Til baka

Grein

Aukin atvinnuþátttaka fólks með skerta starfsgetu

Grundvallarbreyting sem verður með nýjum lögum um almannatryggingar kallar eftir auknum fjölda hlutastarfa frá atvinnulífinu, strax á næsta ári!

Í kjölfar gildistöku endurskoðaðra laga um almannatryggingar sem samþykkt voru á Alþingi síðasta sumar, má vænta mikillar aukningar fólks með skerta starfsgetu í atvinnuleit og vonandi í framhaldinu á vinnumarkaði. Eitt af meginmarkmiðum endurskoðunar laganna var að skapa hvata fyrir einstaklinga með skerta starfgetu til að vera virk á vinnumarkaði. Fyrir atvinnurekendur getur falist mikill ávinningur í að ráða fólk með skerta starfsgetu í vinnu. Rannsóknir hafa sýnt að ávinningurinn getur falist í fjölbreyttari þekkingu innan vinnustaða, aukinni nýsköpun og samkeppnishæfni, meiri hollustu starfsmanna, betra orðspori fyrirtækis og að lokum fjárhagslegum og samfélagslegum ábata.

Með breyttum lögum, sem munu taka gildi 1. september 2025, verður örorkulífeyriskerfið einfaldað til muna, t.a.m. verður einn greiðsluflokkur örorkulífeyris í stað nokkurra í dag og nýtt fyrirkomulag, samræmt sérfræðimat verður innleitt til að meta örorku og endurhæfingu.

Niðurstöður úr samræmdu sérfræðimati geta verið þrenns konar. Í fyrsta lagi getur virkni einstaklings á vinnumarkaði verið metin 25% eða minni til langframa vegna langvarandi alvarlegs heilsubrests eða fötlunar sem myndi tryggja honum rétt til fulls örorkulífeyris.

Í öðru lagi getur virkni einstaklings til vinnu verið metin 26–50% vegna langvarandi eða alvarlegs heilsubrests eða fötlunar. Það þýðir að viðkomandi myndi fara á hlutaörorkulífeyri sem er 82% af örorkulífeyri. Hlutaörorka á að gera fólki kleift að auka tekjur sínar með atvinnu eftir því sem fólk getur til þess að ná lágmarksframfærslu. Hlutaörorkulífeyristakar eiga rétt á sérstökum virknisstyrk meðan á virkri atvinnuleit stendur. Fjárhæð virknisstyrks verður 68.400 kr. og verður hægt að fá styrkinn í allt að 24 mánuði, meðan …

Fáðu áskrift til að lesa

Áskrift að Vísbendingu hæfir þeim sem hafa gaman að óvilhöllum greiningum og gagn af greinargóðum upplýsingum um efnahagsmál, viðskipti og nýsköpun.

Næsta grein