Til baka

Grein

Ekki bara fiskur, ferðamenn og fallvötn

Helstu atriði og tillögur úr skýrslu um framlag menningar og skapandi greina til verðmætasköpunar á Íslandi í grein eftir skýrsluhöfund

dji-20240422211203-0702-d
Mynd: Golli

„Maður er manns gaman“ segir í Hávamálum. Máltækið lýsir menningu þar sem mannleg samskipti eru talin vera ein helsta forsenda hamingjunnar. Menningin og sköpun eru í eðli sínu óþrjótandi auðlind sem eingöngu takmarkast af hugmyndum mannskepnunnar. Menningin og listsköpunin eru eins og vatnslind sem aldrei þornar upp. Hugmyndaheimur sem er ótakmarkaður og er í raun grunnurinn að sérstöðu greinarinnar og setur vaxtarmöguleika hennar í mjög sérstakt ljós.

Menningin er sameiginleg okkur öllum og við öll leggjum til hennar. Þótt menning sé í eðli sínu sjálfsprottin er hlutverk stjórnvalda í menningu og umgjörð hennar mikilvægt. Slíkt er ekki síst hægt að rekja til þess að menningarstarfsemi býr við svokallaðan markaðsbrest sem lýsir sér þannig að án aðkomu stjórnvalda verður einfaldlega til minna af menningarstarfsemi og sköpun. Þetta getur komið ýmsum spánskt fyrir sjónir en er engu að síður niðurstaða hagfræðinnar. Án stuðnings stjórnvalda mun hinn frjálsi markaður stuðla að fábreyttari menningu en ella. Markaðsbrestir réttlæta því inngrip stjórnvalda.

Þetta skýrist af öðru hagfræðilegu hugtaki sem kallast jákvæð ytri áhrif. Sé markaðurinn látinn óáreittur verður til minni og einsleitari menning en annars þar sem markaðsaðilar eiga erfitt með að taka tillit til jákvæðra ytri áhrifa af menningarstarfsemi sinni, s.s. á samfélagið í heild sinni eða á aðra einstaklinga. Verðmætasköpun og ábati menningarstarfsemi nær því út fyrir ábata þess aðila sem stendur að starfseminni.

Þess vegna hafa stjórnvöld mikilvægu hlutverki að gegna í menningarstarfsemi. Það er því bæði skynsamlegt og hagkvæmt að styðja við hana. Sé stuðst við hugmyndaheim hagfræðinnar þá einfaldlega „borgar …

Fáðu áskrift til að lesa

Áskrift að Vísbendingu hæfir þeim sem hafa gaman að óvilhöllum greiningum og gagn af greinargóðum upplýsingum um efnahagsmál, viðskipti og nýsköpun.

Næsta grein