Til baka

Frétt

Vísbendingarverðlaunin veitt í fyrsta sinn

Vísbendingarverðlaunin eru veitt á stórafmælisviðburði Vísbendingar 16. júní 2023 í fyrsta sinn. Verðlaunin eru skref í að efla efnahagsumræðu á Íslandi og eru veitt framúrskarandi lokaverkefni í viðskipta- og hagfræði.

Selma Dagmar Óskarsdóttir
Selma Dagmar Óskarsdóttir, sigurvegari Vísbendingarverðlauna árið 2023, með lokaverkefni sitt til meistaraprófs í viðskiptafræði.

Vísbendingarverðlaunin eru veitt á stórafmælisviðburði Vísbendingar 16. júní 2023 í fyrsta sinn. Verðlaunin eru skref í að efla efnahagsumræðu á Íslandi og eru veitt framúrskarandi lokaverkefni í viðskipta- og hagfræði. Lokaverkefnið þarf einnig að veita nýja innsýn inn í gangverk íslensks efnahags.

Sigurvegari Vísbendingarverðlaunanna í ár er hún Selma Dagmar Óskarsdóttir fyrir lokaverkefni sitt Birting frumkvöðlaeiginleika á opinbera og almenna markaðnum: Samanburður á frumkvöðlaeiginleikum á milli opinbera og almenna markaðarins með kyn að leiðarljósi. Lokaverkefnið var til meistaraprófs í viðskiptafræði og hlaut 9 í einkunn.

Í ritgerðinni er skoðuð birting frumkvöðlaeiginleika milli opinbera og almenna geirans með þeirri aðferð að mæla þætti á við frumkvöðlaásetning og áhættusækni og var jafnframt leitast eftir að meta áhrif kyns á fyrrgreinda þætti. Rannsókn ritgerðarinnar er megindleg og byggir á gögnum úr spurningakönnun sem dreift var m.a. til ýmissa fyrirtækja. Þátttakendur voru í heildina 1.019 og var svarhlutfall tiltölulega hátt.

Niðurstöður rannsóknarinnar sýndu m.a. að munur er á frumkvöðlaeiginleikum milli geira. Frumkvöðlaásetningur og áhættusækni mældust hærri á almenna markaðnum en þeim opinbera. Einnig kom í ljós að karlar skoruðu hærra en konur á frumkvöðlaásetningi og áhættusækni.

Selmu er óskað til hamingju með þennan ágæta árangur.

Næsta grein