Til baka

Grein

Stjórnunarkenning Guðmundar Finnbogasonar

Stjórnunarkenningar og saga þeirra er mikilvægt fræðasvið. Hér er rakin saga kenninga upphafsmanns vinnuvísindanna hérlendis sem var merkur fjölhyggjumaður um þekkingu.

Guðmundur Finnbogason

Of oft er saga stjórnunarkenninga kynnt í kennslubókum og fyrirlestrum sem keðja hugmynda þar sem ein kenning tekur við af annarri í línulegri framvindu. Heimsmyndir og rannsóknir eru sett upp með einföldunum þannig að kenningarnar hljóma jafnvel eins og einhver fjarstæða sem auðvelt er að sjá að gengur ekki upp. Þannig er Adam Smith kynntur sem sérstakur talsmaður eiginhagsmunasemi eða vélrænnar verkaskiptingar, og Frederick Winslow Taylor er afgreiddur sem einfeldningur með klukku. Max Weber er síðan gerður ábyrgur fyrir útbreiðslu regluveldisins og Elton Mayo sagður finna upp félagsleg tengsl á vinnustöðum.

Í slíkri einfaldri framsetningu er sagan sögð sem díalektísk framrás, þar sem ein kenning er allsráðandi á ákveðnu tímabili, jafnvel tengd ævilengd spekingsins sem hún er kennd við, en síðan kemur önnur hugmynd og tekur yfir sviðið. Það fylgir þessari hugsun að allt rennur fram til þess hugmyndafræðilega besta tíma allra tíma sem er einmitt núna, en allar kreddur hins gamla tíma kveðnar í kútinn. Hugmyndirnar eru þræddar upp eins og perlur í festi sem „óhjákvæmilega“ leiða til nútímans og nemendur og kennarar endurtaka tuggurnar hver fyrir annan án þess að líta á neitt nema endursagnir af endursögnum.[9e4609]

Vinnuvísindin og fagurfræði vinnunnar

Guðmundur Finnbogason (1873–1944) sennilega fyrstur til þess að fjalla um stjórnunarfræði í þeirri merkingu sem við leggjum í orðið, á íslensku.[c1fb69] Hann hefur þó illu heilli verið afgreiddur sem einfaldur „vinnuvísindamaður“ í anda verkfræðihefðarinnar en það væri mikil smættun á hugmyndum Guðmundar Finnbogasonar um stjórnun. Þegar bækur hans birtust íslenskum lesendum var Guðmundur að skrifa …

Fáðu áskrift til að lesa

Áskrift að Vísbendingu hæfir þeim sem hafa gaman að óvilhöllum greiningum og gagn af greinargóðum upplýsingum um efnahagsmál, viðskipti og nýsköpun.

Næsta grein