Til baka

Grein

Afnám óvissu í húsnæðislánveitingum

Ef höfuðstóll húsnæðislána þróaðist með mælingu á virði húsnæðis í stað neysluvísitölu yrði óvissu aflétt af lántakendum.

Reykjavík íbúðir
Mynd: Shutterstock

Venjulega eru lánveitingar til húsnæðiskaupa bundnar við verðtryggð eða óverðtryggð lán. Tengingin við verðtryggð lán reyndist afar illa árin eftir hrun og greiðslubyrði óverðtryggðra lána getur sveiflast eins og jójó. Þessi grein fjallar um kosti þess að binda lánveitingar til húsnæðiskaupa við húsnæðisvísitölu.

Verðtryggð lán

Stór hluti landsmanna missti húsnæði sitt í kjölfar hrunsins árið 2008. Samkvæmt gögnum Alþingis (Alþingi, 2017b) neyddust um 5.500 einstaklingar til þess að selja húsnæði sitt árin 2010–2013. Þórólfur Matthíasson (2021) telur að um 2.000 til 3.500 nauðungarsölur húseigna hafi átt sér stað sem tengja megi beint við eftirmála hrunsins. Stór hluti þeirra sem misstu húsnæði sitt neyddust til þess að fara á leigumarkaðinn, en töpuðu einnig þeim sparnaði sem lagður var í húsnæðið þegar það var keypt. Hlutfall heimila á leigumarkaði fór úr 17% árið 2007 í 28% árið 2012 (Félagsmálaráðuneytið, 2015).

Helstu ástæður þess að íslensk heimili lentu í greiðsluerfiðleikum vegna hrunsins voru tvíþættar. Fyrri ástæðan er sú að margir einstaklingar misstu vinnuna. Seinni ástæðan er uppsetning verðtryggðra lána á Íslandi, sem á þeim tímapunkti var lánaform nánast allra húsnæðislána á Íslandi. Með falli íslensku krónunnar hækkaði verð innfluttra vara gífurlega, sem endurspeglaðist í neysluvísitölunni og olli því að höfuðstóll verðtryggðra lána hækkaði um 30%. Á sama tíma lækkaði húsnæðisverð um 15–20% (Már Wolfgang Mixa & Kristín Loftsdóttir, 2021). Lækkun húsnæðisverðs, sem vigtar um 25–30% af neysluvísitölunni, olli því að neysluvísitalan hækkaði ekki enn frekar (Már Wolfgang Mixa, 2019) en áhrif þessa samspils voru engu að síður þau að eigið fé margra hvarf. …

Fáðu áskrift til að lesa

Áskrift að Vísbendingu hæfir þeim sem hafa gaman að óvilhöllum greiningum og gagn af greinargóðum upplýsingum um efnahagsmál, viðskipti og nýsköpun.

Næsta grein