Til baka

Grein

Borgarmenning sem hreyfiafl framfara, nýsköpunar og frjálslyndis

Yfirlitsgrein um bókina Samfélag eftir máli eftir Harald Sigurðsson sem hlaut íslensku bókmennaverðlaunin í flokki fræðirita og bóka almenns eðlis í síðustu viku. Stiklað er á stóru um miklvæga þætti úr efnistökum bókarinnar í hagrænu ljósi. Hún er stórvirki sem nær yfir skipulagssögu borgar, bæja og þorpa á Íslandi á síðustu öld. Þar er einnig rakin hugmyndasaga og innleiðing módernismans hérlendis. Sem felur í sér átök um hugsjónir, baráttu fyrir hugmyndum og nýjum straumum.

Mynd1
Siglufjörður í byrjun 4. áratugar. Getum við sagt að Siglufjörður hafi verið hin íslenska „iðnaðarborg“, þar sem ríkti hömlulaus vöxtur og umbreyting samfélags og byggðar var stjórnlaus og ógnarhröð?
Mynd: Ljósmyndasafn Reykjavíkur

Bókin Samfélag eftir máli segir sögu skipulagsgerðar í Reykjavík og í völdum bæjum og þorpum á Íslandi. Megin viðfangsefni hennar er á sviði borgarskipulags, arkitektúrs og borgarhönnunar. Fjallað er um hið byggða umhverfi (e. built environment) í víðu samhengi en einkum það sem er úthugsað, skipulagt og hannað af sérmenntuðum fagmönnum undir stjórn opinberra yfirvalda. Í tíma afmarkast sögusviðið aðallega við þróun þéttbýlis eftir að hin alþjóðlegu skipulagsfræði og módernisminn í arkitektúr tóku að hasla sér völl í kringum aldamótin 1900.

Þegar fjallað er um fræðin um skipulag bæja og borga í samtímanum er óhjákvæmilegt að grafast fyrir um eðli og tilurð þéttbýlismyndunar í hinu stóra sögulega og samfélagslega samhengi; hversu margbrotið fyrirbæri borgin og þéttbýlið er og þýðingu þess sem hreyfiafls í þróun mannlegs samfélags. Vikið er sérstaklega að borgarmyndun og iðn- og markaðsvæðingu samfélaga á Vesturlöndum á 19. öldinni, þegar grundvöllur nútímasamfélagsins varð til. Tilurð húsnæðismála, þróun nútíma heimilishátta og fjölskyldulífs, neyslumenningar og tísku, atvinnuhátta, samgangna og veitukerfa og heilbrigðismála fá því sína umfjöllun í bókinni og almennt félagsfræði og hagfræði borgarinnar og þéttbýlismyndunar.

Mynd3
Lækjartorg árið 1957. Þegar byrjað var markvisst að leggja drög að bílaborginni Reykjavík, má ætla að hlutdeild strætisvagna í heildarfjölda ferða í bænum hafi verið vel yfir 30%. Þrátt fyrir það var höfuðáhersla bæjaryfirvalda að greiða götu einkabílsins.
Mynd: Ljósmyndasafn Reykjavíkur

Þverfræðilegri nálgun við ritun bókarinnar

Að gerð skipulags koma ávallt margar fagstéttir og sérfræðingar og rannsóknir á borginni og þéttbýlinu eru stundaðar innan fjölmargra háskóladeilda. Hinn þekkingarfræðilegi grundvöllur er því víðfeðmur og ef …

Fáðu áskrift til að lesa

Áskrift að Vísbendingu hæfir þeim sem hafa gaman að óvilhöllum greiningum og gagn af greinargóðum upplýsingum um efnahagsmál, viðskipti og nýsköpun.

Næsta grein