Til baka

Grein

Verðbólguvæntingar Seðlabankans

Áhrif væntinga um verðbólgu á útreikninga sem liggja ákvörðunum peningastefnunefndar til grundvallar eru hér til gagnrýninnar umfjöllunar.

dsf2858
Mynd: Golli

Með lagasetningu árið 2001 var ákveðið að meginmarkmið Seðlabanka Íslands væri að stuðla að stöðugu verðlagi. Þetta fyrirkomulag var þá víða í gildi. Hagfræðina að baki því má einkum rekja til Miltons Friedman og Roberts Lucas. Megindrættir hennar eru að verðbólga sé peningalegt fyrirbæri og væntingar hafi sterk áhrif á efnahagslífið. Auk bankans sjálfs féllust almenningur, ríkisstjórn, launþegasamtök og atvinnurekendur fljótlega á forystuhlutverk hans og ábyrgð á þessu sviði. Með lögum sem tóku gildi 2020 var Fjármálaeftirlitið flutt til Seðlabankans og bætt við ákvæðum um að hann stuðlaði að fjármálastöðugleika og traustri og öruggri fjármálastarfsemi. Ekkert var þó dregið úr áherslu á markmiðið um stöðugt verðlag og á 5 ára fresti skal rannsaka hvernig honum hafi tekist til við það.

Samkvæmt hagfræðinni að baki því að fela Seðlabankanum ábyrgðina á að halda stöðugu verðlagi fylgir verðbólgan „Phillips ferli að viðbættum væntingum”. Veigamesti þáttur þess eru verðbólguvæntingar, en breytingar á launakostnaði, innflutningsverði og framleiðsluspennu geta valdið skammtímasveiflum.

Þjóðhagslíkön

Þjóðhagsstofnun var lögð niður 2002. Í framhaldi af því kom Seðlabankinn sér sjálfur upp þjóðhagslíkani, QMM, með ársfjórðungsgildum og síðan hefur það verið endurskoðað þrisvar (Ásgeir Daníelsson o.fl., 2006, 2009, 2015 og 2019). Gagnasafnið sem stuðst er við er stöðugt uppfært. Í inngangi lýsinga líkansins stendur að líkanið feli í sér mat bankans á mikilvægustu samböndum í efnahagskerfinu og tengingu við stefnuna í peningamálum. Þar segir einnig að sambönd hagstærða séu einkum metin eftir raunstærðum og þannig vegi samræmi við raunveruleikann þyngra en nákvæm fylgni við hagfræðina.

Eftirfarandi yfirlýsing birtist í málgagni bankans …

Fáðu áskrift til að lesa

Áskrift að Vísbendingu hæfir þeim sem hafa gaman að óvilhöllum greiningum og gagn af greinargóðum upplýsingum um efnahagsmál, viðskipti og nýsköpun.

Næsta grein