Til baka

Grein

Pólitískar túlkanir á samskiptum Íslands og Kína

Brotthvarf Bandaríkjahers frá Keflavík og endurkoma, opnun siglingaleiðarinnar um Norður-Íshafið og skuldir við uppbyggingu rannsóknarmiðstöðvarinnar á Kárhól koma við sögu í þessari ítarlegu úttekt á pólitískum samskiptum landanna.

_GSF5628
Bandaríkjamenn hafa haft reglubundna hernaðarviðveru á Íslandi frá 2016 í þeim tilgangi að hafa eftirlit með rússneskum kafbátum, auk þess sem þeir sinna árlegu „loftrýmiseftirliti“ hér ásamt öðrum bandalagsríkjum NATO.
Mynd: Golli

Viðhorf á Norðurlöndum, þar á meðal Íslandi, til Kína hafa breyst á síðustu árum: Í stað þess að vísa til „tækifæra“ á viðskipta- og efnahagssviðinu gengur orðræða stjórnvalda æ meir út á pólitíska „áhættu“ sem þurfi að taka tillit til í tvíhliða samskiptum. Umskiptin endurspegla aukna tilhneigingu vestrænna ríkja til að „öryggisvæða“ tengslin við Kína. Ástæðuna má rekja til ýmissa þátta eins og landfræðipólitískra, ekki síst samkeppni Bandaríkjanna og Kína, efnahagslegra, eins og útflutnings- og fjárfestingastefnu kínverskra stjórnvalda á heimsvísu og hugmyndafræðilegra, eins og gagnrýni á stjórnarfar í Kína. Þannig hafa Norðurlöndin lagað stefnu sína að miklu leyti að stefnu helstu bandalagsríkja sinna,[c20c01] Bandaríkjanna og ríkja Evrópusambandsins,[386ea1] þótt þau hafi gert sér far um að forðast árekstra í samskiptum við Kína og hafnað því að aftengjast næststærsta hagkerfi heims.

Hér verður fjallað um hvernig samskipti Íslands við Kína hafa þróast frá fjármálakreppunni árið 2008. Ísland hefur verið nefnt sem dæmi um tilraunir kínverskra stjórnvalda til að auka pólitísk og efnahagsleg áhrif sín á norðurslóðum. Færð verða rök fyrir að lítið sé hæft í þeim fullyrðingum að samskipti Kína og Íslands hafi eflst jafnt og þétt á þessu tímabili.[a1d12b] Þótt mikill áhugi hafi verið á því í kjölfar bankahrunsins að stofna til viðskipta- og efnahagstengsla við Kína hefur orðið mun minna úr verki en efni stóðu til.[2ff9fd]

Viðskiptasamningar og fjárfestingar

Það sem gerði íslenskum stjórnvöldum auðveldara að leita til Kínverja á síðari hluta 10. áratugarins var að Bandaríkjamenn létu sig málið ekki varða. Eftir brotthvarf Bandaríkjahers árið …

Fáðu áskrift til að lesa

Áskrift að Vísbendingu hæfir þeim sem hafa gaman að óvilhöllum greiningum og gagn af greinargóðum upplýsingum um efnahagsmál, viðskipti og nýsköpun.

Næsta grein