Til baka

Grein

Vaxtarverkir

Borgin vex og hér er fjallað um landsskipulag, svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins og aðalskipulag borgarinnar, ásamt húsnæðisáætlun hennar og samgöngusáttmála svæðisins.

Mislaeg_gatnamot

Höfuðborgarsvæðið er ellefta stærsta þéttbýli Norðurlanda. Íbúar voru 239.733 nú í upphafi árs, samkvæmt tölum Hagstofunnar. Þeir eru 63% landsmanna. Af nýjum mannfjöldaspám Hagstofunnar fyrir allt landið má ætla að íbúar höfuðborgarsvæðisins verði um 324 þúsund árið 2040, plús mínus.[ed9800] Þeim fjölgar þá um 85 þúsund næstu sextán árin. Ef til einföldunar er reiknað með 2,4 íbúum á íbúð, og það hlutfall haldist óbreytt til 2040, kallar íbúafjölgunin á að byggja þurfi 35-36 þúsund íbúðir á höfuðborgarsvæðinu til ársins 2040, auk íbúða til að mæta uppsafnaðri þörf. Í því samhengi er áhugavert að Aðalskipulag Reykjavíkur 2040 og Húsnæðisáætlun Reykjavíkur 2024-2033 gefa svigrúm til að byggja hátt í 30 þúsund íbúðir bara í Reykjavík á þessu tímabili, án þess að byggðin teygi sig út fyrir vaxtamörk höfuðborgarsvæðisins.[6c5515]

Vaxtamörk: Skýr skil þéttbýlis og dreifbýlis

Alþingi samþykkti í vor landskipulagsstefnu 2024-2038. Þar er meðal annars kveðið á um „skýr skil milli þéttbýlis og dreifbýlis“. Fram kemur að vaxtarmörk þéttbýlisstaða skuli „skilgreind með það fyrir augum að efla viðkomandi þéttbýlisstað og standa um leið vörð um landbúnaðarland og önnur verðmæt landgæði“. Ennfremur að „Skipulag byggðar stuðli að sjálfbærri þróun þéttbýlisstaða með þéttri, samfelldri byggð, endurskipulagningu vannýttra svæða og eflingu nærsamfélags“.

Óhætt er að segja að þessi stefna sé í takt við tímann. Hún fellur vel að svæðisskipulagi og endurskoðuðum samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins – og þó lengra væri leitað. Vaxtamörk (e. urban growth boundaries, n. marka grensen) eiga býsna langa sögu víða um heim og er einkum ætlað tvennt: Í fyrsta …

Fáðu áskrift til að lesa

Áskrift að Vísbendingu hæfir þeim sem hafa gaman að óvilhöllum greiningum og gagn af greinargóðum upplýsingum um efnahagsmál, viðskipti og nýsköpun.

Næsta grein