Til baka

Grein

Ástin, umhyggjan og kapphlaupið við tímann – hið ósýnilega valdatafl

Hvað veldur kynjaójöfnuði í stjórnendastöðum? Tíminn og valdið yfir honum skipta þar máli auk þess sem menningarleg og kynjuð afstaða til þess hvernig umhyggjan og ástarkrafturinn eiga sér stað leika mikilvægt hlutverk.

dsf5703
Mynd: Golli

Um heim allan eru karlar í meirihluta þeirra sem gegna áhrifastöðum á vinnumarkaði, en hlutfall kvenna sem gegnir slíkum stöðum er meðal þeirra mælikvarða sem eru notaðir til að meta jafnrétti kynjanna. Í kjölfar bankahrunsins 2008 varð krafan um jafnt hlutfall kvenna og karla við ákvarðanatöku innan fyrirtækja og stofnana hávær á Íslandi, líkt og víða á Vesturlöndum (Stjórnarráð Íslands, 2010; Evrópuþingið, 2011). Stjórnvöld hér á landi hafa síðan tekið mikilvæg skref til að stuðla að auknu kynjajafnrétti, meðal annars í stjórnum fyrirtækja og stofnana. Árið 2010 tóku gildi lög um kynjakvóta í stjórnum fyrirtækja með fleiri en 50 starfsmenn og ári síðar í stjórnum allra lífeyrissjóða. Árið 2022 hafði það markmið laganna um 40% kynjahlutfall í stjórnum næstum náðst í fyrirtækjum sem telja 250 starfsmenn eða fleiri. Þar var hlutfall kvenna 36,9% en í minni fyrirtækjum var hlutfall stjórnarkvenna undir 30%. Konur eru stjórnarformenn einungis í fjórðungi þessara fyrirtækja (Hagstofa Íslands, 2022).

Ýmsir höfðu væntingar um að þótt lög um kynjakvóta tækju einungis til kynjahlutfalls í stjórnum, þá myndu smitáhrif verða til þess að fjölga jafnframt kvenkyns framkvæmdastjórum, enda er sérstaklega kveðið á um það í lögum um hlutafélög að gæta skuli að kynjahlutföllum við ráðningu framkvæmdastjóra. Sú þróun er hægari en vonast var til (Lög nr. 2/1995).

Á mynd 1 má sjá þróun hlutfalls kvenkyns og karlkyns framkvæmdarstjóra, stjórnarformanna og stjórnarmanna í fyrirtækjum með 250 starfsmenn eða fleiri á árunum 2010 – 2022. Hlutfall kvenkyns framkvæmdastjóra hækkaði lítillega á tímabilinu, en þær voru 7 (10,1%) árið 2010 og …

Fáðu áskrift til að lesa

Áskrift að Vísbendingu hæfir þeim sem hafa gaman að óvilhöllum greiningum og gagn af greinargóðum upplýsingum um efnahagsmál, viðskipti og nýsköpun.

Næsta grein