USD 125,7 -0,3%
EUR 147,2 -0,4%
GBP 168,0 -0,6%
DKK 19,7 -0,4%
SEK 13,5 -0,4%
NOK 12,4 -0,1%
CHF 158,0 -0,4%
CAD 91,1 -0,4%
JPY 0,8 -1,3%
Stýrivextir 7,2%
Verðbólga 3,7%
Mannfjöldi 393.160
USD 125,7 -0,3%
EUR 147,2 -0,4%
GBP 168,0 -0,6%
DKK 19,7 -0,4%
SEK 13,5 -0,4%
NOK 12,4 -0,1%
CHF 158,0 -0,4%
CAD 91,1 -0,4%
JPY 0,8 -1,3%
Stýrivextir 7,2%
Verðbólga 3,7%
Mannfjöldi 393.160
Til baka

Munu kjara­samn­ing­ar næsta árs stuðla að stöð­ug­leika eða kynda verð­bólgu­bál­ið?

Efnahagsleg skynsemi og réttlæti á vinnumarkaði eru ekki andstæður, segir stjórnarmaður í Samtaka atvinnulífsins og Samtaka iðnaðarins. Aðrar þjóðir eru hálfdrættingar í launahækkunum samanborið við okkur Íslendinga. Við þurfum að læra af reynslunni og ná samstöðu um breytingar til að ná böndum á verðbólguna.

SA
Ársfundur atvinnulífsins, á vegum Samtaka atvinnulífsins í Borgarleikhúsinu 19. október 2023
Mynd: María Kjartans

Ef það er eitthvað eitt sem öðru fremur einkennir íslenskt efnahagslíf, þá er það óstöðugleiki. Ísland sker sig úr í samanburði við vestræn samfélög þegar kemur að breytileika í hagvexti. Að sama skapi skerum við okkur úr hvað varðar verðbólgu, sem hefur reynst hér mun meiri og þrálátari.

Þessi óstöðugleiki er gjarnan skýrður með smæð hagkerfisins, fábreytileika útflutningsgreina og óstöðugleika gjaldmiðils. Engu að síður virðist lítið hafa dregið úr þessum óstöðugguleika þó svo útflutningstekjur okkar hvíli nú á fjórum megin stoðumn í stað einnar og íbúafjöldi hafi nær tvöfaldast á síðustu 50 árum.

Á sama tíma hefur hins vegar einnig mikill óstöðugleiki einkennt íslenskan vinnumarkað. Verkfallsátök eru hér tíðari en í nágrannalöndum okkar og nafnlaunahækkanir að sama skapi mun meiri en gengur og gerist þar. Þó svo heldur hafi dregið úr átökum eftir Þjóðarsátt hefur okkur aldrei tekist að ná viðlíka stöðugleika og til dæmis nágrannaþjóðir okkar á Norðurlöndunum hafa búið við síðastliðin þrjátíu ár.

Er hugsanlegt að efnahagslegan óstöðugleika hér megi kannski fremur rekja til óstöðugleika á vinnumarkaði? Að vandamálið sé ekki smávaxið hagkerfi með fábreyttar útflutningstekjur heldur heimatilbúinn vandi á vinnumarkaði?

Efnahagsleg skynsemi og réttlæti á vinnumarkaði eru ekki andstæður

Áður en lengra er haldið er rétt að skoða hvernig kjarasamningar geta stuðlað að eða grafið undan efnahagslegum stöðugleika. Til einföldunar má segja að launahækkanir umfram framleiðniaukningu í hagkerfinu jafngildi verðbólgu. Í löndum sem sett hafa sér verðbólgumarkmið er því svigrúm til launahækkana að jafnaði skilgreint sem árleg framleiðniaukning að viðbættu verðbólgumarkmiði. Framleiðniaukning í þróuðum hagkerfum hefur gjarnan verið um 1,5% á ári. Sé verðbólgumarkmiðið 2,5% samsvarar það svigrúmi til launahækkana að hámarki 4% á ári eigi markmiðið að nást.

Þessu til viðbótar geta launahækkanir umfram launahækkanir viðskiptalanda grafið undan samkeppnishæfni ríkja. Verðlag og framleiðslukostnaður verður hærri en í samanburðarríkjunum sem að öðru óbreyttu leiðir til þess að störfum fækkar í þeim atvinnugreinum sem eru í alþjóðlegri samkeppni (útflutningi eða samkeppni við innflutning). Sé gengið sveigjanlegt leiðir þessi þróun á endanum til gengisfalls en sé gengið fast leiðir þróunin til aukins atvinnuleysis.

Umræða um efnahagslegt svigrúm til launahækkana hefur yfirleitt fallið í grýttan jarðveg í aðdraganda kjarasamninga hér á landi. Því er gjarnan hent fram að hinir lægst launuðustu verði ekki gerðir ábyrgir fyrir efnahagslegum stöðugleika. Á sama tíma keppast einstakir hópar á vinnumarkaði við að rökstyðja sérstakar launahækkanir sér til handa. Menntun verði að meta til fjár; lægstu laun dugi ekki til framfærslu; mikið álag einstakra stétta kalli á sérstakar launahækkanir; skortur á starfsfólki í einstökum stéttum kalli á sérstakar hækkanir og svo mætti áfram telja. Slíkar kröfur eru ekki í sjálfu sér andstæðar efnahagslegum stöðugleika en þó er ljóst að til samans verða þær að rúmast innan þess svigrúms sem er til launabreytinga hverju sinni.

Hér er ekki ætlunin að leggja mat á réttláta launadreifingu á vinnumarkaði út frá ofangreindum sjónarmiðum. Hér er hins vegar ætlunin að fjalla um efnahagslegt samhengi kjarasamninga og þá ábyrgð verkalýðshreyfingarinnar að finna réttlæti á vinnumarkaði farveg innan þess svigrúms sem er til launabreytinga hverju sinni.

Aðrar þjóðir hálfdrættingar í launahækkunum samanborið við okkur

Ef horft er til þeirra liðlega 30 ára sem liðin eru frá Þjóðarsátt má sjá að meðallaunahækkanir hér á landi eru ríflega tvöfaldar samanborið við hin Norðurlöndin. Hér á landi hafa laun hækkað að meðaltali um 6,5% á ári frá 1991 samanborið við 3,4% á hinum Norðurlöndunum. Framleiðni hefur aukist að meðaltali um 2% á ári hér samanborið við 1,5% á hinum Norðurlöndunum. Verðbólgan hér hefur að meðaltali verið 4,5% en 2% á hinum Norðurlöndunum á þessu tímabili, í takt við það sem búast mátti við.

Líkt og farið var yfir hér að ofan leiða launahækkanir umfram samanburðarlönd til lengri tíma til skerðingar á samkeppnishæfni ríkja. Annað hvort leiðir sú þróun til gengisfalls í tilvikum sveigjanlegs gengis eða vaxandi atvinnuleysis ef gengið getur ekki gefið eftir. Í tilfelli Íslands kalla uppsafnaðar launahækkanir frá 1990 umfram framleiðni og samkeppnislönd á u.þ.b. 50% gengisfall yfir sama tímabil til að viðhalda samkeppnisstöðunni. Það rímar ágætlega við veruleikann því gengi krónunnar hefur einmitt helmingast gagnvart bandaríkjadal, danskri krónu og evru.

Launahækkanir okkar umfram framleiðni skýra því verðbólgu hér á landi umfram verbólgumarkmið síðastliðin 30 ár. Að sama skapi skýra launa- og verðlagshækkanir hér umfram samkeppnislönd okkar gengisþróun sama tímabils. Umframlaunahækkanir hafa engum árangri skilað. Í gegnum þetta tímabil höfum við stundum vaxið hraðar en nágrannaþjóðir okkar en jafnharðan glatað því forskoti í meiri samdrætti. Ef horft er til landsframleiðslu á mann á jafnvirðisgildi höfum við ekki tekið fram úr neinni þessara þjóða í lífskjörum þrátt fyrir allar þessar launahækkanir.

Til einföldunar má segja að launahækkanir umfram framleiðniaukningu í hagkerfinu jafngildi verðbólgu

Lærum ekki af eigin reynslu né efnahagslegum veruleika

Það eina sem við höfum uppskorið umfram nágrannaþjóðir okkar er meiri verðbólgu, hærra vaxtastig og meiri óstöðugleika en önnur Norðurlönd. Það er engin tilviljun. Þau réðust öll í umtalsverðar umbætur á kjarasamningsgerð sinni á níunda áratug síðustu aldar í kjölfar langvarandi verðbólguskeiðs. Þessar umbætur skiluðu tilætluðum árangri og verðbólga hefur haldist að mestu innan verðbólgumarkmiðs síðan.

En það eru ekki aðeins þessar efnahagslegu staðreyndir sem við virðumst lítið ætla að læra af. Okkar eigin reynsla frá Þjóðarsátt sýndi okkur að það mátti ná tökum á víxlhækkunum verðlags og launa ásamt eilífum gengisfellingum í gegnum skynsama kjarasamninga. Frá 1970 til 1990 höfðum við glímt við stöðugar víxlhækkanir launa og verðlags sem skiluðu okkur verðbólgu upp á 35% að meðaltali í gegnum þetta tímabil. Með þjóðarsáttinni fór verðbólga niður fyrir 2,5% á aðeins þremur árum og náðist að varðveita þann verðlagsstöðugleika í nokkur ár þar á eftir áður en við misstum tökin á ný.

Í kjölfar efnahagshrunsins 2008 hófst vinna við endurskoðun fjölmargra þátta í íslensku samfélagi. Þar á meðal var vinna við endurskoðun kjarasamningsgerðar undir formerkjum SALEK, sem leidd var af ríkissáttasemjara og flestum heildarsamtökum á vinnumarkaði. Vinnan fól í sér ítarlega úttekt á vinnumarkaðslíkönum hinna Norðurlandanna …

Fáðu áskrift til að lesa

Áskrift að Vísbendingu hæfir þeim sem hafa gaman að óvilhöllum greiningum og gagn af greinargóðum upplýsingum um efnahagsmál, viðskipti og nýsköpun.

Næsta grein

Mest lesið
1
Samfélag

Tekjumissir við barneignir

2
Alþjóðamál

Evrópa þarf að standa saman

3
Heimspeki

Tækniframfaratrú og veiklyndi mannsins

4
Grein

Ekki séns að þetta sé hægt – án staðla

5
Leiðari

Allsherjar bylting þekkingar eða andlegt hrun vitsmuna

6
Tækni

Gervigreind mun umbreyta heiminum

eldgos-bilamynd.original
Jarðvísindi 42. tbl.

Ljós­leið­ara­bylt­ing­in í nátt­úru­vár­vökt­un

Jarðskjálftamælingar hafa gjörbyltst á skömmum tíma með nýrri tækni, sem gerir nú mögulegt að nema hreyfingar jarðar af ótrúlegri nákvæmni í rauntíma og auka þannig öryggi í mati á fyrirboðum eldgosa.
Strandir 01
Heimspeki 42. tbl.

Tækni­fram­fara­trú og veik­lyndi manns­ins

Vaxandi áhrif gervigreindar draga fram gamlar hugmyndir um tækni, mennsku og sjálfræði sem vekja upp endurnýjaða heimspekilega og siðferðilega ígrundun.
_GSF1009
Atvinna 42. tbl.

Gervi­greind­ar­bylt­ing­in: Kost­uð af sér­fræð­ing­um en hag­nýtt af fyr­ir­tækj­um

Í nýrri könnun Visku kemur fram að sérfræðingar keyra gervigreindarbyltinguna áfram, fjármagna notkunina sjálfir og kalla eftir markvissri innleiðingu á vinnustöðum.
Halldór Jörgen
Gervigreind 42. tbl.

Gervi­greind­in mun aldrei koma í stað mann­legra tengsla

Ásgeir Brynjar Torfason ritstjóri ræðir við Halldór Jörgen Faurholt Olesen um gervigreind.

42225-Matrix-Red-Blue-Pill
Samfélag 42. tbl.

Sefj­un­ar­hag­kerf­ið og at­beini hönn­uða

Umbreytingarafl tækninnar birtist í mismunandi umgjörðum hagkerfisins, svo sem streymisveitu-, eftirlits-, hamfara- og anarkó-kapítalisma.
Sonar-festival
Listir 42. tbl.

Sköp­un skepnu sem skap­ar

Skapandi gervigreind umbreytir listsköpun svo að lögfræðin, siðfræðin, hugvísindin og listirnar hafa ærin verkefni fyrir höndum sem dregin eru upp með þremur ólíkum sviðsmyndum.
Skóli, menntun
Menntun 42. tbl.

Ný­sköp­un í þágu mennt­un­ar á tím­um örr­ar tækni­þró­un­ar

Ör tækniþróun kallar á endurnýjað menntakerfi þar sem menntatækni, rannsóknir og skýr stefna mætast til að tryggja gæði, aðgengi og ábyrga nýsköpun.
Umferð, Reykjavík
Tækni 42. tbl.

Gervi­greind mun um­breyta heim­in­um

Gervigreind þróast með fordæmalausum hraða og umbreytir þekkingarvinnu, vélmennum og innviðum. Samfélagslegar afleiðingar fela í sér kerfisleg úrlausnarefni og siðferðileg álitaefni.