Til baka

Grein

Samþjöppun aflaheimilda undanfarin veiðiár

Staðan á markaðnum í ljósi þróunar síðustu ára - seinni grein

Sjávarútvegur
Mynd: Heiða Helgadóttir

Undanfarin misseri hefur borið á því í umræðunni í samfélaginu að samþjöppun í sjávarútvegi sé sífellt að færast í aukana og að minni samkeppni gæti á markaðnum en áður. Svokölluðu kvótakerfi var komið á snemma á níunda áratugnum eftir að lög voru sett til að hafa meiri stjórn á aðgengi að sjávarauðlind Íslendinga.[2daa19]

Í síðustu grein[9b1fb8] okkar fjölluðum við um samþjöppun á markaði fyrir aflaheimildir fyrir fiskveiðiárið 23/24 miðað við eignarhald í árslok 2023 og skoðuðum hver samkeppnisáhrifin yrðu ef tveir stórir aðilar á markaðnum lytu sameiginlegum yfirráðum. Í framhaldi af því er vert að vekja athygli á þróun í samkeppni á þessum markaði frá fiskveiðiárinu 21/22 og til dagsins í dag, en töluverðar breytingar hafa átt sér stað.

Líkt og í fyrri grein okkar þá metum við samþjöppun með því að nota aflahlutdeildarreikni Arev[550412] og notum tilmæli samkeppnisyfirvalda ESB til að skilgreina stig samþjöppunar á mörkuðum.[e442dd] Almennt telja samkeppnisyfirvöld ESB að markaðir séu samþjappaðir ef HHI[8400b1] er hærra en 2.500 stig. Þau stöðva oft samruna á samþjöppuðum markaði ef hækkun á HHI við samruna er hærri en 150 stig. Bandarísk samkeppnisyfirvöld stöðva oftast samruna ef HHI hækkar um meira en 250 stig.

CR hlutföll eru einfaldari og gjarnan notuð þegar fjallað er um markaði sem vitað er að eru samþjappaðir, þar sem HHI er yfir 2.000 stig. CR8 mælir hlutdeild 8 stærstu aðila á markaði og á vel við skoðun á þessum markaði.

Mynd 1 hér að neðan sýnir að samþjöppunarstuðullinn (MHHI)[67a47c] fyrir …

Fáðu áskrift til að lesa

Áskrift að Vísbendingu hæfir þeim sem hafa gaman að óvilhöllum greiningum og gagn af greinargóðum upplýsingum um efnahagsmál, viðskipti og nýsköpun.

Næsta grein