Til baka

Grein

Að skipta kökunni

Svigrúmið til kjarabóta sem þó felast að mestu í að bæta upp tapaðan kaupmátt er mikið til umræðu. Í þessari grein er launahlutfallið sett í samhengi við raungengisvísitölu miðaða við verðlag og laun auk þess sem lækkandi skuldir fyrirtækja styrkja möguleikana á auknu svigrúmi.

Á næstu vikum kemur í ljós hvort aðilar vinnumarkaðarins nái samkomulagi um kjarasamninga sem stuðla að efnahagslegum stöðugleika en bæði verðbólga og vaxtastig eru núna umfram þau viðmið sem horft er til. Væntingar eru að með aðkomu stjórnvalda skapist þjóðarsátt í anda þeirrar sem gerð var um 1990. Bæði verðbólga og vextir lækkuðu (hratt) í kjölfarið.

Fyrst verður farið yfir forsöguna á því hvernig efnahagslífið – einkum hagfræðin – ákvað hvernig skipta bæri þeim verðmætum sem framleidd eru á hverjum tíma á milli þeirra sem eiga framleiðslufyrirtækin (fjármagnsins) og þeirra sem búa til afurðirnar (vinnuaflsins) – þ.e. verðmætasköpun tímabilsins. Þá verður fjallað um hvernig launahlutfallið hefur verið að þróast og hvort sú þróun bendi til innistæðu fyrir launahækkunum[06b337].

Hér er eingöngu verið að fjalla um skiptingu þeirra verðmæta sem efnahagslífið skapar á hverju tímabili og kallast vergar þáttatekjur[a463bb] – sem er samtala launa og tengdra liða, afskrifta og rekstrarafgangs. Ekki er verið að horfa til ávöxtunar á eignaflokkum eins og hlutabréfum og fasteignum.

Forsagan

Um 1960 gerði hagfræðingurinn Nicholas Kaldor merkilegar athuganir um samspil tiltekinna hagstærða í Bandaríkjunum. Byggt að miklu leyti á vinnu annarra[7bf21d] komst hann að því að tiltekin hlutföll virtu Þetta hlutfall ásamt öðrum st þróast eins og fastar yfir tíma. Eitt af þessum hlutföllum segir til um hvernig verðmætasköpun er skipt á milli framleiðsluþátta hagkerfisins; fjármagns og vinnuafls.

Athuganir Kaldors bentu til að hlutur launa hefði verið um 2/3 og hlutur fjármagns um 1/3 þegar horft var til áratuganna á undan. Þetta …

Fáðu áskrift til að lesa

Áskrift að Vísbendingu hæfir þeim sem hafa gaman að óvilhöllum greiningum og gagn af greinargóðum upplýsingum um efnahagsmál, viðskipti og nýsköpun.

Næsta grein