Til baka

Grein

Árangurslitlar aðgerðir á húsnæðismarkaði

Hagfræðingur Viðskiptaráðs greinir stuðningsaðgerðir stjórnvalda á húsnæðismarkaði og kemst að þeirri niðurstöðu að þær hafi unnið gegn markmiðum sínum en kallar eftir sértækari stuðningi til markvissari aðgerða.

IMG_1885
Mynd: Gunnar Úlfarsson hagfræðingur Viðskiptaráðs

Mikið hefur borið á umræðu um hækkandi húsnæðiskostnað að undanförnu. Húsaskjól er í senn eitt af því sem skiptir einstaklinga mestu máli og fátt er mikilvægara en skilvirkur húsnæðismarkaður fyrir almenna hagsæld. Í ljósi stöðunnar á húsnæðismarkaði í dag vekur það ekki furðu að spjótin beinist nú að þeim sem fara með völdin. Færa má rök fyrir því að staðan sé ekki ófyrirséð en margir þættir munu ráða því hvernig húsnæðismálin koma til með að þróast.

Sögulega hátt vaxtastig hefur gert þeim sem hyggjast festa kaup á fasteign erfiðara fyrir að fóta sig á húsnæðismarkaði. Aðgengi að fjármagni skiptir ekki síður máli þegar kemur að eftirspurn eftir íbúðarhúsnæði. Áhrif hærra fasteignaverðs eru einnig til staðar þótt áhrif þess séu fyrirferðarminni nú um stundir. Staðan sem nú er uppi hefur orðið til þess að magna upp ákall eftir aðgerðum á húsnæðismarkaði sem jafnan fela í sér inngrip stjórnvalda.

Hækkun á húsnæðisverði helsta orsök hárra afborgana

Mánaðarleg greiðsla af óverðtryggðu íbúðarláni fyrir 65 fermetra fasteign árið 2023 hefur hækkað um tæplega 240 þúsund frá árinu 2011. Af opinberri umræðu að dæma þá er um að ræða fordæmalausar aðstæður á húsnæðismarkaði, en undanfarinn áratug hefur gjarnan borið á umræðu um erfiða stöðu kaupenda samhliða hækkandi fasteignaverði.[f720db] Rétt er að halda því til haga að meðalráðstöfunartekjur hafa ríflega tvöfaldast yfir sama tímabil og nemur hækkunin ríflega 230 þúsund krónum á mánuði. Hvað býr að baki þessari greiðslubyrði?

Fasteignaverð, aðgengi að lánsfé, tekjur og vaxtakjör eru meðal ráðandi þátta á eftirspurnarhlið húsnæðismarkaðarins. Eftir fjórtán …

Fáðu áskrift til að lesa

Áskrift að Vísbendingu hæfir þeim sem hafa gaman að óvilhöllum greiningum og gagn af greinargóðum upplýsingum um efnahagsmál, viðskipti og nýsköpun.

Næsta grein