Til baka

Grein

Nýja Nýja Ísland og innviðir skapandi greina

Mjúkir innviðir og harðir innviðir og uppruni hugtaksins um innviði

Picture1
Myndin sýnir Fridericianum, eina aðalbyggingu documenta-hátíðarinnar í Kassel í Þýskalandi, sem indónesíski listahópurinn ruangrupa breytti í skólafyrir documenta fimmtán sumarið 2022.

Samkvæmt nýlegu mati Samtaka iðnaðarins (SI) og Félags ráðgjafarverkfræðinga (FRV) er uppsöfnuð skuld í innviðakerfinu metin á 680 milljarða króna. Hafði skuldin aukist um 260 milljarða frá því fjórum árum áður. Á skýringarmynd í umfjöllun Viðskiptablaðsins má grafast fyrir um eðli þeirra innviða sem hér er vísað til; um er að ræða flugvelli og lendingarstaði, hafnir, þjóðvegi, sveitarfélagavegi, fráveitur, hitaveitur, vatnsveitur, framleiðslu- og flutningskerfi raforku, fasteignir í eigu ríkisins, fasteignir í eigu sveitarfélaga og úrgangsinnviði.[3d14d9]

Þessi mikla innviðaskuld er í takt við almenna þróun í nágrannalöndunum en um nokkurt skeið hafa hagfræðingar varað við því að innviðakerfi margra vestrænna velferðarríkja fylgi ekki vexti hagkerfis þeirra. Gjarnan er rætt um innviðakreppur í þessu samhengi og á síðasta ári sló New Statesman upp þeirri fyrirsögn að Bretaveldi væri að „molna í sundur“ — Crumbling Britain.[10784e] Svipaðar áhyggjur hafa verið viðraðar um stöðuna í Þýskalandi og að mati Neue Zürcher Zeitung stóð innviðaskuld Þjóðverja í um 600 milljörðum evra á síðasta ári.[9ee0f2]

Angela Dimitrakaki, prófessor í listfræði við Edinborgarháskóla, greip árið 2016 til hugtaksins nýja Nýja Evrópa til þess að lýsa bágri stöðu velferðarríkja álfunnar í kjölfar alþjóðlegu fjármálakreppunnar árið 2008.[ebf936] Hin nýja Nýja Evrópa einkennist, að mati Dimitrakaki, af aukinni misskiptingu og „tilbúnum skorti á auðlindum og atvinnutækifærum.“[4c4537] Þar vísar hún til þeirrar staðreyndar, sem hagfræðingurinn Thomas Piketty gerði heyrinkunna nokkrum árum fyrr, að greina megi verulega aukningu í misskiptingu auðs í upphafi tuttugustu og fyrstu aldarinnar.[e3ce87] Og rétt eins og hagfræðingurinn Clara E. Mattei …

Fáðu áskrift til að lesa

Áskrift að Vísbendingu hæfir þeim sem hafa gaman að óvilhöllum greiningum og gagn af greinargóðum upplýsingum um efnahagsmál, viðskipti og nýsköpun.

Næsta grein