USD 125,7 -0,3%
EUR 147,2 -0,4%
GBP 168,0 -0,6%
DKK 19,7 -0,4%
SEK 13,5 -0,4%
NOK 12,4 -0,1%
CHF 158,0 -0,4%
CAD 91,1 -0,4%
JPY 0,8 -1,3%
Stýrivextir 7,2%
Verðbólga 3,7%
Mannfjöldi 393.160
USD 125,7 -0,3%
EUR 147,2 -0,4%
GBP 168,0 -0,6%
DKK 19,7 -0,4%
SEK 13,5 -0,4%
NOK 12,4 -0,1%
CHF 158,0 -0,4%
CAD 91,1 -0,4%
JPY 0,8 -1,3%
Stýrivextir 7,2%
Verðbólga 3,7%
Mannfjöldi 393.160
Til baka

Vel­ferð­ar­mál eru kjara­mál

Sáttin sem nást þarf í kjarasamningum komandi árs verður að innifela félagslegar umbætur og má ekki þrengja að foreldrum ungra barna eða leggja þyngri byrðar á lág- og millitekjufólk. Verkalýðshreyfingin þarf að sýna framsækni, samstöðu og kjark til að efla velferðina en ekki láta stjórnvöld og atvinnurekendur komast upp með að skerða hana.

leikskoli01
Mynd: Unsplash

Nú við árslok 2023 eru blikur á lofti í íslensku efnahagslífi. Verðbólgan hefur reynst þrálát og það ætti að vera löngu ljóst að háir stýrivextir geta aldrei einir og sér kveðið hana niður. Kaupmáttur ráðstöfunartekna hefur dregist verulega saman í fyrsta sinn í ellefu ár og forsendur gildandi kjarasamninga eru brostnar.[e081d6] Kostnaðurinn við að eiga þak yfir höfuð er orðinn alltof hár, hvort sem er til eigu eða leigu, og nauðsynjavörur hafa stórhækkað í verði. Loks hefur hið opinbera staðið fyrir gjaldskrárhækkunum og þannig hellt olíu á eldinn. Allt hefur þetta áhrif á launafólk og lífsgæði almennings. Þetta er hið stóra viðfangsefni komandi kjarasamninga.

Verkalýðshreyfingin er að sumu leyti komin á kunnuglegar slóðir. Ákall um einhvers konar þjóðarsátt, samhliða því byggja hús og tryggja kaupmáttinn, eru gamalkunn stef. Vissulega er mikilvægt að koma böndum á verðbólguna og húsnæðismál skipta þar einna mestu. En meðulin þurfa að vera fleiri ef markmiðið er að byggja upp gott og fjölskylduvænt samfélag þar sem almenn lífsgæði eru mikil. Þar eru velferðarmál lykilþáttur.

Mælikvarðar á styrk velferðarkerfisins

Á árunum eftir síðari heimsstyrjöld óx þeirri skoðun ásmegin víða um heim að eitt af megin hlutverkum ríkisins væri að byggja upp almenna heilbrigðisþjónustu og sterkt, almennt velferðarkerfi. Þessi hugsun hefur farið halloka; hún fór illa út úr nýfrjálshyggjutímanum og niðurskurðartímanum eftir efnahagshrunið árið 2008. Þess í stað er nú litið á heilbrigðisþjónustu og velferðarmál öðru fremur sem kostnaðarliði sem þurfi að lækka. Heilbrigðis- og velferðarkerfin séu í raun uppfull af „tækifærum til hagræðingar“ og þar sem þeim sleppi þá sé nauðsynlegt að tryggja að enginn sem á krónu með gati fái þjónustu nema láta krónuna með gatinu á móti. Þessa gætir í athugasemdum á borð við „ég hef efni á að borga fyrir að fara til heimilislæknis og ætti því ekki að fá þá þjónustu ókeypis“ og „auðvitað eiga foreldrar að greiða meira fyrir leikskóladvöl barna sinna, greiðsluþátttaka þeirra hefur farið minnkandi“.

Undirliggjandi er sá áróður nýfrjálshyggjunnar að greiði fólk meira fyllist það „kostnaðarvitund“ og nýti þjónustuna með réttari hætti. Aukin gjaldheimta rati jafnframt sjálfkrafa inn í hina félagslegu innviði. Þessi röksemdafærsla er hins vegar studd óskhyggju, fremur en gögnum. Komugjöld til heimilislækna geta fækkað komum vegna kostnaðar, sem er ekki jákvætt, og þau hafa ekki áhrif á innlagnir á sjúkrahús eða umfangsmeiri heilbrigðisþjónustu.[486fbe] Hvað leikskólamálin varðar myndi aukin greiðsluþátttaka verða tekin út á hinum endanum, það er að framlög hins opinbera drægjust saman. Í þeim löndum þar sem leikskólagjöld eru hæst, til dæmis Bandaríkjunum og Bretlandi, eru leikskólakennarar og annað starfsfólk eftir sem áður á lágum launum. Leikskólaþjónusta hefur verið gróðavædd þannig að hluti af greiðslu úr vasa foreldra ratar beint til einkaaðila.[f03107] Ekki er heldur unnt að halda því fram að gæði leikskólastarfsins séu sjálfkrafa meiri. Enn fremur hefur fjármagnsvæðing menntunar ekki gefið af sér góða raun, þar sem nemendur (og foreldrar) fara að líta á sig sem neytendur og gera kröfur sem slíkir.

Frá vöggu til grafar

Styrkleika velferðarkerfis má mæla í því hvernig það mætir einstaklingum og fjölskyldum á viðkvæmum tímum lífsins, eins og á fyrstu æviárunum og eftir starfslok. Á þennan mælikvarða má segja að íslenskt velferðarkerfi – sem þó hefur mikla burði í alþjóðlegu samhengi – sé ekki sérlega burðugt.

Þegar nýtt barn kemur í heiminn sæta foreldrar þeirra tekjuskerðingu sem nemur milljónum króna.[ad0492] Umönnunarbilið einkennist af ófyrirsjáanleika og óöryggi, sem er bæði efnahagslegt og andlegt, og það sama á við þegar aldraðir þurfa á meiri þjónustu að halda. Þrátt fyrir endalaus fyrirheit er heimaþjónusta takmörkuð, hjúkrunarheimilin anna ekki eftirspurn og hluti aldraðra býr við efnahagslega óvissu.

Hvort sem litið er til leikskóla eða hjúkrunarheimila þá hefur þörfin fyrir pláss verið ljós lengi. Óskhyggja stjórnmálamanna á hverjum tíma virðist vera að vandamálið leysist af sjálfu sér. Börn geti verið lengur í umsjá ættingja og aldraðir dvalið lengur heima án þjónustu. En það er ekki þannig. Birtingarmyndirnar eru örvæntingarfullir og blankir foreldrar annars vegar og hins vegar sá stóri hópur aldraðra sem liggur inni á Landspítala á hverjum degi en ætti með réttu að búa á góðu og öruggu hjúkrunarheimili. Margfeldisáhrifin ná inn á fjölda vinnustaða, leiða til aukins ójöfnuðar og birtast á bráðamóttöku Landspítala þar sem ekki er hægt að koma fólki áfram inn á legudeildir því þar liggur fólk í öllum rúmum. Áhrifanna gætir líka inni á heimilum og í fjölskyldulífi fólks, þar sem þau draga úr heilsu, jafnrétti og hamingju.

Reyndin er sú að tekjutengingar eru yfirleitt svo harkalegar að aðeins langtekjulægsta fólk samfélagsins rúmast …

Fáðu áskrift til að lesa

Áskrift að Vísbendingu hæfir þeim sem hafa gaman að óvilhöllum greiningum og gagn af greinargóðum upplýsingum um efnahagsmál, viðskipti og nýsköpun.

Næsta grein

Mest lesið
1
Samfélag

Tekjumissir við barneignir

2
Alþjóðamál

Evrópa þarf að standa saman

3
Heimspeki

Tækniframfaratrú og veiklyndi mannsins

4
Grein

Ekki séns að þetta sé hægt – án staðla

5
Leiðari

Allsherjar bylting þekkingar eða andlegt hrun vitsmuna

6
Tækni

Gervigreind mun umbreyta heiminum

eldgos-bilamynd.original
Jarðvísindi 42. tbl.

Ljós­leið­ara­bylt­ing­in í nátt­úru­vár­vökt­un

Jarðskjálftamælingar hafa gjörbyltst á skömmum tíma með nýrri tækni, sem gerir nú mögulegt að nema hreyfingar jarðar af ótrúlegri nákvæmni í rauntíma og auka þannig öryggi í mati á fyrirboðum eldgosa.
Strandir 01
Heimspeki 42. tbl.

Tækni­fram­fara­trú og veik­lyndi manns­ins

Vaxandi áhrif gervigreindar draga fram gamlar hugmyndir um tækni, mennsku og sjálfræði sem vekja upp endurnýjaða heimspekilega og siðferðilega ígrundun.
_GSF1009
Atvinna 42. tbl.

Gervi­greind­ar­bylt­ing­in: Kost­uð af sér­fræð­ing­um en hag­nýtt af fyr­ir­tækj­um

Í nýrri könnun Visku kemur fram að sérfræðingar keyra gervigreindarbyltinguna áfram, fjármagna notkunina sjálfir og kalla eftir markvissri innleiðingu á vinnustöðum.
Halldór Jörgen
Gervigreind 42. tbl.

Gervi­greind­in mun aldrei koma í stað mann­legra tengsla

Ásgeir Brynjar Torfason ritstjóri ræðir við Halldór Jörgen Faurholt Olesen um gervigreind.

42225-Matrix-Red-Blue-Pill
Samfélag 42. tbl.

Sefj­un­ar­hag­kerf­ið og at­beini hönn­uða

Umbreytingarafl tækninnar birtist í mismunandi umgjörðum hagkerfisins, svo sem streymisveitu-, eftirlits-, hamfara- og anarkó-kapítalisma.
Sonar-festival
Listir 42. tbl.

Sköp­un skepnu sem skap­ar

Skapandi gervigreind umbreytir listsköpun svo að lögfræðin, siðfræðin, hugvísindin og listirnar hafa ærin verkefni fyrir höndum sem dregin eru upp með þremur ólíkum sviðsmyndum.
Skóli, menntun
Menntun 42. tbl.

Ný­sköp­un í þágu mennt­un­ar á tím­um örr­ar tækni­þró­un­ar

Ör tækniþróun kallar á endurnýjað menntakerfi þar sem menntatækni, rannsóknir og skýr stefna mætast til að tryggja gæði, aðgengi og ábyrga nýsköpun.
Umferð, Reykjavík
Tækni 42. tbl.

Gervi­greind mun um­breyta heim­in­um

Gervigreind þróast með fordæmalausum hraða og umbreytir þekkingarvinnu, vélmennum og innviðum. Samfélagslegar afleiðingar fela í sér kerfisleg úrlausnarefni og siðferðileg álitaefni.