USD 125,7 -0,5%
EUR 147,2 -0,1%
GBP 169,9
DKK 19,7 -0,2%
SEK 13,7 0,1%
NOK 12,6 0,3%
CHF 158,5 -0,1%
CAD 91,3 -0,4%
JPY 0,8 -0,2%
Stýrivextir 7,2%
Verðbólga 4,5%
Mannfjöldi 393.160
USD 125,7 -0,5%
EUR 147,2 -0,1%
GBP 169,9
DKK 19,7 -0,2%
SEK 13,7 0,1%
NOK 12,6 0,3%
CHF 158,5 -0,1%
CAD 91,3 -0,4%
JPY 0,8 -0,2%
Stýrivextir 7,2%
Verðbólga 4,5%
Mannfjöldi 393.160
Til baka

End­ur­skoð­uð um­gjörð op­in­berra fjár­mála

Mikilvægu samkomulagi meðal fjármálaráðherra Evrópusambandslandanna var náð rétt fyrir jól um hvernig að fjármálareglur um skuldalækkun og hallarekstur opinberra fjármála tækju aftur gildi nú í ár. Þar skiptir mestu hvernig umgjörð reglnanna er aðlöguð breyttum aðstæðum eftir heimsfaraldur og skuldaaukningu vegna hans auk annarra áskorana í opinberum rekstri.

Fjármálaráðherrar Evrópusambandsins náðu samkomulagi rétt fyrir jól um hvernig endurskoðun á samhæfðum fjármálareglum fyrir opinber fjármál ríkja sambandsins skyldi útfærð. Fjármálareglurnar höfðu verið teknar úr sambandi árið 2020 vegna heimsfaraldurs líkt og í öðrum löndum heims. Hérlendis munu fjármálareglur sem teknar voru úr sambandi ekki taka gildi fyrr en í upphafi ársins 2026 og engin endurskoðun á þeim stendur yfir þannig að skuldalækkunarreglan mun þá taka gildi af mikilli hörku, auk þess sem vaxtakostnaður hins opinbera hér er mun hærri en í Evrópusambandinu.

Nýja regluumgjörðin í Evrópusambandinu verður töluverðan tíma að ná virkni en ljóst er að í hnotskurn þá er horfið frá því að taka of bókstaflega viðmiðunartölur í grundvallarsamningum Evrópusambandsins, án efnahagslegs samhengis. Þekktastar eru þær viðmiðunartölur sem Maastricht samningurinn festi í sessi, varðandi hámarks halla ríkissjóðs sem 3% af vergri landsframleiðslu, hámarks viðmið opinberra skulda sem 60% af vergri landsframleiðslu og að þær skuldir sem séu þar umfram skuli lækka um 1/20 hluta eða 5% á ári.

Eftir því sem skuldir ríkja voru meiri því harðari var samdráttarskrafan á opinber fjármál þannig að bæði varð óraunhæft að ná því marki að lækka skuldirnar og vann það einnig gegn því að eftirlit Evrópusambandsins með opinberum fjármálum gerði raunverulegt gagn.

Hinar nýju reglur taka mismunandi tilliti til upphafsstöðu skuldanna, vaxtarmöguleikum landanna og í hvað hin opinberu útgjöld fara. Þrátt fyrir það er ekki horfið frá kröfunni um að koma skuldastöðunni á lækkunarferil, en gefið er aðlögunartímabil til að ná því. Lækkunarhlutfallið er einnig minna þannig að mildara verður að koma skuldalækkunarferlinu í gang. Þá er mælikvarðinn sem notaður er einfaldaður.

Blind tölustafstrú er á útleið en þess í stað er horft til framsýnna greininga á sjálfbærni skulda, mismunandi stöðu ólíkra landa og möguleikanum á að lengja aðlögunartíma úr fjórum í sjö ár ef að umbætur og fjárfestingar hins opinbera …

Fáðu áskrift til að lesa

Áskrift að Vísbendingu hæfir þeim sem hafa gaman að óvilhöllum greiningum og gagn af greinargóðum upplýsingum um efnahagsmál, viðskipti og nýsköpun.

Næsta grein

Mest lesið
1
Gervigreind

Gervigreindin mun aldrei koma í stað mannlegra tengsla

2
Leiðari

Allsherjar bylting þekkingar eða andlegt hrun vitsmuna

3
Heimspeki

Tækniframfaratrú og veiklyndi mannsins

4
Máltækni

Gervigreindarbyltingin: Úr fleipum í framþróun

5
Tækni

Gervigreind mun umbreyta heiminum

6
Menntun

Nýsköpun í þágu menntunar á tímum örrar tækniþróunar

eldgos-bilamynd.original
Jarðvísindi 42. tbl.

Ljós­leið­ara­bylt­ing­in í nátt­úru­vár­vökt­un

Jarðskjálftamælingar hafa gjörbyltst á skömmum tíma með nýrri tækni, sem gerir nú mögulegt að nema hreyfingar jarðar af ótrúlegri nákvæmni í rauntíma og auka þannig öryggi í mati á fyrirboðum eldgosa.
Strandir 01
Heimspeki 42. tbl.

Tækni­fram­fara­trú og veik­lyndi manns­ins

Vaxandi áhrif gervigreindar draga fram gamlar hugmyndir um tækni, mennsku og sjálfræði sem vekja upp endurnýjaða heimspekilega og siðferðilega ígrundun.
_GSF1009
Atvinna 42. tbl.

Gervi­greind­ar­bylt­ing­in: Kost­uð af sér­fræð­ing­um en hag­nýtt af fyr­ir­tækj­um

Í nýrri könnun Visku kemur fram að sérfræðingar keyra gervigreindarbyltinguna áfram, fjármagna notkunina sjálfir og kalla eftir markvissri innleiðingu á vinnustöðum.
Halldór Jörgen
Gervigreind 42. tbl.

Gervi­greind­in mun aldrei koma í stað mann­legra tengsla

Ásgeir Brynjar Torfason ritstjóri ræðir við Halldór Jörgen Faurholt Olesen um gervigreind.

42225-Matrix-Red-Blue-Pill
Samfélag 42. tbl.

Sefj­un­ar­hag­kerf­ið og at­beini hönn­uða

Umbreytingarafl tækninnar birtist í mismunandi umgjörðum hagkerfisins, svo sem streymisveitu-, eftirlits-, hamfara- og anarkó-kapítalisma.
Sonar-festival
Listir 42. tbl.

Sköp­un skepnu sem skap­ar

Skapandi gervigreind umbreytir listsköpun svo að lögfræðin, siðfræðin, hugvísindin og listirnar hafa ærin verkefni fyrir höndum sem dregin eru upp með þremur ólíkum sviðsmyndum.
Skóli, menntun
Menntun 42. tbl.

Ný­sköp­un í þágu mennt­un­ar á tím­um örr­ar tækni­þró­un­ar

Ör tækniþróun kallar á endurnýjað menntakerfi þar sem menntatækni, rannsóknir og skýr stefna mætast til að tryggja gæði, aðgengi og ábyrga nýsköpun.
Umferð, Reykjavík
Tækni 42. tbl.

Gervi­greind mun um­breyta heim­in­um

Gervigreind þróast með fordæmalausum hraða og umbreytir þekkingarvinnu, vélmennum og innviðum. Samfélagslegar afleiðingar fela í sér kerfisleg úrlausnarefni og siðferðileg álitaefni.