Til baka

Grein

Blikur á lofti á tvískiptum leigumarkaði

Óhagnaðardrifin félög halda húsaleigu stöðugri en markaðsdrifin leiga hækkar umfram verðlag. Framboð húsnæðis heldur ekki í við eftirspurn nú fremur en áður.

Reykjavík

Markaðsleiga hækkar ört þessa stundina, en kraftar á bæði framboðs- og eftirspurnarhlið leigumarkaðarins hafa skapað þrýsting til verðhækkana á síðustu árum. Stjórnvöld hafa brugðist við ástandinu með því að stuðla að auknu framboði á íbúðum innan almenna íbúðakerfisins[12e19a], auk lagabreytinga sem miða að því að bæta réttarstöðu leigjenda. Staða leigjenda sem eru á hagnaðardrifnum leigumarkaði hefur hins vegar versnað og ekki er útlit fyrir að hún batni fyrr en framboð leiguíbúða eykst.

Markaðsleiga fjarlægist meðalleigu á höfuðborgarsvæðinu

Á milli júlímánaða 2023 og 2024 hækkaði vísitala leiguverðs um 15,1%. Þessi hækkun er töluvert umfram verðbólgu og hækkun íbúðaverðs á sama tímabili, en verðbólgan mældist 6,3% í júlí og 12 mánaða hækkun vísitölu íbúðaverðs nam 11% í sama mánuði. Leita þarf aftur til ársins 2017 til að finna viðlíka hækkun á markaðsleigu umfram verðbólgu.

Með markaðsleigu er átt við leigusamninga um hefðbundnar íbúðir sem eru í eigu einstaklinga og fyrirtækja sem rekin eru í hagnaðarskyni en samkvæmt upplýsingum úr Leiguskrá HMS er rétt rúmur helmingur (53%) íbúða í skránni á höfuðborgarsvæðinu rekin í hagnaðarskyni í eigu hagnaðardrifinna leigufélaga eða einstaklinga.[50e4e1]

markadsleiga_og_medalleiga_a_hofudborgarsvaedinu

Utan hagnaðardrifna leigumarkaðarins má finna leiguhúsnæði sem ekki er rekið á markaðsforsendum og skilgreina má sem niðurgreiddar, en þar eru meðtaldar félagslegar íbúðir, stúdentaíbúðir og íbúðir fyrir aldraða. Annað hvort eru þessar íbúðir fjármagnaðar með stuðningi frá hinu opinbera eða þá ákvarðast leiguverð þeirra ekki af markaðsforsendum.

Á þessum tveimur mörkuðum er mikill munur á leiguverði. Óhagnaðardrifin leigufélög og sveitarfélög bjóða upp á leiguhúsnæði á umtalsvert lægra leiguverði en …

Fáðu áskrift til að lesa

Áskrift að Vísbendingu hæfir þeim sem hafa gaman að óvilhöllum greiningum og gagn af greinargóðum upplýsingum um efnahagsmál, viðskipti og nýsköpun.

Næsta grein