Til baka

Grein

Vextir gætu tekið að lækka í lok ágúst

Greining Íslandsbanka telur að forsendur séu fyrir vaxtalækkun eftir sumarið.

Peningalegt aðhald Seðlabankans er talsvert um þessar mundir og vangaveltur um hvenær vaxtalækkunarferli muni hefjast. Þá er ekki heldur ljóst hversu lágt vextir fara, þ.e. í hvaða punkti vaxtalækkunarferli kemur til með að ljúka. Stýrivextir hafa verið óbreyttir í 9,25% síðan í ágúst 2023 eftir 8,5 prósenta hækkun frá vordögum 2021. Með hjaðnandi verðbólgu hafa raunstýrivextir þó hækkað undanfarna fjórðunga og endurspegla þeir peningalegt aðhald um þessar mundir eftir umtalsverðan slaka allt fram í ársbyrjun 2023. Áhrifa vaxtahækkana gætir víða, en í þessari grein verður farið yfir áhrif hárra vaxta og teiknuð upp mynd af því hvert hagkerfið stefnir með hliðsjón af þjóðhagsspá Íslandsbanka[826ed6].

Einkaneysla

Einkaneyslan hefur skipt niður um gír en hún dróst saman milli ára seinustu tvo fjórðunga síðasta árs. Samdráttur í kortaveltu innanlands að raunvirði, stærstan hluta síðasta árs og á fyrsta fjórðungi þessa árs, ber með sér áhrif hækkandi raunvaxta. Þrátt fyrir það stóð einkaneysla fyrsta fjórðungs þessa árs nánast í stað og jókst aðeins um 0,2%. Í heild nam vöxtur einkaneyslu aðeins 0,5% árið 2023 en svo hægur hefur hann ekki verið frá faraldursárinu 2020. Þessi litli vöxtur skrifast m.a. á litla aukningu kaupmáttar, háa vexti og verðbólgu, enda hefur einkaneysla kólnað allverulega.

Hátt vaxtastig hefur einna helst kælt einkaneyslu með tvennu móti. Annars vegar verður beinn kostnaður neyslu hærri, t.d. með hærri greiðslukortavöxtum. Þá leiðir hærri greiðslubyrði húsnæðislána til þess að minna verður eftir til að ráðstafa til neyslu í hverjum mánuði. Tilfærsla lánþega í verðtryggð lán hefur þó dregið aðeins úr …

Fáðu áskrift til að lesa

Áskrift að Vísbendingu hæfir þeim sem hafa gaman að óvilhöllum greiningum og gagn af greinargóðum upplýsingum um efnahagsmál, viðskipti og nýsköpun.

Næsta grein