vert að velta fyrir sér yfir hátíðarnar og inn á komandi ár.

Í bókablaði Heimildarinnar í lok nóvember, er viðtal Auðar Jónsdóttur við Braga Ólafsson undir fyrirsögninni Lautarferð á vígvellinum. Þar koma fram nánari upplýsingar um alþjóðatungumálið esperantó, tengsl Braga við það og hans nýjustu bók Innanríkið – Alexíus sem kom út hjá Smekkleysu nú fyrir jólin.

Frá heimsþingi esperantista

Láttu þér ekki bregða

þótt ég sendi þér þessar línur frá

tólfta þingi Esperanto-

sambandsins. Hér stendur allt í blóma, náttúran

bókstaflega suðar af kæti, og ég kom

sjálfum mér á óvart

morguninn eftir setningu

þingsins; ég kramdi litla flugu

með vísifingri og þumli

og þeirri hugmynd laust niður í koll mér

að leggja mér hræ hennar

til munns. Þú ímyndar þér eflaust að

hér ríki stríðsástand, enginn sé sammála

um ekki neitt, og að

pappírsflóðið í salarkynnunum sé slíkt

að leggi ég sjóngleraugun frá mér sé

þegar í stað búið að hylja þau

með glænýrri reglugerð um breytingar á fall-

beygingu lýsingarorða.

Þetta er reyndar rétt hjá þér, svona er

ástandið á tólfta þinginu, en það er ekki þaðan

sem ég sendi þér þessar línur.

Þetta með náttúruna og suðið í henni er

auðvitað uppspuni frá rótum; ég er

staddur svo að segja í næsta

húsi við þig, þú veist:

að lokum munum við bæði deyja, og það eina

sem skilur okkur að

er prentsmiðjan vestanmegin við húsið mitt,

barnaleikvöllurinn,

Klapparstígurinn,

miðbærinn eins og hann leggur sig,

ökuleiðin að Seltjarnarnesi og

Atlantshafið. Atlantshafið með viðsjárverða

strauma sína og samviskubitið

yfir að hafa gleypt svo marga heilbrigða

og efnilega unga menn

eins og mig. Nú er ég ekki viss um

að þessi kveðja berist þér

á því skeiði ævinnar sem ég

kysi, en þegar hún berst þér

inn um bréfalúguna – ég veit að hún á eftir

að beyglast í mjórri rifunni –

skaltu leggja hana á eldhúsborðið og slétta

úr henni. Eins og sjómaðurinn sléttir úr seglinu

eftir að hann velur sér ákvörðunarstað.

Bragi Ólafsson

Ljóðið birtist fyrst í bókinni Klink sem Bjartur gaf út árið 1995.

Næsta grein

Mest lesið
1
Samfélag

Tekjumissir við barneignir

2
Alþjóðamál

Evrópa þarf að standa saman

3
Grein

Ekki séns að þetta sé hægt – án staðla

4
Leiðari

Allsherjar bylting þekkingar eða andlegt hrun vitsmuna

5
Máltækni

Gervigreindarbyltingin: Úr fleipum í framþróun

6
Tækni

Gervigreind mun umbreyta heiminum

_GSF1009
Atvinna 42. tbl.

Gervi­greind­ar­bylt­ing­in: Kost­uð af sér­fræð­ing­um en hag­nýtt af fyr­ir­tækj­um

Í nýrri könnun Visku kemur fram að sérfræðingar keyra gervigreindarbyltinguna áfram, fjármagna notkunina sjálfir og kalla eftir markvissri innleiðingu á vinnustöðum.
Halldór Jörgen
Gervigreind 42. tbl.

Gervi­greind­in mun aldrei koma í stað mann­legra tengsla

Ásgeir Brynjar Torfason ritstjóri ræðir við Halldór Jörgen Faurholt Olesen um gervigreind.
42225-Matrix-Red-Blue-Pill
Samfélag 42. tbl.

Sefj­un­ar­hag­kerf­ið og at­beini hönn­uða

Umbreytingarafl tækninnar birtist í mismunandi umgjörðum hagkerfisins, svo sem streymisveitu-, eftirlits-, hamfara- og anarkó-kapítalisma.
Sonar-festival
Listir 42. tbl.

Sköp­un skepnu sem skap­ar

Skapandi gervigreind umbreytir listsköpun svo að lögfræðin, siðfræðin, hugvísindin og listirnar hafa ærin verkefni fyrir höndum sem dregin eru upp með þremur ólíkum sviðsmyndum.

Skóli, menntun
Menntun 42. tbl.

Ný­sköp­un í þágu mennt­un­ar á tím­um örr­ar tækni­þró­un­ar

Ör tækniþróun kallar á endurnýjað menntakerfi þar sem menntatækni, rannsóknir og skýr stefna mætast til að tryggja gæði, aðgengi og ábyrga nýsköpun.
Umferð, Reykjavík
Tækni 42. tbl.

Gervi­greind mun um­breyta heim­in­um

Gervigreind þróast með fordæmalausum hraða og umbreytir þekkingarvinnu, vélmennum og innviðum. Samfélagslegar afleiðingar fela í sér kerfisleg úrlausnarefni og siðferðileg álitaefni.
Margrét Hugrún gervigreind
Mannfræði 42. tbl.

Úr buxna­vasa upp í him­in­hvolf

Áhrif tækniþróunarhraða á menningu og samfélög og mikilvægi stafrænnar mannfræði í nútímanum.
Háskólinn á Akureyri
Menntun 42. tbl.

Hlut­verk gervi­­­greind­ar á há­skóla­stigi

Frá Háskólanum á Akureyri: Gervigreind breytir forsendum menntunar og kallar á nýja hæfni, siðferðislega ígrundun og skýra ábyrgð þar sem mannleg dómgreind stýrir tækninni.