Til baka

Aðrir sálmar

Alþjóðavæðing og fjármálavæðing

Fjármálavæðing og alþjóðavæðing haldast í hendur. Alþjóðavæðing felur í sér margar áskoranir. Ábyrgðarskylda fjármálastofnana er að veita fjármagni til góðra verkefna en ekki slæmra.

deilimynd-asgeirbrynjar

Fjármálavæðing og alþjóðavæðing haldast í hendur, bæði í sögulegu samhengi og í ljósi nýlegra viðburða. Hagkerfi heimsins varð nánast allt fyrir áhrifum af fjármálakrísunni 2008 og heimsfaraldrinum 2020.

Fjölbreytileiki fyrirtækja, stofnana og landa er lykilatriði til að viðnámsþróttur gegn áskorunum eflist. Einsleitni leiðir til veikingar og jafnvel hruns, hvort sem er varðandi líffræðileg vistkerfi eða efnahagsleg viðskiptakerfi.

Nú þegar að endurræsingu er lokið eftir stöðvun efnahagsvélar heimsins og reykurinn af höktinu í startinu fokinn er næst á dagskrá að halda taktinum stöðugum. Hægagangur er nauðsynlegur til að taka af stað að nýju án þess að ofhita eða yfirkeyra snúning efnahagsvélarinnar.

Hagvaxtarhorfur í heiminum eru mildar samkvæmt nýjustu spá Alþjóðagjaldeyrissjóðsins sem að kynntar voru á suðurströnd Miðjarðarhafsins í norðurhluta Afríku um síðustu helgi. Marokkó fundurinn var merkilegur fyrir margra hluta sakir en samhljómurinn þaðan snýr einna helst að því að hærri vextir virðast komnir til að vera og lægri vöxtur á við um allan heim.

Almennt er hagvöxtur álitin góður og meiri hagvöxtur betri en minni. Samt getur ofvöxtur verið af hinu slæma. Auðvelt er að reka bæði fyrirtæki og ríkissjóði þegar vöxtur er öflugur. En þá þarf að stuðla að sjálfbærni á víðtæku sviði sem grundvelli til framtíðar frekar en að pissa í skóinn sinn fyrir skammtímalausn eða skyndigróða. Þegar að herðir reynir á og afhjúpast hver standa vel.

Þar skiptir ábyrgðarskylda fjármálastofnana einnig máli. Þeirra hlutverk er að veita fjármagni til góðra verkefna en ekki slæmra. Skilgreiningin á því hvað sé gott er vissulega að lánið verði endurgreitt og með hæfilegum vöxtum sem endurspegli áhættuna. Ábyrgðin snýr einnig að því að veita ekki fjármagni til skaðlegrar starfsemi. Hámörkun hagnaðar er ekki endilega besti leiðarvísirinn sé eigendum annt um að banki lifi af og dafni til lengri tíma.

Næsta grein