Stýrivextir 7,2%
Verðbólga 4,5%
Mannfjöldi 393.160
Stýrivextir 7,2%
Verðbólga 4,5%
Mannfjöldi 393.160
Til baka

Vext­ir gætu tek­ið að lækka í lok ágúst

Greining Íslandsbanka telur að forsendur séu fyrir vaxtalækkun eftir sumarið.

Peningalegt aðhald Seðlabankans er talsvert um þessar mundir og vangaveltur um hvenær vaxtalækkunarferli muni hefjast. Þá er ekki heldur ljóst hversu lágt vextir fara, þ.e. í hvaða punkti vaxtalækkunarferli kemur til með að ljúka. Stýrivextir hafa verið óbreyttir í 9,25% síðan í ágúst 2023 eftir 8,5 prósenta hækkun frá vordögum 2021. Með hjaðnandi verðbólgu hafa raunstýrivextir þó hækkað undanfarna fjórðunga og endurspegla þeir peningalegt aðhald um þessar mundir eftir umtalsverðan slaka allt fram í ársbyrjun 2023. Áhrifa vaxtahækkana gætir víða, en í þessari grein verður farið yfir áhrif hárra vaxta og teiknuð upp mynd af því hvert hagkerfið stefnir með hliðsjón af þjóðhagsspá Íslandsbanka[826ed6].

Einkaneysla

Einkaneyslan hefur skipt niður um gír en hún dróst saman milli ára seinustu tvo fjórðunga síðasta árs. Samdráttur í kortaveltu innanlands að raunvirði, stærstan hluta síðasta árs og á fyrsta fjórðungi þessa árs, ber með sér áhrif hækkandi raunvaxta. Þrátt fyrir það stóð einkaneysla fyrsta fjórðungs þessa árs nánast í stað og jókst aðeins um 0,2%. Í heild nam vöxtur einkaneyslu aðeins 0,5% árið 2023 en svo hægur hefur hann ekki verið frá faraldursárinu 2020. Þessi litli vöxtur skrifast m.a. á litla aukningu kaupmáttar, háa vexti og verðbólgu, enda hefur einkaneysla kólnað allverulega.

Hátt vaxtastig hefur einna helst kælt einkaneyslu með tvennu móti. Annars vegar verður beinn kostnaður neyslu hærri, t.d. með hærri greiðslukortavöxtum. Þá leiðir hærri greiðslubyrði húsnæðislána til þess að minna verður eftir til að ráðstafa til neyslu í hverjum mánuði. Tilfærsla lánþega í verðtryggð lán hefur þó dregið aðeins úr virkni peningastefnu um þennan farveg.

Hins vegar kælir vaxtastigið einkaneyslu með hærri fórnarkostnaði. Þegar tekjum er ráðstafað til neyslu er verið að fórna ávöxtun sparnaðar. Innlán heimilanna hafa aukist síðustu misseri og bera merki hærri fórnarkostnaðar neyslu, enda tiltölulega auðvelt að ávaxta sparifé á jákvæðum raunvöxtum þessa dagana með lágmarksbindingu- og áhættu. Á þennan mælikvarða hafa stýrivextir skilað tilætluðum árangri.

Þrátt fyrir þetta hefur miðlun peningastefnunnar í gegnum húsnæðismarkað veikst undanfarið í mörgum hagkerfum, þar með talið Íslandi. Í nýlegri rannsókn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins[51e7cd], sem Ísland var þó ekki hluti af, kemur fram að áhrif peningastefnu á húsnæðismarkað séu minni eftir því sem hærra hlutfall fasteignalána er á föstum vöxtum og hámarksveðsetningarhlutfall er hærra. Þá má einnig áætla að hækkandi hlutfall verðtryggðra lána dragi úr miðluninni með svipuðum hætti. Eftir því sem fleiri vextir losna á fleiri fasteignalánum þegar líður á árið ættu þó áhrif peningastefnunnar á húsnæðismarkað að koma æ skýrar í ljós.

Með vaxtalækkunarferli, hjöðnun verðbólgu og hóflegan kaupmáttarvöxt í augsýn gerum við ráð fyrir að einkaneysla taki við sér á seinni hluta árs og aukningin verði nægileg til þess að vöxtur verði á árinu, þó hann verði ekki mikill. Við teljum hann svo eiga eftir að taka hressilega við sér næstu tvö ár. Á þennan mælikvarða hafa stýrivextir skilað tilætluðum árangri án þess þó að kæla einkaneyslu um of. Við spáum 0,8% vexti einkaneyslu í ár, 2,2% árið 2025 og 2,8% árið 2026.

Vinnumarkaður

Á síðasta ári mældist atvinnuleysi 3,2% og hafði þá ekki mælst lægra síðan 2018. Spennu gætir enn, en hún fer minnkandi í takt við minni innlenda eftirspurn og háa vexti. Fyrstu fjóra mánuði ársins hefur atvinnuleysi verið 3,8% að meðaltali í samanburði við 3,55% á sama tímabili í fyrra. Í könnun Gallup meðal stjórnenda 400 stærstu fyrirtækja landsins vildu 30% fjölga starfsfólki en 12% vildu fækka. Með minnkandi spennu á vinnumarkaði dregur jafnt og þétt úr þörf fyrir frekara aðflutt vinnuafl. Við spáum því að atvinnuleysi verði að jafnaði 3,9% á þessu ári, 4,1% 2025 og 4,0% 2026. Þá teljum við niðurstöðu nýlega kjarasamninga leiða til stöðnunar í kaupmætti í ár en skila kaupmáttarvexti næstu ár. Við spáum því að laun hækki um 5,7% í ár, 5,1% árið 2025 og 4,7% árið 2026. Ljóst er að kjarasamningar hafa eytt mikilli óvissu, en þó á enn stór hluti vinnumarkaðar eftir að undirrita samninga og spenna á vinnumarkaði getur ýtt undir launaskrið á spátímanum. Miðað við þessa spá mun kaupmáttur nánast standa í stað á þessu ári, vaxa um 1,3% árið 2025 og 1,5% árið 2026.

Íslenskur vinnumarkaður er býsna sveigjanlegur í samanburði við flest önnur iðnríki. Kemur þar ýmislegt til, svo sem tiltölulega auðvelt streymi vinnuafls til og frá landinu, mikil atvinnuþátttaka námsfólks, sveiflur í aðsókn í framhaldsmenntun sem markast af þróun atvinnuleysis og sveigjanleiki í starfslokum þeirra sem eru að ljúka starfsævi sinni. Því er ólíklegt að mikið atvinnuleysi verði verulegur dragbítur á lífskjör og vöxt hér á landi á komandi árum, en vissulega bendir margt til þess að vinnumarkaður sæki í aukið jafnvægi á komandi fjórðungum eftir mikla spennu undanfarin misseri.

Ferðaþjónusta

Ferðaþjónustan kemur líklega til með að vera ráðandi þáttur í þróun atvinnuleysis og verðbólgu á næstu misserum. Ferðamannastraumurinn til Íslands það sem af er ári hefur verið heldur kraftminni en við áttum von á í ársbyrjun. Á síðasta ári fjölgaði ferðafólki til landsins myndarlega, en í ár eru horfur á hægustu fjölgun ferðafólks í prósentum talið síðasta áratug, að undanskildum fækkunarárunum 2019 og 2020. Að okkar mati eru fyrir því þrjár meginástæður:

  • Jarðhræringar á Reykjanesi og erlend fjölmiðlaumfjöllun um þær hefur dregið úr áhuga á Íslandsferðum
  • Nýjabrumið við Íslandsferðir virðist vera að dvína og aðrir áþekkir áfangastaðir á borð við hin Norðurlöndin njóta vaxandi vinsælda
  • Dregið hefur úr ferðagleði á heimsvísu eftir því sem sparifé frá faraldrinum hefur þorrið og uppsöfnuðum ferðaþorsta frá faraldurstímanum hefur verið svalað

Við teljum vaxandi líkur á að um þessar mundir sé …

Fáðu áskrift til að lesa

Áskrift að Vísbendingu hæfir þeim sem hafa gaman að óvilhöllum greiningum og gagn af greinargóðum upplýsingum um efnahagsmál, viðskipti og nýsköpun.

Næsta grein

Mest lesið
1
Gervigreind

Gervigreindin mun aldrei koma í stað mannlegra tengsla

2
Heimspeki

Tækniframfaratrú og veiklyndi mannsins

3
Leiðari

Allsherjar bylting þekkingar eða andlegt hrun vitsmuna

4
Alþjóðamál

Evrópa þarf að standa saman

5
Máltækni

Gervigreindarbyltingin: Úr fleipum í framþróun

6
Tækni

Gervigreind mun umbreyta heiminum

eldgos-bilamynd.original
Jarðvísindi 42. tbl.

Ljós­leið­ara­bylt­ing­in í nátt­úru­vár­vökt­un

Jarðskjálftamælingar hafa gjörbyltst á skömmum tíma með nýrri tækni, sem gerir nú mögulegt að nema hreyfingar jarðar af ótrúlegri nákvæmni í rauntíma og auka þannig öryggi í mati á fyrirboðum eldgosa.
Strandir 01
Heimspeki 42. tbl.

Tækni­fram­fara­trú og veik­lyndi manns­ins

Vaxandi áhrif gervigreindar draga fram gamlar hugmyndir um tækni, mennsku og sjálfræði sem vekja upp endurnýjaða heimspekilega og siðferðilega ígrundun.
_GSF1009
Atvinna 42. tbl.

Gervi­greind­ar­bylt­ing­in: Kost­uð af sér­fræð­ing­um en hag­nýtt af fyr­ir­tækj­um

Í nýrri könnun Visku kemur fram að sérfræðingar keyra gervigreindarbyltinguna áfram, fjármagna notkunina sjálfir og kalla eftir markvissri innleiðingu á vinnustöðum.
Halldór Jörgen
Gervigreind 42. tbl.

Gervi­greind­in mun aldrei koma í stað mann­legra tengsla

Ásgeir Brynjar Torfason ritstjóri ræðir við Halldór Jörgen Faurholt Olesen um gervigreind.

42225-Matrix-Red-Blue-Pill
Samfélag 42. tbl.

Sefj­un­ar­hag­kerf­ið og at­beini hönn­uða

Umbreytingarafl tækninnar birtist í mismunandi umgjörðum hagkerfisins, svo sem streymisveitu-, eftirlits-, hamfara- og anarkó-kapítalisma.
Sonar-festival
Listir 42. tbl.

Sköp­un skepnu sem skap­ar

Skapandi gervigreind umbreytir listsköpun svo að lögfræðin, siðfræðin, hugvísindin og listirnar hafa ærin verkefni fyrir höndum sem dregin eru upp með þremur ólíkum sviðsmyndum.
Skóli, menntun
Menntun 42. tbl.

Ný­sköp­un í þágu mennt­un­ar á tím­um örr­ar tækni­þró­un­ar

Ör tækniþróun kallar á endurnýjað menntakerfi þar sem menntatækni, rannsóknir og skýr stefna mætast til að tryggja gæði, aðgengi og ábyrga nýsköpun.
Umferð, Reykjavík
Tækni 42. tbl.

Gervi­greind mun um­breyta heim­in­um

Gervigreind þróast með fordæmalausum hraða og umbreytir þekkingarvinnu, vélmennum og innviðum. Samfélagslegar afleiðingar fela í sér kerfisleg úrlausnarefni og siðferðileg álitaefni.