Hagstjórn þarf að taka framförum eins og aðrir þættir samfélagsins. Þessi grein skýrir hugmyndina um hvernig skattalegir hvatar við nýtingu sparnaðar til greiðslu húsnæðislána geta virkað í hagstjórnarlegum tilgangi.
Mynd: Birgir Þór Harðarson
Már Wolfgang Mixa
dósent við Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands
Gylfi Zoëga
Prófessor í hagfræði við HÍ
Komandi vetur gæti reynst mörgum fjölskyldum erfiður. Ekki er ólíklegt að óánægja valdi deilum í stjórnmálum og á milli hagsmunasamtaka vinnuveitenda og launafólks. Orsökina má m.a. finna í verðbólgu og viðbrögðum hagstjórnar við henni, einkum í háum vöxtum Seðlabankans sem nú eru 9,25%, um 4-5% hærri en í nálægum löndum.[d565d3] Breytilegir vextir á óverðtryggðum lánum (fastir til 3ja ára) hjá LSR, svo dæmi sé tekið, eru nú 9,5% og 4,1% á verðtryggðum lánum og óverðtryggðir vextir til þriggja ára eru yfir 10% hjá viðskiptabönkunum. Það verða því mikil viðbrigði þegar vextir eru endurskoðaðir á óverðtryggðum lánum sem tekin voru árið 2021 á um 4,5% óverðtryggðum vöxtum. Vextir breytilegra verðtryggðra lána hafa líka hækkað töluvert, en þeir voru 2,3% árið 2021 á lánum tekin árið 2019. Vextir verðtryggðra breytilegra lána sem tekin voru fyrir ársbyrjun 2019 hjá LSR hækkuðu úr 1,6% árið 2021 í 3,5% í dag. Vaxtakostnaður fólks með verðtryggð lán tekin hjá LSR fyrir 2019 hafa með öðrum orðum meira en tvöfaldast árin 2021-2024 samhliða mikilli hækkun höfuðstóls þeirra.
Stjórnvöld peningamála og ríkisfjármála hafa hvor kennt öðrum um að verðbólga hefur reynst þrálátari hér á landi en í nálægum ríkjum og vextir hærri. Seðlabankinn er gagnrýndur fyrir að hafa lækkað vexti of mikið á farsóttartímum og ríkissjórnin fyrir að hafa ekki nægan afgang á rekstri ríkissjóðs. Á meðan eru vextir Seðlabanka mjög háir.
Nokkur grundvallaratriði
Málið snýst einkum um það hver eigi að greiða fyrir lækkun raunvirðis skulda sem stafar af verðbólgu. Nafnvextir i eru jafnir summu verðbólgu …