USD 125,7 -0,5%
EUR 147,2 -0,1%
GBP 169,9
DKK 19,7 -0,2%
SEK 13,7 0,1%
NOK 12,6 0,3%
CHF 158,5 -0,1%
CAD 91,3 -0,4%
JPY 0,8 -0,2%
Stýrivextir 7,2%
Verðbólga 4,5%
Mannfjöldi 393.160
USD 125,7 -0,5%
EUR 147,2 -0,1%
GBP 169,9
DKK 19,7 -0,2%
SEK 13,7 0,1%
NOK 12,6 0,3%
CHF 158,5 -0,1%
CAD 91,3 -0,4%
JPY 0,8 -0,2%
Stýrivextir 7,2%
Verðbólga 4,5%
Mannfjöldi 393.160
Til baka

Sam­hengi í hag­stjórn – stefn­ur, lík­ön og ár­ang­ur

Hér er stuttlega brugðist við greinum Gylfa Zoega og meðhöfunda hans, Axels Hall annars vegar og Más Wolfgang Mixa hins vegar.

forsidur

Húsnæðismál eru eitt mikilvægasta efnahagsmálið nú um stundir. Það er húsnæðiskrísa sem skapar stæstan hluta verðbólgunnar þrátt fyrir breytta útreikningsaðferð. Í síðustu viku fjölluðum við í haustþremablaði Vísbendingar um marga mismunandi þætti krísuástandsins. Kjarabætur brenna upp með auknum húsnæðiskostnaði hjá þeim sem skulda eða leigja.

Séreignasparnaður og notkun hans er eitt hagstjórnartækið sem hjálpað getur við lausn hluta vandans í húsnæðismálum. Á það bentu Már Wolfgang Mixa og Gylfi Zoega með grein hér í Vísbendingu í sumarlok. Nánari útfærslu er haldið áfram að þróa í annarri grein Gylfa Zoega um efnið nú ásamt meðhöfundinum Axel Hall hér framar í blaði vikunnar. Áður hefur Ásgeir Daníelsson fjallað um þátttöku í viðbótar- eða séreignalífeyrissparnaði í Vísbendingargrein fyrir rúmu ári.

Þingmenn sem starfa nú í fjárlaganefnd segjast vinna að lausn sem feli í sér áframhald á nýtingu séreignasparnaði til niðurgreiðslu húsnæðislána, en fyrirliggjandi fjárlagafrumvarp geri ráð fyrir að úrræðinu ljúki nú um áramótin. Það sem greinar Gylfa Zoega og meðhöfunda hans gera ráð fyrir er að úrræðið nýtist tekjulægstu hópunum einnig. Sem er fallegt í líkönum, en eins og komið hefur fram í úttektum Vörðu rannsóknarstofnunar vinnumarkaðarins og umfjöllunum í Heimildinni nú í sumar og haust, þá er í raunveruleikanum önnur mynd sem birtist en í líkönum. Erfitt að sjá hvernig heimilisbókhald sem þolir ekki óvænt einskiptis útgjöld uppá 80 þkr. eigi að geta aukið sparnað sinn og niðurgreiðslu húsnæðislána um 250 þkr. úr 500 þkr. í 750 þkr. jafnvel þó því fylgi hvatar í formi skattalegs hagræðis.

Ekki er nokkur vafi á að hvatar til sparnaðar og sérstaklega þeir sem nýtast til að lækka vaxtabyrði eru gagnlegt hagstjórnartæki. Stóra samhengi vandans á húsnæðismarkaði má þó ekki gleymast. Bútasaumur er aldrei góð hagstjórnaraðferð en bútur sem tekinn er úr bútasaumsteppi getur skapað óheppilegt gat.

Ekki er heldur gott að hleypa af stað kosningaloforðum um skyndilausnir á húsnæðismarkaði nú í nóvember. Það var reynt fyrir tæpum tveimur áratugum og mun það taka næsta áratug eða tvo að greiða kostnaðinn af gjaldþroti ÍL-sjóðs sem af hlaust – eins og kom fram í leiðara húsnæðisblaðs Vísbendingar í síðustu viku.

Næsta grein

Mest lesið
1
Gervigreind

Gervigreindin mun aldrei koma í stað mannlegra tengsla

2
Leiðari

Allsherjar bylting þekkingar eða andlegt hrun vitsmuna

3
Heimspeki

Tækniframfaratrú og veiklyndi mannsins

4
Máltækni

Gervigreindarbyltingin: Úr fleipum í framþróun

5
Tækni

Gervigreind mun umbreyta heiminum

6
Menntun

Nýsköpun í þágu menntunar á tímum örrar tækniþróunar

eldgos-bilamynd.original
Jarðvísindi 42. tbl.

Ljós­leið­ara­bylt­ing­in í nátt­úru­vár­vökt­un

Jarðskjálftamælingar hafa gjörbyltst á skömmum tíma með nýrri tækni, sem gerir nú mögulegt að nema hreyfingar jarðar af ótrúlegri nákvæmni í rauntíma og auka þannig öryggi í mati á fyrirboðum eldgosa.
Strandir 01
Heimspeki 42. tbl.

Tækni­fram­fara­trú og veik­lyndi manns­ins

Vaxandi áhrif gervigreindar draga fram gamlar hugmyndir um tækni, mennsku og sjálfræði sem vekja upp endurnýjaða heimspekilega og siðferðilega ígrundun.
_GSF1009
Atvinna 42. tbl.

Gervi­greind­ar­bylt­ing­in: Kost­uð af sér­fræð­ing­um en hag­nýtt af fyr­ir­tækj­um

Í nýrri könnun Visku kemur fram að sérfræðingar keyra gervigreindarbyltinguna áfram, fjármagna notkunina sjálfir og kalla eftir markvissri innleiðingu á vinnustöðum.
Halldór Jörgen
Gervigreind 42. tbl.

Gervi­greind­in mun aldrei koma í stað mann­legra tengsla

Ásgeir Brynjar Torfason ritstjóri ræðir við Halldór Jörgen Faurholt Olesen um gervigreind.

42225-Matrix-Red-Blue-Pill
Samfélag 42. tbl.

Sefj­un­ar­hag­kerf­ið og at­beini hönn­uða

Umbreytingarafl tækninnar birtist í mismunandi umgjörðum hagkerfisins, svo sem streymisveitu-, eftirlits-, hamfara- og anarkó-kapítalisma.
Sonar-festival
Listir 42. tbl.

Sköp­un skepnu sem skap­ar

Skapandi gervigreind umbreytir listsköpun svo að lögfræðin, siðfræðin, hugvísindin og listirnar hafa ærin verkefni fyrir höndum sem dregin eru upp með þremur ólíkum sviðsmyndum.
Skóli, menntun
Menntun 42. tbl.

Ný­sköp­un í þágu mennt­un­ar á tím­um örr­ar tækni­þró­un­ar

Ör tækniþróun kallar á endurnýjað menntakerfi þar sem menntatækni, rannsóknir og skýr stefna mætast til að tryggja gæði, aðgengi og ábyrga nýsköpun.
Umferð, Reykjavík
Tækni 42. tbl.

Gervi­greind mun um­breyta heim­in­um

Gervigreind þróast með fordæmalausum hraða og umbreytir þekkingarvinnu, vélmennum og innviðum. Samfélagslegar afleiðingar fela í sér kerfisleg úrlausnarefni og siðferðileg álitaefni.