USD 125,7 -0,3%
EUR 147,2 -0,4%
GBP 168,0 -0,6%
DKK 19,7 -0,4%
SEK 13,5 -0,4%
NOK 12,4 -0,1%
CHF 158,0 -0,4%
CAD 91,1 -0,4%
JPY 0,8 -1,3%
Stýrivextir 7,2%
Verðbólga 3,7%
Mannfjöldi 393.160
USD 125,7 -0,3%
EUR 147,2 -0,4%
GBP 168,0 -0,6%
DKK 19,7 -0,4%
SEK 13,5 -0,4%
NOK 12,4 -0,1%
CHF 158,0 -0,4%
CAD 91,1 -0,4%
JPY 0,8 -1,3%
Stýrivextir 7,2%
Verðbólga 3,7%
Mannfjöldi 393.160
Til baka

Póli­tísk­ar túlk­an­ir á sam­skipt­um Ís­lands og Kína

Brotthvarf Bandaríkjahers frá Keflavík og endurkoma, opnun siglingaleiðarinnar um Norður-Íshafið og skuldir við uppbyggingu rannsóknarmiðstöðvarinnar á Kárhól koma við sögu í þessari ítarlegu úttekt á pólitískum samskiptum landanna.

_GSF5628
Bandaríkjamenn hafa haft reglubundna hernaðarviðveru á Íslandi frá 2016 í þeim tilgangi að hafa eftirlit með rússneskum kafbátum, auk þess sem þeir sinna árlegu „loftrýmiseftirliti“ hér ásamt öðrum bandalagsríkjum NATO.
Mynd: Golli

Viðhorf á Norðurlöndum, þar á meðal Íslandi, til Kína hafa breyst á síðustu árum: Í stað þess að vísa til „tækifæra“ á viðskipta- og efnahagssviðinu gengur orðræða stjórnvalda æ meir út á pólitíska „áhættu“ sem þurfi að taka tillit til í tvíhliða samskiptum. Umskiptin endurspegla aukna tilhneigingu vestrænna ríkja til að „öryggisvæða“ tengslin við Kína. Ástæðuna má rekja til ýmissa þátta eins og landfræðipólitískra, ekki síst samkeppni Bandaríkjanna og Kína, efnahagslegra, eins og útflutnings- og fjárfestingastefnu kínverskra stjórnvalda á heimsvísu og hugmyndafræðilegra, eins og gagnrýni á stjórnarfar í Kína. Þannig hafa Norðurlöndin lagað stefnu sína að miklu leyti að stefnu helstu bandalagsríkja sinna,[c20c01] Bandaríkjanna og ríkja Evrópusambandsins,[386ea1] þótt þau hafi gert sér far um að forðast árekstra í samskiptum við Kína og hafnað því að aftengjast næststærsta hagkerfi heims.

Hér verður fjallað um hvernig samskipti Íslands við Kína hafa þróast frá fjármálakreppunni árið 2008. Ísland hefur verið nefnt sem dæmi um tilraunir kínverskra stjórnvalda til að auka pólitísk og efnahagsleg áhrif sín á norðurslóðum. Færð verða rök fyrir að lítið sé hæft í þeim fullyrðingum að samskipti Kína og Íslands hafi eflst jafnt og þétt á þessu tímabili.[a1d12b] Þótt mikill áhugi hafi verið á því í kjölfar bankahrunsins að stofna til viðskipta- og efnahagstengsla við Kína hefur orðið mun minna úr verki en efni stóðu til.[2ff9fd]

Viðskiptasamningar og fjárfestingar

Það sem gerði íslenskum stjórnvöldum auðveldara að leita til Kínverja á síðari hluta 10. áratugarins var að Bandaríkjamenn létu sig málið ekki varða. Eftir brotthvarf Bandaríkjahers árið 2006 litu þeir svo á að þeim bæri ekki skylda til að tryggja efnahagsstöðugleika á Íslandi vegna hernaðarmikilvægis landsins eins og þeir höfðu stundum gert á kaldastríðstímanum.[36de2d] Markmið íslenskra stjórnvalda var ekki að snúa baki við vestrænum ríkjum. Í ringulreiðinni sem skapaðist í kringum hrun fjármálakerfisins var það af efnahagsnauðsyn að leitað var til annarra ríkja eins og Rússlands og Kína auk Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, þar sem helstu bandalagsríki Íslendinga voru í fyrstu ekki reiðubúin að koma til aðstoðar. Gerður var gjaldeyrisskiptasamningur við Kína árið 2010 (sem var endurýjaður árið 2013 og 2016)[0d98ce] og þremur árum síðar var fríverslunarsamningur undirritaður milli ríkjanna.[94a471] Þessi samningur var þó mun minni að umfangi en aðrir fríverslunarsamningar sem Kínverjar gerðu við ríki eins og Sviss, Nýja-Sjáland eða Ástralíu vegna þess að hann tók ekki til fjárfestinga.[63b59b] Í raun hafa kínverskar fjárfestingar hér á landi verið fáar og með einni undantekningu flokkast þær ekki sem erlendar beinfjárfestingar (Foreign Direct Investment – FDI). Staðreyndin er sú að íslenskar fjárfestingar í Kína eru umtalsvert meiri.[c10dee] Samt var staðhæft í skýrslu bandarísku hugveitunnar Center for Naval Analysis (CNA), sem sérhæfir sig í öryggismálum, að kínverskar fjárfestingar á Íslandi jafngiltu 5,7% af landsframleiðslu á árunum 2012–2017.[15377a] Engar slíkar stórar fjárfestingar áttu sér stað á þessu tímabili. Annað dæmi um misvísandi eða rangar upplýsingar var þegar því var haldið fram árið 2018 að Kínverjar ætluðu sér að festa kaup á tveimur íslenskum höfnum á Íslandi.[199e03]

AFP__20240728__AA_28072024_1792738__v1__HighRes__TurkishArcticExpeditionSeeksCrucial
Siglingleiðin um Norður-Íshafið gæti orðið íslaus fyrir árið 2030 samkvæmt nýjust rannsóknum
Mynd: AFP

Efnahagsmöguleikar vegna hlýnunar

Það, sem átti mikinn þátt í að vekja áhuga íslenskra stjórnvalda á auknum samskiptum við Kína eftir hrun, tengdist áformum þeirra um að færa sér í nyt hugsanleg efnahagstækifæri á norðurslóðum. Þannig var leitast fyrir um það hjá Kínverjum að kanna efnahagsáhrif þess ef „miðleiðin“ yfir norðurpólinn yrði fær vegna loftslagsbreytinga.[99c02d] Það, sem lá þessari hugmynd til grundvallar, var að Ísland yrði að miðstöð fyrir vöruflutninga vegna legu þess. Hér var þó um óraunsæjan framtíðardraum að ræða, enda langt í að unnt yrði að nota miðleiðina til skipasiglinga. Því héldu Kínverjar áfram að beina sjónum sínum að norðurleiðinni, sem er undir stjórn Rússlands, og var það í samræmi við náin stjórnmála- og efnahagssamskipti ríkjanna tveggja. Ein ástæða þess að Kínverjar brugðust vel við þreifingum íslenskra stjórnvalda um samstarf var án efa áhugi þeirra á að efla áhrif sín á norðurslóðum, eins og birtist í umsókn þeirra um áheyrnaraðild að Norðurskautsráðinu sem var samþykkt árið 2013.

Annað dæmi um samstarf Íslands og Kína árið 2013 snerist um aðkomu kínverska ríkisfyrirtækisins China National Offshore Oil Corporation (CNOOC) að olíuleit á Drekasvæðinu ásamt norska ríkisfyrirtækinu Petoro og íslenska fyrirtækinu Eykon Energy. Þegar kínversku og norsku fyrirtækin ákváðu að skila inn sérleyfum sínum árið 2018 vegna þess að þau höfðu ekki trú á verkefninu var fallið frá því.[676ae2] Það sama má segja um tilraun kínverska fjárfestisins Huangs Nubos til að kaupa Grímsstaði á Fjöllum árið 2011 og stofna fjárfestingafélag um jörðina sem ferðamannastað. Pólitískar efasemdir vöknuðu um áform hans og tengsl við Kínverska kommúnistaflokkinn sem leiddu til þess að Ögmundur Jónasson innanríkisáðherra kom í veg fyrir kaupin.[0a7051]

Stjórnmál og vísindasamstarf

Á grundvelli samnings um vísindasamstarf sem gerður var milli Íslands og Kína árið 2012[287fd1] höfðu Kínverjar ákveðið að fjármagna miðstöð um norðurslóðarannsóknir á Kárhóli í Reykjadal, sem síðar fékk nýtt nafn, China-Iceland Arctic Science Observatory (CIAO), eftir að þær höfðu verið útvíkkaðar til þátta eins og hálofta, gufuhvolfs, jökla og loftslagsbreytinga.[8e2be0] Ekki hefur enn tekist að ljúka við byggingu miðstöðvarinnar og starfsemin þar er ekki komin í fullan gang. En á síðustu árum hafa Bandaríkjamenn og fleiri vestrænar þjóðir goldið varhug við starfseminni á þeim forsendum að unnt væri að nota rannsóknirnar í njósna- og hernaðarskyni.[057f00] Í því sambandi er vert að minnast á að ein helsta ástæða heimsókna varaforseta og utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Mike Pence og Mike Pompeio, árið 2019 var að gagnrýna umsvif Kínverja á norðurslóðum og reyna að fá íslensk stjórnvöld til að gerast ekki aðilar að kínversku innviðaáætluninni sem kennd er við Belti og braut.[20ae94] Þótt stjórnvöld hafi ekki tekið formlega afstöðu er ljóst að ekki er pólitískur áhugi á því meðal Norðurlandaþjóðanna, sem hafa haft náið samráð um málið, að taka þátt í áætluninni.

Í október 2024 skrifuðu tveir bandarískir þingmenn, sem eiga sæti í sérstakri þingnefnd um Kínverska kommúnistaflokkinn, bréf til utanríkisráðherra og varnarmálaráðherra Bandaríkjanna þar sem varað er við starfseminni á …

Fáðu áskrift til að lesa

Áskrift að Vísbendingu hæfir þeim sem hafa gaman að óvilhöllum greiningum og gagn af greinargóðum upplýsingum um efnahagsmál, viðskipti og nýsköpun.

Næsta grein

Mest lesið
1
Samfélag

Tekjumissir við barneignir

2
Alþjóðamál

Evrópa þarf að standa saman

3
Heimspeki

Tækniframfaratrú og veiklyndi mannsins

4
Grein

Ekki séns að þetta sé hægt – án staðla

5
Leiðari

Allsherjar bylting þekkingar eða andlegt hrun vitsmuna

6
Tækni

Gervigreind mun umbreyta heiminum

eldgos-bilamynd.original
Jarðvísindi 42. tbl.

Ljós­leið­ara­bylt­ing­in í nátt­úru­vár­vökt­un

Jarðskjálftamælingar hafa gjörbyltst á skömmum tíma með nýrri tækni, sem gerir nú mögulegt að nema hreyfingar jarðar af ótrúlegri nákvæmni í rauntíma og auka þannig öryggi í mati á fyrirboðum eldgosa.
Strandir 01
Heimspeki 42. tbl.

Tækni­fram­fara­trú og veik­lyndi manns­ins

Vaxandi áhrif gervigreindar draga fram gamlar hugmyndir um tækni, mennsku og sjálfræði sem vekja upp endurnýjaða heimspekilega og siðferðilega ígrundun.
_GSF1009
Atvinna 42. tbl.

Gervi­greind­ar­bylt­ing­in: Kost­uð af sér­fræð­ing­um en hag­nýtt af fyr­ir­tækj­um

Í nýrri könnun Visku kemur fram að sérfræðingar keyra gervigreindarbyltinguna áfram, fjármagna notkunina sjálfir og kalla eftir markvissri innleiðingu á vinnustöðum.
Halldór Jörgen
Gervigreind 42. tbl.

Gervi­greind­in mun aldrei koma í stað mann­legra tengsla

Ásgeir Brynjar Torfason ritstjóri ræðir við Halldór Jörgen Faurholt Olesen um gervigreind.

42225-Matrix-Red-Blue-Pill
Samfélag 42. tbl.

Sefj­un­ar­hag­kerf­ið og at­beini hönn­uða

Umbreytingarafl tækninnar birtist í mismunandi umgjörðum hagkerfisins, svo sem streymisveitu-, eftirlits-, hamfara- og anarkó-kapítalisma.
Sonar-festival
Listir 42. tbl.

Sköp­un skepnu sem skap­ar

Skapandi gervigreind umbreytir listsköpun svo að lögfræðin, siðfræðin, hugvísindin og listirnar hafa ærin verkefni fyrir höndum sem dregin eru upp með þremur ólíkum sviðsmyndum.
Skóli, menntun
Menntun 42. tbl.

Ný­sköp­un í þágu mennt­un­ar á tím­um örr­ar tækni­þró­un­ar

Ör tækniþróun kallar á endurnýjað menntakerfi þar sem menntatækni, rannsóknir og skýr stefna mætast til að tryggja gæði, aðgengi og ábyrga nýsköpun.
Umferð, Reykjavík
Tækni 42. tbl.

Gervi­greind mun um­breyta heim­in­um

Gervigreind þróast með fordæmalausum hraða og umbreytir þekkingarvinnu, vélmennum og innviðum. Samfélagslegar afleiðingar fela í sér kerfisleg úrlausnarefni og siðferðileg álitaefni.