USD 126,1 0,1%
EUR 147,2
GBP 169,4 -0,3%
DKK 19,7
SEK 13,7 -0,3%
NOK 12,5 -0,3%
CHF 158,1 -0,1%
CAD 91,0 -0,3%
JPY 0,8
Stýrivextir 7,2%
Verðbólga 4,5%
Mannfjöldi 393.160
USD 126,1 0,1%
EUR 147,2
GBP 169,4 -0,3%
DKK 19,7
SEK 13,7 -0,3%
NOK 12,5 -0,3%
CHF 158,1 -0,1%
CAD 91,0 -0,3%
JPY 0,8
Stýrivextir 7,2%
Verðbólga 4,5%
Mannfjöldi 393.160
Til baka

Tekj­ur hins op­in­bera

Trump og ólígarkarnir ásamt Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi og majónesframleiðendum er, að því er best verður séð, öllum umhugað um að tekjur hins opinbera séu sem minnstar.

Hið opinbera þarf að afla tekna, með sköttum, einnig opinberum gjöldum og jafnvel tollum. Forsíðugrein vikunnar fjallar um mikilvægi opinberra fjármála og samspilið við peningastefnu. Þess er beðið að ný ríkisstjórn leggi fram fjármálastefnu sem þingsályktun áður en tillaga um fjármálaáætlun til næstu fimm ára liggur fyrir, eigi síðar en í lok mars.

Undanfarið hefur staðið yfir ritdeila hér á síðum Vísbendingar um auðlindagjöld í sjávarútvegi, sem eru ein tekjuöflun ríkissjóðs. Í deilunni hefur annars vegar verið tekist á um hvort að hægt sé að innheimta skatta og gjöld af auðlindarentu. Hins vegar, er tekist á um hvort hægt sé að reikna út að hærri álögur á fyrirtæki í sjávarútvegi valdi minni landsframleiðslu.

Í síðustu viku var röksemdum höfunda skýrslunnar fyrir Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi svarað hér í Öðrum sálmum. Lesi þeir stutta seinni grein Ásgeirs Daníelssonar hér í blaði vikunnar skerpist ritdeilan enn. Auk þess sem þeir hafa möguleika á að svara annarri gagnrýnisgrein Þórólfs Matthíassonar frá því í síðustu viku.

Þá má einnig benda þeim og lesendum á tvo nýlega þætti Þetta helst Ríkisútvarpsins í þessari og síðustu viku þar sem fjallað er um miklar fjárfestingar fólks í sjávarútvegi, í meðal annars majónesi – enda vinsælt meðlæti með fiski nú sem fyrr.

Trump er líka kominn aftur. Erfitt er að vita hvað gerist, á þeim 1457 dögum sem eftir eru af seinni valdatíma hans, í stærsta efnahagsveldi heims. Af innsetningarathöfninni mátti þó skýrt greina umbreytingar. Þar birtist það sem Biden kallaði hið nýja auðræði (e. oligarchy) sem sjá mátti á þeim milljarðamæringum sem voru viðstaddir. Einn þeirra kemur við sögu í grein hér í blaðinu um nýlega bók tveggja Nóbelsverðlaunhafa síðasta árs og Panamaskurðurinn einnig sem Trump gæti ákveðið að eignast líkt og Grænland. „Skringilegt bull“ kallaði Bush ræðu Trumps fyrir átta árum, en nú þykir ekkert skrítið og allt getur gerst.

Næsta grein

Mest lesið
1
Gervigreind

Gervigreindin mun aldrei koma í stað mannlegra tengsla

2
Leiðari

Allsherjar bylting þekkingar eða andlegt hrun vitsmuna

3
Heimspeki

Tækniframfaratrú og veiklyndi mannsins

4
Máltækni

Gervigreindarbyltingin: Úr fleipum í framþróun

5
Tækni

Gervigreind mun umbreyta heiminum

6
Menntun

Nýsköpun í þágu menntunar á tímum örrar tækniþróunar

eldgos-bilamynd.original
Jarðvísindi 42. tbl.

Ljós­leið­ara­bylt­ing­in í nátt­úru­vár­vökt­un

Jarðskjálftamælingar hafa gjörbyltst á skömmum tíma með nýrri tækni, sem gerir nú mögulegt að nema hreyfingar jarðar af ótrúlegri nákvæmni í rauntíma og auka þannig öryggi í mati á fyrirboðum eldgosa.
Strandir 01
Heimspeki 42. tbl.

Tækni­fram­fara­trú og veik­lyndi manns­ins

Vaxandi áhrif gervigreindar draga fram gamlar hugmyndir um tækni, mennsku og sjálfræði sem vekja upp endurnýjaða heimspekilega og siðferðilega ígrundun.
_GSF1009
Atvinna 42. tbl.

Gervi­greind­ar­bylt­ing­in: Kost­uð af sér­fræð­ing­um en hag­nýtt af fyr­ir­tækj­um

Í nýrri könnun Visku kemur fram að sérfræðingar keyra gervigreindarbyltinguna áfram, fjármagna notkunina sjálfir og kalla eftir markvissri innleiðingu á vinnustöðum.
Halldór Jörgen
Gervigreind 42. tbl.

Gervi­greind­in mun aldrei koma í stað mann­legra tengsla

Ásgeir Brynjar Torfason ritstjóri ræðir við Halldór Jörgen Faurholt Olesen um gervigreind.

42225-Matrix-Red-Blue-Pill
Samfélag 42. tbl.

Sefj­un­ar­hag­kerf­ið og at­beini hönn­uða

Umbreytingarafl tækninnar birtist í mismunandi umgjörðum hagkerfisins, svo sem streymisveitu-, eftirlits-, hamfara- og anarkó-kapítalisma.
Sonar-festival
Listir 42. tbl.

Sköp­un skepnu sem skap­ar

Skapandi gervigreind umbreytir listsköpun svo að lögfræðin, siðfræðin, hugvísindin og listirnar hafa ærin verkefni fyrir höndum sem dregin eru upp með þremur ólíkum sviðsmyndum.
Skóli, menntun
Menntun 42. tbl.

Ný­sköp­un í þágu mennt­un­ar á tím­um örr­ar tækni­þró­un­ar

Ör tækniþróun kallar á endurnýjað menntakerfi þar sem menntatækni, rannsóknir og skýr stefna mætast til að tryggja gæði, aðgengi og ábyrga nýsköpun.
Umferð, Reykjavík
Tækni 42. tbl.

Gervi­greind mun um­breyta heim­in­um

Gervigreind þróast með fordæmalausum hraða og umbreytir þekkingarvinnu, vélmennum og innviðum. Samfélagslegar afleiðingar fela í sér kerfisleg úrlausnarefni og siðferðileg álitaefni.