USD 121,7 -0,7%
EUR 143,2 -0,3%
GBP 165,7 -0,1%
DKK 19,2 -0,3%
SEK 13,1 0,1%
NOK 12,4
CHF 153,1 -0,3%
CAD 88,1 -0,5%
JPY 0,8 -0,3%
Stýrivextir 7,5%
Verðbólga 3,8%
Mannfjöldi 391.810
USD 121,7 -0,7%
EUR 143,2 -0,3%
GBP 165,7 -0,1%
DKK 19,2 -0,3%
SEK 13,1 0,1%
NOK 12,4
CHF 153,1 -0,3%
CAD 88,1 -0,5%
JPY 0,8 -0,3%
Stýrivextir 7,5%
Verðbólga 3,8%
Mannfjöldi 391.810
Til baka

Grein

Um efna­hags­mál í Þýska­landi og hin­um Evr­ópu­ríkj­un­um

Þýska efnahagsundrið í evrópsku samhengi og vandamál þess með tilliti til framleiðslu og vinnumarkaðar til nánustu framtíðar og langtíma lausnar

Þegar litið er til efnahagsástands í Evrópu stendur Þýskaland upp úr. Þýskaland er langstærsta hagkerfi Evrópusambandsins og skiptir miklu máli í viðskiptum innan sambandsins. Þýsk fyrirtæki hafa einnig fjárfest mikið í öðrum ríkjum Evrópu, einkum í Austur-Evrópu og Þýskaland greiðir háar fjárhæðir í sameiginlega sjóði ESB. Það er því mikilvægt að vel gangi í efnahagslífi þar í landi. Þau vandamál sem stjórnvöld í Þýskalandi standa frammi fyrir eru svipuð og þau sem stjórnvöld í mörgum öðrum ríkjum ESB þurfa að leysa á næstu árum.

Þýska efnahagsundrið í sögulegu samhengi

Á myndinni hér að neðan er sýnd þróun vergrar landsframleiðslu (VLF) og einnig framleiðslu á mann í Bandaríkjunum, Bretlandi og Þýskalandi frá miðri nítjándu öld. Efri hluti myndarinnar sýnir VLF á mann. Þar sést að Bretland var leiðandi fram á 20. öldina en þá tóku Bandaríkin fram úr. Vegna hærri íbúafjölda varð VLF, sýnd á hægri helming myndarinnar, mun hærri í Bandaríkjunum en í nokkru öðru ríki á 20. öldinni.

Þýska efnahagsundrið varð eftir síðari heimsstyrjöld, VLF á mann óx hratt áratug eftir áratug. VLF varð hærri í Vestur-Þýskalandi en á Bretlandi á sjötta áratug síðustu aldar og Þýskaland þá leiðandi ríki í Evrópu. Á uppgangsárum Vestur-Þýskalands frá byrjun sjötta áratugarins fram til sameiningar Þýskalands þróaðist hagkerfi sem einkenndist af samráði fyrirtækja, launafólks, fjármagnsstofnana og ríkisvalds. Launafólk tók sæti í stjórnum fyrirtækja og er svo enn. Mikill hagvöxtur byggðist einkum á því að fyrirtæki tileinkuðu sér þá tækni sem fram hafði komið í Bandaríkjunum en einnig á samvinnu fjármagnseigenda og launafólks. …

Fáðu áskrift til að lesa

Áskrift að Vísbendingu hæfir þeim sem hafa gaman að óvilhöllum greiningum og gagn af greinargóðum upplýsingum um efnahagsmál, viðskipti og nýsköpun.

Næsta grein