Til baka

Grein

Munu kjarasamningar næsta árs stuðla að stöðugleika eða kynda verðbólgubálið?

Efnahagsleg skynsemi og réttlæti á vinnumarkaði eru ekki andstæður, segir stjórnarmaður í Samtaka atvinnulífsins og Samtaka iðnaðarins. Aðrar þjóðir eru hálfdrættingar í launahækkunum samanborið við okkur Íslendinga. Við þurfum að læra af reynslunni og ná samstöðu um breytingar til að ná böndum á verðbólguna.

SA
Ársfundur atvinnulífsins, á vegum Samtaka atvinnulífsins í Borgarleikhúsinu 19. október 2023
Mynd: María Kjartans

Ef það er eitthvað eitt sem öðru fremur einkennir íslenskt efnahagslíf, þá er það óstöðugleiki. Ísland sker sig úr í samanburði við vestræn samfélög þegar kemur að breytileika í hagvexti. Að sama skapi skerum við okkur úr hvað varðar verðbólgu, sem hefur reynst hér mun meiri og þrálátari.

Þessi óstöðugleiki er gjarnan skýrður með smæð hagkerfisins, fábreytileika útflutningsgreina og óstöðugleika gjaldmiðils. Engu að síður virðist lítið hafa dregið úr þessum óstöðugguleika þó svo útflutningstekjur okkar hvíli nú á fjórum megin stoðumn í stað einnar og íbúafjöldi hafi nær tvöfaldast á síðustu 50 árum.

Á sama tíma hefur hins vegar einnig mikill óstöðugleiki einkennt íslenskan vinnumarkað. Verkfallsátök eru hér tíðari en í nágrannalöndum okkar og nafnlaunahækkanir að sama skapi mun meiri en gengur og gerist þar. Þó svo heldur hafi dregið úr átökum eftir Þjóðarsátt hefur okkur aldrei tekist að ná viðlíka stöðugleika og til dæmis nágrannaþjóðir okkar á Norðurlöndunum hafa búið við síðastliðin þrjátíu ár.

Er hugsanlegt að efnahagslegan óstöðugleika hér megi kannski fremur rekja til óstöðugleika á vinnumarkaði? Að vandamálið sé ekki smávaxið hagkerfi með fábreyttar útflutningstekjur heldur heimatilbúinn vandi á vinnumarkaði?

Efnahagsleg skynsemi og réttlæti á vinnumarkaði eru ekki andstæður

Áður en lengra er haldið er rétt að skoða hvernig kjarasamningar geta stuðlað að eða grafið undan efnahagslegum stöðugleika. Til einföldunar má segja að launahækkanir umfram framleiðniaukningu í hagkerfinu jafngildi verðbólgu. Í löndum sem sett hafa sér verðbólgumarkmið er því svigrúm til launahækkana að jafnaði skilgreint sem árleg framleiðniaukning að viðbættu verðbólgumarkmiði. Framleiðniaukning í þróuðum hagkerfum hefur gjarnan …

Fáðu áskrift til að lesa

Áskrift að Vísbendingu hæfir þeim sem hafa gaman að óvilhöllum greiningum og gagn af greinargóðum upplýsingum um efnahagsmál, viðskipti og nýsköpun.

Næsta grein