USD 126,1 -0,3%
EUR 148,2 -0,1%
GBP 168,8 -0,3%
DKK 19,8 -0,1%
SEK 13,6 -0,4%
NOK 12,4 -0,6%
CHF 158,4 -0,4%
CAD 91,7 -0,3%
JPY 0,8 0,2%
Stýrivextir 7,2%
Verðbólga 3,7%
Mannfjöldi 393.160
USD 126,1 -0,3%
EUR 148,2 -0,1%
GBP 168,8 -0,3%
DKK 19,8 -0,1%
SEK 13,6 -0,4%
NOK 12,4 -0,6%
CHF 158,4 -0,4%
CAD 91,7 -0,3%
JPY 0,8 0,2%
Stýrivextir 7,2%
Verðbólga 3,7%
Mannfjöldi 393.160
Til baka

Vaxt­ar­verk­ir

Borgin vex og hér er fjallað um landsskipulag, svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins og aðalskipulag borgarinnar, ásamt húsnæðisáætlun hennar og samgöngusáttmála svæðisins.

Mislaeg_gatnamot

Höfuðborgarsvæðið er ellefta stærsta þéttbýli Norðurlanda. Íbúar voru 239.733 nú í upphafi árs, samkvæmt tölum Hagstofunnar. Þeir eru 63% landsmanna. Af nýjum mannfjöldaspám Hagstofunnar fyrir allt landið má ætla að íbúar höfuðborgarsvæðisins verði um 324 þúsund árið 2040, plús mínus.[ed9800] Þeim fjölgar þá um 85 þúsund næstu sextán árin. Ef til einföldunar er reiknað með 2,4 íbúum á íbúð, og það hlutfall haldist óbreytt til 2040, kallar íbúafjölgunin á að byggja þurfi 35-36 þúsund íbúðir á höfuðborgarsvæðinu til ársins 2040, auk íbúða til að mæta uppsafnaðri þörf. Í því samhengi er áhugavert að Aðalskipulag Reykjavíkur 2040 og Húsnæðisáætlun Reykjavíkur 2024-2033 gefa svigrúm til að byggja hátt í 30 þúsund íbúðir bara í Reykjavík á þessu tímabili, án þess að byggðin teygi sig út fyrir vaxtamörk höfuðborgarsvæðisins.[6c5515]

Vaxtamörk: Skýr skil þéttbýlis og dreifbýlis

Alþingi samþykkti í vor landskipulagsstefnu 2024-2038. Þar er meðal annars kveðið á um „skýr skil milli þéttbýlis og dreifbýlis“. Fram kemur að vaxtarmörk þéttbýlisstaða skuli „skilgreind með það fyrir augum að efla viðkomandi þéttbýlisstað og standa um leið vörð um landbúnaðarland og önnur verðmæt landgæði“. Ennfremur að „Skipulag byggðar stuðli að sjálfbærri þróun þéttbýlisstaða með þéttri, samfelldri byggð, endurskipulagningu vannýttra svæða og eflingu nærsamfélags“.

Óhætt er að segja að þessi stefna sé í takt við tímann. Hún fellur vel að svæðisskipulagi og endurskoðuðum samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins – og þó lengra væri leitað. Vaxtamörk (e. urban growth boundaries, n. marka grensen) eiga býsna langa sögu víða um heim og er einkum ætlað tvennt: Í fyrsta lagi að vernda útivistarsvæði, vatnsverndarsvæði, náttúruminjar og í sumum tilvikum ræktunarland, við ytri mörk borga og bæja. Í öðru lagi er þeim ætlað að kom í veg fyrir of mikla dreifingu byggðarinnar því dreifingin leiðir til lélegrar landnýtingar, mikils innviðakostnaðar, sem leggst á allt samfélagið, og gerir alla þjónustu langsóttari og fábreyttari.

Gildandi svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins nefnist Höfuðborgarsvæðið 2040 og var samþykkt árið 2015. Það er sameiginleg stefna sveitarfélaganna Garðabæjar, Hafnarfjarðarkaupstaðar, Kjósarhrepps, Kópavogsbæjar, Mosfellsbæjar, Reykjavíkurborgar og Seltjarnarnesbæjar um náið samstarf, skipulagsmál og hagkvæman vöxt svæðisins til ársins 2040. Höfuðborgarsvæðið er skilgreint sem eitt búsetusvæði, einn atvinnu- og húsnæðismarkaður með sameiginlegu grunnkerfi, útivistarsvæði, auðlindum og náttúru.

Svæðisskipulagsnefnd, sem skipuð er fulltrúum allra sveitarfélaganna sjö, ályktaði einróma í upphafi kjörtímabilsins fyrir tveimur árum að unnið verði á grundvelli gildandi svæðisskipulags með áorðnum breytingum. Síðan segir „Ekki er að svo stöddu lagt til að ráðist verði í heildarendurskoðun svæðisskipulags á kjörtímabilinu en einstaka breytingar verða teknar til efnislegrar meðferðar þegar slík erindi berast frá aðildarsveitarfélögum.“

Ef þetta er haft í huga virkar umræða um að strax þurfi að ráðast í breytingar á svæðisskipulaginu, jafnvel taka það alveg upp, til að hægt sé byggja nægt íbúðarhúsnæði næstu árin, sérkennileg. Reyndar verður að hafa í huga að byggingarland Kópavogs og Seltjarnarness er svo gott sem þrotið. Hafnfirðingar þurfa líka að búa við það að þynningarsvæði álversins takmarkar uppbyggingu íbúðarhúsnæðis og sama má segja um eldsumbrot á Reykjanesi. Samt leiðir úttekt á uppbyggingarmöguleikum í ljós að byggja má fimmtíu til sextíu þúsund íbúðir á höfuðborgarsvæðinu innan vaxtarmarka. Það ætti að nægja vel fram yfir miðja öldina. Mestir uppbyggingarmöguleikar eru í Reykjavík.

Fyrir fáeinum áratugum var stundum haft á orði að sjórinn tæki lengi við. Það virðist líka hafa verið nokkuð útbreidd skoðun að náttúran hefði óþrjótandi endurnýjunarkraft og þess vegna væri til að mynda óhætt að sækja stíft í helstu fiskistofna ár eftir ár. Svo kom svört skýrsla Hafrannsóknarstofnunar árið 1975, hrun blasti við, takmarka þurfti veiðarnar, níu árum síðar var kvótakerfinu komið á. Takmörkun aflans virðist hins vegar hafa leitt til vandaðri vinnslu, meiri gæða og stóraukinna verðmæta aflans. Hvernig ágóðinn af veiðunum, vinnslunni og sölunni dreifist er annað mál. Þetta er nefnt hér vegna þess að viðhorf til landnotkunar á höfuðborgarsvæðinu hefur frá sirka 1960 mótast af þeirri hugsun að gott byggingarland sé nánst óþrjótandi og þess vegna þurfi ekki að leggja áherslu á góða landnýtingu. Í skýringarmynd sem fylgir svæðisskipulaginu sést að á árabilinu 1985 til 2012 fjölgaði íbúum á höfuðborgarsvæðinu um 70.000 og undir þá fjölgun var lagt gríðarmikið land. Svo mikið raunar að það er augljóslega útilokað að leggja jafnmikið land undir næstu 70.000 manns. Myndin sýnir jafnframt að byggðin þynntist verulega á þessum árum.[0c4970] Hún varð æ strjálli, óhagkvæmari, erfiðari í þjónustu og …

Fáðu áskrift til að lesa

Áskrift að Vísbendingu hæfir þeim sem hafa gaman að óvilhöllum greiningum og gagn af greinargóðum upplýsingum um efnahagsmál, viðskipti og nýsköpun.

Næsta grein

Mest lesið
1
Samfélag

Tekjumissir við barneignir

2
Alþjóðamál

Evrópa þarf að standa saman

3
Grein

Ekki séns að þetta sé hægt – án staðla

4
Leiðari

Allsherjar bylting þekkingar eða andlegt hrun vitsmuna

5
Máltækni

Gervigreindarbyltingin: Úr fleipum í framþróun

6
Efnahagsmál

Efnahagslegur stöðugleiki og áfangar losunar fjármagnshafta

Skóli, menntun
Menntun 42. tbl.

Ný­sköp­un í þágu mennt­un­ar á tím­um örr­ar tækni­þró­un­ar

Ör tækniþróun kallar á endurnýjað menntakerfi þar sem menntatækni, rannsóknir og skýr stefna mætast til að tryggja gæði, aðgengi og ábyrga nýsköpun.
Umferð, Reykjavík
Tækni 42. tbl.

Gervi­greind mun um­breyta heim­in­um

Gervigreind þróast með fordæmalausum hraða og umbreytir þekkingarvinnu, vélmennum og innviðum. Samfélagslegar afleiðingar fela í sér kerfisleg úrlausnarefni og siðferðileg álitaefni.
Margrét Hugrún gervigreind
Mannfræði 42. tbl.

Úr buxna­vasa upp í him­in­hvolf

Áhrif tækniþróunarhraða á menningu og samfélög og mikilvægi stafrænnar mannfræði í nútímanum.
Háskólinn á Akureyri
Menntun 42. tbl.

Hlut­verk gervi­­­greind­ar á há­skóla­stigi

Frá Háskólanum á Akureyri: Gervigreind breytir forsendum menntunar og kallar á nýja hæfni, siðferðislega ígrundun og skýra ábyrgð þar sem mannleg dómgreind stýrir tækninni.

Daglegt líf
Máltækni 42. tbl.

Gervi­greind­ar­bylt­ing­in: Úr fleip­um í fram­þró­un

Uppbygging stórra mállíkana skapar áskoranir fyrir íslenska tungu. Tryggja þarf að gervigreind skilji fjölbreytt tungutak samfélagsins og styrkja þarf máltækni til framtíðar.
_GSF1019
Leiðari 42. tbl.

Alls­herj­ar bylt­ing þekk­ing­ar eða and­legt hrun vits­muna

Gervigreind er hér tekin til umfjöllunar í tólf greinum og einu viðtali út frá ólíkum sjónarhornum fræðimanna og sérfræðinga, velt er upp menningarlegum, tæknilegum og samfélagslegum áhrifum hennar, ógnunum, tækifærum og varanlegri umbreytingu daglegs lífs, vinnu, lista og menntunar.
Hanna Katrín Friðriksson
Gervigreind 42. tbl.

Ís­land áfram í far­ar­broddi

Ríkisstjórnin markar atvinnustefnu til að efla samkeppnishæfni atvinnulífsins og tryggja verðmætasköpun til framtíðar.
Vetur
Efnahagsmál 41. tbl.

Efna­hags­leg­ur stöð­ug­leiki og áfang­ar los­un­ar fjár­magns­hafta