Höfuðborgarsvæðið er ellefta stærsta þéttbýli Norðurlanda. Íbúar voru 239.733 nú í upphafi árs, samkvæmt tölum Hagstofunnar. Þeir eru 63% landsmanna. Af nýjum mannfjöldaspám Hagstofunnar fyrir allt landið má ætla að íbúar höfuðborgarsvæðisins verði um 324 þúsund árið 2040, plús mínus.
Vaxtamörk: Skýr skil þéttbýlis og dreifbýlis
Alþingi samþykkti í vor landskipulagsstefnu 2024-2038. Þar er meðal annars kveðið á um „skýr skil milli þéttbýlis og dreifbýlis“. Fram kemur að vaxtarmörk þéttbýlisstaða skuli „skilgreind með það fyrir augum að efla viðkomandi þéttbýlisstað og standa um leið vörð um landbúnaðarland og önnur verðmæt landgæði“. Ennfremur að „Skipulag byggðar stuðli að sjálfbærri þróun þéttbýlisstaða með þéttri, samfelldri byggð, endurskipulagningu vannýttra svæða og eflingu nærsamfélags“.
Óhætt er að segja að þessi stefna sé í takt við tímann. Hún fellur vel að svæðisskipulagi og endurskoðuðum samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins – og þó lengra væri leitað. Vaxtamörk (e. urban growth boundaries, n. marka grensen) eiga býsna langa sögu víða um heim og er einkum ætlað tvennt: Í fyrsta …