Til baka

Grein

Endurskoðun fjármálareglna

Með framlagningu þingsályktunartillögu fjármála- og efnahagsráðherra um fjármálaáætlun 2025-2029 í apríl sem hlýtur að hljóta samþykki fyrir þinglok fylgdi mikilvæg umræðuskýrsla um endurskoðun fjármálareglna í lögunum um opinber fjármál sem teknar voru úr gildi í faraldri.

Markmið opinberra fjármála er í stórum dráttum fjórþætt; að styðja við vaxtargetu þjóðarbúsins svo sem með innviðafjárfestingu, að draga úr hagsveiflum, endurúthluta gæðum í samfélaginu með skattheimtu og tilfærslum og að tryggja sjálfbærni opinberra fjármála svo að ekki leiki vafi á vilja eða getu hins opinbera til að standa skil á skuldum og vaxtagreiðslum. Fólk kann að hafa ólíkar skoðanir á því hvernig eigi að endurúthluta gæðum í samfélaginu og jafnvel með hvaða hætti eigi að styðja við langtímahagvaxtargetu þjóðarbúsins. Hver sem stefna stjórnvalda er í þeim efnum verður alltaf mikilvægt að opinber fjármál hafi fjárhagslega burði til að styðja við fólk í gegnum efnahagssveiflur og forða hinu opinbera frá skuldakrísum sem geta riðið yfir ef fjármálastefnu hins opinbera skortir trúverðugleika.

saga-mynd1

Lög um opinber fjármál (LOF) sem tóku gildi í ársbyrjun 2016 kveða á um að opinber fjármálastefna uppfylli þrjár tölulegar fjármálareglur (sjá mynd 1). Megintilgangur tölulegra fjármálareglna laganna er að tryggja sjálfbærni opinberra fjármála með viðunandi skuldahlutfalli og stuðla að efnahagslegum stöðugleika. Þetta eru nokkurs konar eilífðar markmið opinberra fjármála og ná þannig langt út fyrir kjörtímabil þjóðkjörinna fulltrúa sem geta fallið í þá freistni að reka ríkissjóð í óhóflegum halla en eftirláta næstu stjórnvöldum að taka óvinsælar en nauðsynlegar ákvarðanir.

Núgildandi fjármálareglur stuðla ekki að sveiflujöfnun

Samhliða framlagningu fjármálaáætlunar 2025-2029 lagði fjármála- og efnahagráðherra fram umræðuskýrslu um fjármálareglur laga um opinber fjármál1. Er skýrslunni ætlað að skapa umræðugrundvöll um endurskoðun tölulegra fjármálareglna LOF sem varða afkomu, skuldahlutfall og skuldaþróun A1-hluta hins opinbera2.

Heilt yfir sýnir reynslan af beitingu …

Fáðu áskrift til að lesa

Áskrift að Vísbendingu hæfir þeim sem hafa gaman að óvilhöllum greiningum og gagn af greinargóðum upplýsingum um efnahagsmál, viðskipti og nýsköpun.

Næsta grein