Til baka

Grein

Séreignarsparnaður sem hagstjórnartæki

Hagstjórn þarf að taka framförum eins og aðrir þættir samfélagsins. Þessi grein skýrir hugmyndina um hvernig skattalegir hvatar við nýtingu sparnaðar til greiðslu húsnæðislána geta virkað í hagstjórnarlegum tilgangi.

4dNJz7wPB4Ww_900x600_G97J2gYQ
Mynd: Birgir Þór Harðarson

Komandi vetur gæti reynst mörgum fjölskyldum erfiður. Ekki er ólíklegt að óánægja valdi deilum í stjórnmálum og á milli hagsmunasamtaka vinnuveitenda og launafólks. Orsökina má m.a. finna í verðbólgu og viðbrögðum hagstjórnar við henni, einkum í háum vöxtum Seðlabankans sem nú eru 9,25%, um 4-5% hærri en í nálægum löndum.[d565d3] Breytilegir vextir á óverðtryggðum lánum (fastir til 3ja ára) hjá LSR, svo dæmi sé tekið, eru nú 9,5% og 4,1% á verðtryggðum lánum og óverðtryggðir vextir til þriggja ára eru yfir 10% hjá viðskiptabönkunum. Það verða því mikil viðbrigði þegar vextir eru endurskoðaðir á óverðtryggðum lánum sem tekin voru árið 2021 á um 4,5% óverðtryggðum vöxtum. Vextir breytilegra verðtryggðra lána hafa líka hækkað töluvert, en þeir voru 2,3% árið 2021 á lánum tekin árið 2019. Vextir verðtryggðra breytilegra lána sem tekin voru fyrir ársbyrjun 2019 hjá LSR hækkuðu úr 1,6% árið 2021 í 3,5% í dag. Vaxtakostnaður fólks með verðtryggð lán tekin hjá LSR fyrir 2019 hafa með öðrum orðum meira en tvöfaldast árin 2021-2024 samhliða mikilli hækkun höfuðstóls þeirra.

Stjórnvöld peningamála og ríkisfjármála hafa hvor kennt öðrum um að verðbólga hefur reynst þrálátari hér á landi en í nálægum ríkjum og vextir hærri. Seðlabankinn er gagnrýndur fyrir að hafa lækkað vexti of mikið á farsóttartímum og ríkissjórnin fyrir að hafa ekki nægan afgang á rekstri ríkissjóðs. Á meðan eru vextir Seðlabanka mjög háir.

Nokkur grundvallaratriði

Málið snýst einkum um það hver eigi að greiða fyrir lækkun raunvirðis skulda sem stafar af verðbólgu. Nafnvextir i eru jafnir summu verðbólgu …

Fáðu áskrift til að lesa

Áskrift að Vísbendingu hæfir þeim sem hafa gaman að óvilhöllum greiningum og gagn af greinargóðum upplýsingum um efnahagsmál, viðskipti og nýsköpun.

Næsta grein