USD 125,6
EUR 147,8
GBP 169,4
DKK 19,8
SEK 13,7
NOK 12,5
CHF 159,0
CAD 91,8
JPY 0,8
Stýrivextir 7,2%
Verðbólga 4,5%
Mannfjöldi 393.160
USD 125,6
EUR 147,8
GBP 169,4
DKK 19,8
SEK 13,7
NOK 12,5
CHF 159,0
CAD 91,8
JPY 0,8
Stýrivextir 7,2%
Verðbólga 4,5%
Mannfjöldi 393.160
Til baka

Stjórn­un­ar­kenn­ing Guð­mund­ar Finn­boga­son­ar

Stjórnunarkenningar og saga þeirra er mikilvægt fræðasvið. Hér er rakin saga kenninga upphafsmanns vinnuvísindanna hérlendis sem var merkur fjölhyggjumaður um þekkingu.

Guðmundur Finnbogason

Of oft er saga stjórnunarkenninga kynnt í kennslubókum og fyrirlestrum sem keðja hugmynda þar sem ein kenning tekur við af annarri í línulegri framvindu. Heimsmyndir og rannsóknir eru sett upp með einföldunum þannig að kenningarnar hljóma jafnvel eins og einhver fjarstæða sem auðvelt er að sjá að gengur ekki upp. Þannig er Adam Smith kynntur sem sérstakur talsmaður eiginhagsmunasemi eða vélrænnar verkaskiptingar, og Frederick Winslow Taylor er afgreiddur sem einfeldningur með klukku. Max Weber er síðan gerður ábyrgur fyrir útbreiðslu regluveldisins og Elton Mayo sagður finna upp félagsleg tengsl á vinnustöðum.

Í slíkri einfaldri framsetningu er sagan sögð sem díalektísk framrás, þar sem ein kenning er allsráðandi á ákveðnu tímabili, jafnvel tengd ævilengd spekingsins sem hún er kennd við, en síðan kemur önnur hugmynd og tekur yfir sviðið. Það fylgir þessari hugsun að allt rennur fram til þess hugmyndafræðilega besta tíma allra tíma sem er einmitt núna, en allar kreddur hins gamla tíma kveðnar í kútinn. Hugmyndirnar eru þræddar upp eins og perlur í festi sem „óhjákvæmilega“ leiða til nútímans og nemendur og kennarar endurtaka tuggurnar hver fyrir annan án þess að líta á neitt nema endursagnir af endursögnum.[9e4609]

Vinnuvísindin og fagurfræði vinnunnar

Guðmundur Finnbogason (1873–1944) sennilega fyrstur til þess að fjalla um stjórnunarfræði í þeirri merkingu sem við leggjum í orðið, á íslensku.[c1fb69] Hann hefur þó illu heilli verið afgreiddur sem einfaldur „vinnuvísindamaður“ í anda verkfræðihefðarinnar en það væri mikil smættun á hugmyndum Guðmundar Finnbogasonar um stjórnun. Þegar bækur hans birtust íslenskum lesendum var Guðmundur að skrifa um aðskiljanlegustu efni, meðal annars fagurfræði, en hann er líka með puttann á púlsinum í þróun stjórnunarfræðanna beggja vegna Atlantsála. Bylgja vísindalegrar stjórnunar og tengdra rannsókna var þá að rísa í Bandaríkjunum einmitt á þessum tíma og Guðmundur kynnir þær hugmyndir á sama tíma á Íslandi.

Greinasafnið Vit og strit (1915) eftir Guðmund er einskonar samantekt á fyrirlestrum með nokkrum ólíkum sjónarhornum á skipulag vinnu sem hann kynnti víða í fyrirlestrum á þessum árum. Þar hefur hann í forgrunni tvær greinar um hugmyndir bandarísku verkfræðinganna Fredericks W. Taylor og Franks Gilbreth um vinnutímamælingar og „vísindalega stjórnun“ (e. scientific management).[94dd08] En Guðmundur tengir tímamælingarnar tilraunum í hagnýtri sálfræði og vísar til meðal annars rannsókna Franks Parson, Alfreds Lehmann og Hugos Münsterberg.

Guðmundur var ekki síður vinsæll fræðimaður en fyrirlesari og var meðal annars beðinn um að hjálpa til við ráðningu símastúlkna til Landssíma Íslands vorið 1922 og beita aðferðum sálfræðiprófa í ætt við þær sem hann lýsir í Viti og striti. Hann segir frá einni slíkri tilraun í fyrirlestrum sem hann flutti við Háskóla Íslands veturinn á eftir sem kallast „Manngreinarfræði“ og tekur þar saman um ferlið: „Um 50 stúlkur sóttu um stöðu á símstöðinni. Við prófuðum þær allar, það tók örstuttan tíma, röðuðum þeim eftir frammistöðunni við prófið og svo voru þær efstu teknar eftir röð.“[c3a24d] Þá segir Ottó B. Arnar símaverkfræðingur að aðferðir Guðmundar hafi verið innleiddar í starfsemi Landssímans í grein í tímaritinu Sindra frá 1923.[950c2c]

Aðrar greinar í bókinni Vit og strit lýsa í mun víðara samhengi heimspeki Guðmundar og vinnusálfræði sem hann þróaði í gegnum reynslu sína og með áhrifum og kenningum úr ólíkum áttum. Hann fjallar til dæmis um menntun verkamanna og fer gegn boðorðum „Taylorimans“ þegar hann leggur áherslu á „djörfung, þrótt og vit“ sem helstu gildi verkamannsins. Guðmundur leggur áherslu á að verkamenn hafi þekkingu á því sem þeir eru að gera og finni hjá sér stolt af því að hugsa um verk sín af yfirsýn og í samhengi afurðanna. Í því samhengi …

Fáðu áskrift til að lesa

Áskrift að Vísbendingu hæfir þeim sem hafa gaman að óvilhöllum greiningum og gagn af greinargóðum upplýsingum um efnahagsmál, viðskipti og nýsköpun.

Næsta grein

Mest lesið
1
Gervigreind

Gervigreindin mun aldrei koma í stað mannlegra tengsla

2
Heimspeki

Tækniframfaratrú og veiklyndi mannsins

3
Leiðari

Allsherjar bylting þekkingar eða andlegt hrun vitsmuna

4
Alþjóðamál

Evrópa þarf að standa saman

5
Máltækni

Gervigreindarbyltingin: Úr fleipum í framþróun

6
Tækni

Gervigreind mun umbreyta heiminum

eldgos-bilamynd.original
Jarðvísindi 42. tbl.

Ljós­leið­ara­bylt­ing­in í nátt­úru­vár­vökt­un

Jarðskjálftamælingar hafa gjörbyltst á skömmum tíma með nýrri tækni, sem gerir nú mögulegt að nema hreyfingar jarðar af ótrúlegri nákvæmni í rauntíma og auka þannig öryggi í mati á fyrirboðum eldgosa.
Strandir 01
Heimspeki 42. tbl.

Tækni­fram­fara­trú og veik­lyndi manns­ins

Vaxandi áhrif gervigreindar draga fram gamlar hugmyndir um tækni, mennsku og sjálfræði sem vekja upp endurnýjaða heimspekilega og siðferðilega ígrundun.
_GSF1009
Atvinna 42. tbl.

Gervi­greind­ar­bylt­ing­in: Kost­uð af sér­fræð­ing­um en hag­nýtt af fyr­ir­tækj­um

Í nýrri könnun Visku kemur fram að sérfræðingar keyra gervigreindarbyltinguna áfram, fjármagna notkunina sjálfir og kalla eftir markvissri innleiðingu á vinnustöðum.
Halldór Jörgen
Gervigreind 42. tbl.

Gervi­greind­in mun aldrei koma í stað mann­legra tengsla

Ásgeir Brynjar Torfason ritstjóri ræðir við Halldór Jörgen Faurholt Olesen um gervigreind.

42225-Matrix-Red-Blue-Pill
Samfélag 42. tbl.

Sefj­un­ar­hag­kerf­ið og at­beini hönn­uða

Umbreytingarafl tækninnar birtist í mismunandi umgjörðum hagkerfisins, svo sem streymisveitu-, eftirlits-, hamfara- og anarkó-kapítalisma.
Sonar-festival
Listir 42. tbl.

Sköp­un skepnu sem skap­ar

Skapandi gervigreind umbreytir listsköpun svo að lögfræðin, siðfræðin, hugvísindin og listirnar hafa ærin verkefni fyrir höndum sem dregin eru upp með þremur ólíkum sviðsmyndum.
Skóli, menntun
Menntun 42. tbl.

Ný­sköp­un í þágu mennt­un­ar á tím­um örr­ar tækni­þró­un­ar

Ör tækniþróun kallar á endurnýjað menntakerfi þar sem menntatækni, rannsóknir og skýr stefna mætast til að tryggja gæði, aðgengi og ábyrga nýsköpun.
Umferð, Reykjavík
Tækni 42. tbl.

Gervi­greind mun um­breyta heim­in­um

Gervigreind þróast með fordæmalausum hraða og umbreytir þekkingarvinnu, vélmennum og innviðum. Samfélagslegar afleiðingar fela í sér kerfisleg úrlausnarefni og siðferðileg álitaefni.