USD 125,6 -0,1%
EUR 148 0,3%
GBP 169,6 0,4%
DKK 19,8 0,3%
SEK 13,7 0,6%
NOK 12,5 0,5%
CHF 159,4 0,6%
CAD 91,7 0,4%
JPY 0,8 0,8%
Stýrivextir 7,2%
Verðbólga 4,5%
Mannfjöldi 393.160
USD 125,6 -0,1%
EUR 148 0,3%
GBP 169,6 0,4%
DKK 19,8 0,3%
SEK 13,7 0,6%
NOK 12,5 0,5%
CHF 159,4 0,6%
CAD 91,7 0,4%
JPY 0,8 0,8%
Stýrivextir 7,2%
Verðbólga 4,5%
Mannfjöldi 393.160
Til baka

Sam­þjöpp­un afla­heim­ilda und­an­far­in veiði­ár

Staðan á markaðnum í ljósi þróunar síðustu ára - seinni grein

Sjávarútvegur
Mynd: Heiða Helgadóttir

Undanfarin misseri hefur borið á því í umræðunni í samfélaginu að samþjöppun í sjávarútvegi sé sífellt að færast í aukana og að minni samkeppni gæti á markaðnum en áður. Svokölluðu kvótakerfi var komið á snemma á níunda áratugnum eftir að lög voru sett til að hafa meiri stjórn á aðgengi að sjávarauðlind Íslendinga.[2daa19]

Í síðustu grein[9b1fb8] okkar fjölluðum við um samþjöppun á markaði fyrir aflaheimildir fyrir fiskveiðiárið 23/24 miðað við eignarhald í árslok 2023 og skoðuðum hver samkeppnisáhrifin yrðu ef tveir stórir aðilar á markaðnum lytu sameiginlegum yfirráðum. Í framhaldi af því er vert að vekja athygli á þróun í samkeppni á þessum markaði frá fiskveiðiárinu 21/22 og til dagsins í dag, en töluverðar breytingar hafa átt sér stað.

Líkt og í fyrri grein okkar þá metum við samþjöppun með því að nota aflahlutdeildarreikni Arev[550412] og notum tilmæli samkeppnisyfirvalda ESB til að skilgreina stig samþjöppunar á mörkuðum.[e442dd] Almennt telja samkeppnisyfirvöld ESB að markaðir séu samþjappaðir ef HHI[8400b1] er hærra en 2.500 stig. Þau stöðva oft samruna á samþjöppuðum markaði ef hækkun á HHI við samruna er hærri en 150 stig. Bandarísk samkeppnisyfirvöld stöðva oftast samruna ef HHI hækkar um meira en 250 stig.

CR hlutföll eru einfaldari og gjarnan notuð þegar fjallað er um markaði sem vitað er að eru samþjappaðir, þar sem HHI er yfir 2.000 stig. CR8 mælir hlutdeild 8 stærstu aðila á markaði og á vel við skoðun á þessum markaði.

Mynd 1 hér að neðan sýnir að samþjöppunarstuðullinn (MHHI)[67a47c] fyrir þorskígildi[e489ec] er rúmlega 800, sem þýðir að markaðurinn er virkur samkeppnismarkaður, og því ekki samþjappaður.

mynd1
Mynd 1 - MHHI fyrir markaðinn fyrir aflaheimildir undanfarin þrjú fiskveiðiár.

Á myndinni kemur í ljós að markaðurinn fyrir aflaheimildir er að verða minna samþjappaður ár frá ári. Þetta sést á MHHI gildunum fyrir þorskígildi, sem fara úr 804 fyrir fiskveiðiárið 21/22 en standa núna í 706 fyrir fiskveiðiárið sem senn er að líða. Þorskígildistonn er veiðikvóti eða magn af afla af ákveðinni tegund sem telst vera jafnt að verðmætum og eitt tonn af þorski[f086c6] Eins og kemur fram í skilgreiningum Samkeppniseftirlitsins þá er ekki um samþjappaðan markað að ræða ef að HHI gildi eru undir 1.000. Sömuleiðis þá eru CR3[244ab0] og CR8 gildin einnig að minnka á milli ára. Þetta er vegna þess að loðnuvertíðin 21/22 var mjög stór. Hún var minni 22/23 og engin 23/24. Miklar heimildir í loðnu hækka samþjöppunarstuðla þar sem eignarhald á aflaheimildum á botnfiski er almennt dreifðara en eignarhald á aflaheimildum á uppfjávarfiski og sér í lagi heimildum til veiða á loðnu. Hins vegar þá eru einstakar tegundir, t.d. karfi/gullkarfi þar sem samþjöppunarstuðullinn er vaxandi og á bilinu 1.000 – 1.800, sem þýðir að markaðurinn er í meðallagi samþjappaður. Vert er að minnast á að breyting á tilteknum tegundum eftir úthlutunum á aflaheimildum getur oft dulist í heildarsamtölunni fyrir þorskígildistonn t.d. ef það er engin úthlutun á aflaheimildum fyrir loðnu. Sumir aðilar á markaðnum eru stórir í loðnu og þegar hún er ekki veidd þá lækkar þorskígildis stuðullinn, og er því …

Fáðu áskrift til að lesa

Áskrift að Vísbendingu hæfir þeim sem hafa gaman að óvilhöllum greiningum og gagn af greinargóðum upplýsingum um efnahagsmál, viðskipti og nýsköpun.

Næsta grein

Mest lesið
1
Samfélag

Tekjumissir við barneignir

2
Gervigreind

Gervigreindin mun aldrei koma í stað mannlegra tengsla

3
Heimspeki

Tækniframfaratrú og veiklyndi mannsins

4
Leiðari

Allsherjar bylting þekkingar eða andlegt hrun vitsmuna

5
Alþjóðamál

Evrópa þarf að standa saman

6
Máltækni

Gervigreindarbyltingin: Úr fleipum í framþróun

eldgos-bilamynd.original
Jarðvísindi 42. tbl.

Ljós­leið­ara­bylt­ing­in í nátt­úru­vár­vökt­un

Jarðskjálftamælingar hafa gjörbyltst á skömmum tíma með nýrri tækni, sem gerir nú mögulegt að nema hreyfingar jarðar af ótrúlegri nákvæmni í rauntíma og auka þannig öryggi í mati á fyrirboðum eldgosa.
Strandir 01
Heimspeki 42. tbl.

Tækni­fram­fara­trú og veik­lyndi manns­ins

Vaxandi áhrif gervigreindar draga fram gamlar hugmyndir um tækni, mennsku og sjálfræði sem vekja upp endurnýjaða heimspekilega og siðferðilega ígrundun.
_GSF1009
Atvinna 42. tbl.

Gervi­greind­ar­bylt­ing­in: Kost­uð af sér­fræð­ing­um en hag­nýtt af fyr­ir­tækj­um

Í nýrri könnun Visku kemur fram að sérfræðingar keyra gervigreindarbyltinguna áfram, fjármagna notkunina sjálfir og kalla eftir markvissri innleiðingu á vinnustöðum.
Halldór Jörgen
Gervigreind 42. tbl.

Gervi­greind­in mun aldrei koma í stað mann­legra tengsla

Ásgeir Brynjar Torfason ritstjóri ræðir við Halldór Jörgen Faurholt Olesen um gervigreind.

42225-Matrix-Red-Blue-Pill
Samfélag 42. tbl.

Sefj­un­ar­hag­kerf­ið og at­beini hönn­uða

Umbreytingarafl tækninnar birtist í mismunandi umgjörðum hagkerfisins, svo sem streymisveitu-, eftirlits-, hamfara- og anarkó-kapítalisma.
Sonar-festival
Listir 42. tbl.

Sköp­un skepnu sem skap­ar

Skapandi gervigreind umbreytir listsköpun svo að lögfræðin, siðfræðin, hugvísindin og listirnar hafa ærin verkefni fyrir höndum sem dregin eru upp með þremur ólíkum sviðsmyndum.
Skóli, menntun
Menntun 42. tbl.

Ný­sköp­un í þágu mennt­un­ar á tím­um örr­ar tækni­þró­un­ar

Ör tækniþróun kallar á endurnýjað menntakerfi þar sem menntatækni, rannsóknir og skýr stefna mætast til að tryggja gæði, aðgengi og ábyrga nýsköpun.
Umferð, Reykjavík
Tækni 42. tbl.

Gervi­greind mun um­breyta heim­in­um

Gervigreind þróast með fordæmalausum hraða og umbreytir þekkingarvinnu, vélmennum og innviðum. Samfélagslegar afleiðingar fela í sér kerfisleg úrlausnarefni og siðferðileg álitaefni.