Til baka

Grein

Staða innflytjenda á íslenskum vinnumarkaði

Niðurstöður úr nýrri úttekt OECD eru hér dregnar saman varðandi vöxt og stöðu innflytjenda á íslenskum vinnumarkaði, hæfni þeirra og menntun ásamt stöðu barna þeirra í skólum hérlendis.

Höfuðstöðvar OECD
Höfuðstöðvar OECD eru í og við Château de la Muette í 16. hverfi Parísar.
Mynd: Wikipedia

Síðasta áratug hefur hlutfall innflytjenda hvergi vaxið hraðar meðal OECD-ríkja en á Íslandi. Árið 2013 voru 8% íbúa landsins innflytjendur, en sú tala var orðin hærri en 18% árið 2023. Þessi öra fjölgun á sér fáar hliðstæður og með henni vakna upp ýmsar spurningar um hvernig staðið er að því að innflytjendur geti fótað sig í íslensku samfélagi og hvernig samfélagið tekst á við það verkefni. Vegna þessa fól félags- og vinnumarkaðsráðuneytið OECD að gera úttekt á inngildingu innflytjenda að íslensku samfélagi, í samanburði við önnur OECD-ríki. Verða helstu niðurstöður úttektarinnar reifaðar í þessari grein.

Geta innflytjenda til að feta sig í nýju samfélagi er mismikil eftir hópum og hefur samsetning þeirra sem til landsins koma áhrif á hvernig skal staðið að stuðningi við inngildingu. Innflytjendur á Íslandi eru einsleitur hópur í alþjóðlegum samanburði. Fjórir af hverjum fimm erlendum ríkisborgurum koma frá EES-svæðinu, en það er hæsta hlutfall innan OECD-Evrópu. Hlutfall innflytjenda utan EES hefur þó hækkað á undanförnum árum, þá helst með mikilli fjölgun flóttafólks og hælisleitenda síðan 2022, þó sú fjölgun hafi hægt á sér síðan þá. Stjórnvöld hafa svarað þjónustuþörf þessa hóps með verkefninu samræmd móttaka flóttafólks, sem 14 sveitarfélög hafa tekið þátt í. Hins vegar má segja að inngildingarstefna Íslands hafi ekki nægilega tekið mið af fjölda EES-ríkisborgara ef hún er borin saman við önnur ríki OECD.

Þegar horft er til fjárfestinga í inngildingu innflytjenda er vert að horfa til þess annars vegar hversu mikinn stuðning viðkomandi hópur þarf; og hins vegar hversu líklegur viðkomandi hópur …

Fáðu áskrift til að lesa

Áskrift að Vísbendingu hæfir þeim sem hafa gaman að óvilhöllum greiningum og gagn af greinargóðum upplýsingum um efnahagsmál, viðskipti og nýsköpun.

Næsta grein