Til baka

Grein

Endurskoðuð umgjörð opinberra fjármála

Mikilvægu samkomulagi meðal fjármálaráðherra Evrópusambandslandanna var náð rétt fyrir jól um hvernig að fjármálareglur um skuldalækkun og hallarekstur opinberra fjármála tækju aftur gildi nú í ár. Þar skiptir mestu hvernig umgjörð reglnanna er aðlöguð breyttum aðstæðum eftir heimsfaraldur og skuldaaukningu vegna hans auk annarra áskorana í opinberum rekstri.

Fjármálaráðherrar Evrópusambandsins náðu samkomulagi rétt fyrir jól um hvernig endurskoðun á samhæfðum fjármálareglum fyrir opinber fjármál ríkja sambandsins skyldi útfærð. Fjármálareglurnar höfðu verið teknar úr sambandi árið 2020 vegna heimsfaraldurs líkt og í öðrum löndum heims. Hérlendis munu fjármálareglur sem teknar voru úr sambandi ekki taka gildi fyrr en í upphafi ársins 2026 og engin endurskoðun á þeim stendur yfir þannig að skuldalækkunarreglan mun þá taka gildi af mikilli hörku, auk þess sem vaxtakostnaður hins opinbera hér er mun hærri en í Evrópusambandinu.

Nýja regluumgjörðin í Evrópusambandinu verður töluverðan tíma að ná virkni en ljóst er að í hnotskurn þá er horfið frá því að taka of bókstaflega viðmiðunartölur í grundvallarsamningum Evrópusambandsins, án efnahagslegs samhengis. Þekktastar eru þær viðmiðunartölur sem Maastricht samningurinn festi í sessi, varðandi hámarks halla ríkissjóðs sem 3% af vergri landsframleiðslu, hámarks viðmið opinberra skulda sem 60% af vergri landsframleiðslu og að þær skuldir sem séu þar umfram skuli lækka um 1/20 hluta eða 5% á ári.

Eftir því sem skuldir ríkja voru meiri því harðari var samdráttarskrafan á opinber fjármál þannig að bæði varð óraunhæft að ná því marki að lækka skuldirnar og vann það einnig gegn því að eftirlit Evrópusambandsins með opinberum fjármálum gerði raunverulegt gagn.

Hinar nýju reglur taka mismunandi tilliti til upphafsstöðu skuldanna, vaxtarmöguleikum landanna og í hvað hin opinberu útgjöld fara. Þrátt fyrir það er ekki horfið frá kröfunni um að koma skuldastöðunni á lækkunarferil, en gefið er aðlögunartímabil til að ná því. Lækkunarhlutfallið er einnig minna þannig að mildara verður að …

Fáðu áskrift til að lesa

Áskrift að Vísbendingu hæfir þeim sem hafa gaman að óvilhöllum greiningum og gagn af greinargóðum upplýsingum um efnahagsmál, viðskipti og nýsköpun.

Næsta grein