USD 126,1 -0,1%
EUR 147,8 -0,1%
GBP 169,0 0,3%
DKK 19,8 -0,1%
SEK 13,6 0,2%
NOK 12,4 0,1%
CHF 158,7
CAD 91,5 -0,1%
JPY 0,8 -0,2%
Stýrivextir 7,2%
Verðbólga 3,7%
Mannfjöldi 393.160
USD 126,1 -0,1%
EUR 147,8 -0,1%
GBP 169,0 0,3%
DKK 19,8 -0,1%
SEK 13,6 0,2%
NOK 12,4 0,1%
CHF 158,7
CAD 91,5 -0,1%
JPY 0,8 -0,2%
Stýrivextir 7,2%
Verðbólga 3,7%
Mannfjöldi 393.160
Til baka

Enn meiri skatt­ar og lands­fram­leiðsla

Rökræðan um skýrslu SFS gegn veiðigjöldum og áhrifin á landsframleiðslu heldur áfram og hér í þessari sjöttu grein ritdeilunnar og annarri grein höfundar er gagnrýni skýrsluhöfunda í síðustu viku svarað.

Í grein sem birtist í Vísbendingu 6. desember sl. ræddi ég mögulegar niðurstöður úr líkani í viðauka E í skýrslu sem Birgir Þór Runólfsson og Ragnar Árnason unnu fyrir SFS. Þar fá þeir út að hækkun skatta á fyrirtæki minnki landsframleiðslu. Ég sýndi m.a. að ef skattar í líkani þeirra eru ytri breytur sem stjórnvöld ákvarða, en það er algengasta forsendan í svona líkönum, fæst að hækkun skatta á fyrirtæki eykur landsframleiðslu. Þessi niðurstaða er oft kennd við Tryggve Haavelmo. Í svari Birgis og Ragnars sem birtist í Vísbendingu 17. janúar sl. eru engar athugasemdir við mína útreikninga en sagt að þeirra líkan sé „ekki gamaldags Keynesískt líkan af þeirri gerð sem Haavelmo fjallaði um árið 1945 í árdaga Keynesískrar hagfræði.“ Ekki veit ég af hverju þeir telja þetta rök gegn niðurstöðum úr þeirra líkani. Og ef út í það er farið segir aldur líkans oft lítið um gæðin. Keynesískt líkan Johns R. Hicks frá árinu 1937, IS-LM líkanið, er kennt í virtum háskólum og umfjöllunarefni í kennslubók Roberts Barros sem vísað er til í skýrslu Birgis og Ragnars.

Heildarskattar

Birgir og Ragnar gera ráð fyrir að skattar á heimili sé innri breyta sem ákvarðast af jöfnum líkansins, en skattar á fyrirtæki ytri breyta. Þess vegna hefur hækkun skatta á fyrirtæki áhrif á skatta á heimili í líkani þeirra. Þeir segja jöfnu (E.13) sýna áhrifin á heildarskatta, en sú jafna er röng. Rétta formúlan er í jöfnu (10) í minni grein. Með réttri formúlu gefur líkan þeirra að hækkun skatta á fyrirtæki veldur því að stjórnvöld þurfa að lækka skatta á heimili það mikið að heildarskattar (og ríkisútgjöld sem fylgja heildarsköttum) þurfa að lækka til að tryggja jafnvægi í hagkerfinu. Og öfugt, lækkun skatta á fyrirtæki leiðir til hækkunar heildarskatta og meiri landsframleiðslu, niðurstaða sem óneitanlega ber keim af niðurstöðum Haavelmos. Birgir og Ragnar nefna ekki þessar ábendingar í svari sínu.

Leysanleg líkön

Vandi Birgis og Ragnars er að ef vinnuafl ( ) er fest sem ytri breyta ásamt sköttum á heimili og fyrirtæki eru jöfnur í líkani þeirra fleiri en innri (óþekktu) breyturnar og engin lausn. Til að gera líkanið leysanlegt ákveða þeir að skattar á heimili sé innri breyta. Í svarinu segjast þeir hafa prófað að setja inn að skattar …

Fáðu áskrift til að lesa

Áskrift að Vísbendingu hæfir þeim sem hafa gaman að óvilhöllum greiningum og gagn af greinargóðum upplýsingum um efnahagsmál, viðskipti og nýsköpun.

Næsta grein

Mest lesið
1
Samfélag

Tekjumissir við barneignir

2
Alþjóðamál

Evrópa þarf að standa saman

3
Grein

Ekki séns að þetta sé hægt – án staðla

4
Leiðari

Allsherjar bylting þekkingar eða andlegt hrun vitsmuna

5
Heimspeki

Tækniframfaratrú og veiklyndi mannsins

6
Máltækni

Gervigreindarbyltingin: Úr fleipum í framþróun

eldgos-bilamynd.original
Jarðvísindi 42. tbl.

Ljós­leið­ara­bylt­ing­in í nátt­úru­vár­vökt­un

Jarðskjálftamælingar hafa gjörbyltst á skömmum tíma með nýrri tækni, sem gerir nú mögulegt að nema hreyfingar jarðar af ótrúlegri nákvæmni í rauntíma og auka þannig öryggi í mati á fyrirboðum eldgosa.
Strandir 01
Heimspeki 42. tbl.

Tækni­fram­fara­trú og veik­lyndi manns­ins

Vaxandi áhrif gervigreindar draga fram gamlar hugmyndir um tækni, mennsku og sjálfræði sem vekja upp endurnýjaða heimspekilega og siðferðilega ígrundun.
_GSF1009
Atvinna 42. tbl.

Gervi­greind­ar­bylt­ing­in: Kost­uð af sér­fræð­ing­um en hag­nýtt af fyr­ir­tækj­um

Í nýrri könnun Visku kemur fram að sérfræðingar keyra gervigreindarbyltinguna áfram, fjármagna notkunina sjálfir og kalla eftir markvissri innleiðingu á vinnustöðum.
Halldór Jörgen
Gervigreind 42. tbl.

Gervi­greind­in mun aldrei koma í stað mann­legra tengsla

Ásgeir Brynjar Torfason ritstjóri ræðir við Halldór Jörgen Faurholt Olesen um gervigreind.

42225-Matrix-Red-Blue-Pill
Samfélag 42. tbl.

Sefj­un­ar­hag­kerf­ið og at­beini hönn­uða

Umbreytingarafl tækninnar birtist í mismunandi umgjörðum hagkerfisins, svo sem streymisveitu-, eftirlits-, hamfara- og anarkó-kapítalisma.
Sonar-festival
Listir 42. tbl.

Sköp­un skepnu sem skap­ar

Skapandi gervigreind umbreytir listsköpun svo að lögfræðin, siðfræðin, hugvísindin og listirnar hafa ærin verkefni fyrir höndum sem dregin eru upp með þremur ólíkum sviðsmyndum.
Skóli, menntun
Menntun 42. tbl.

Ný­sköp­un í þágu mennt­un­ar á tím­um örr­ar tækni­þró­un­ar

Ör tækniþróun kallar á endurnýjað menntakerfi þar sem menntatækni, rannsóknir og skýr stefna mætast til að tryggja gæði, aðgengi og ábyrga nýsköpun.
Umferð, Reykjavík
Tækni 42. tbl.

Gervi­greind mun um­breyta heim­in­um

Gervigreind þróast með fordæmalausum hraða og umbreytir þekkingarvinnu, vélmennum og innviðum. Samfélagslegar afleiðingar fela í sér kerfisleg úrlausnarefni og siðferðileg álitaefni.