Til baka

Grein

Ferðasveiflan heldur velli — en hve lengi og hversu sjálfbært?

Það hvernig horfurnar líta út fyrir ferðaþjónustuna hérlendis er viðfangsefni þessarar hagfræðilegu greiningar í sumarblaðinu út frá fyrirliggjandi tölum, úttektum og horfum.

dsf4013
Mynd: Golli

Eftir djúpa tveggja og hálfs árs dýfu virðast hagtölur ferðaþjónustunnar komnar á svipaðan stað og þær voru á fyrir Covid-19 faraldurinn. Hlutdeild greinarinnar í landsframleiðslu Íslands var 8,8% á árinu 2023 og orðin örlítið hærri en 2019; þar að baki eru 31 milljón unnar vinnustundir, eða 9,7% heildarvinnustunda, sem tengdist ferðamönnum. Hlutdeild greinarinnar í gjaldeyristekjum landsins varð aftur nálægt 32% í fyrra. Er ferðaþjónustan þar með komin á lygnan sjó, með eðlilegum vexti og þróun, eða verða blikur á lofti? Skipulagsvandamál og undirliggjandi veikleikar eru dæmi um verkefni sem greinin þarf að vinna að því að lagfæra til að treysta stöðu sína í efnahagslífinu.

Hefndarferðamennska

Sjaldan hefur íslensk atvinnugrein farið í gegnum aðra eins niðursveiflu eins og ferðaþjónustan gerði á árinu 2020. Samkvæmt greiningu KPMG[f8e042] minnkuðu tekjur hennar um 80% frá árinu áður og var hún, að frádregnum opinberum stuðningi, rekin með 36 milljarða kr. halla. KPMG telur að atvinnugreinin hafi á árinu 2022 náð vopnum sínum á ný – í kjölfar 24 milljarða beins stuðnings og öðru eins í óbeinan stuðning frá ríkinu á Covid-tímanum – og meira að segja náð að skila um 19 milljarða rekstrarafgangi á því ári. Þótt uppgjör fyrir árið 2023 liggi ekki enn fyrir og fáir ársreikningar ferðaþjónustufyrirtækja þess árs hafi verið birtir í Fyrirtækjaskrá, bendir margt til þess að afkoman hafi haldið áfram að batna. Má sem dæmi nefna að Icelandair skilaði 1,5 milljarða hagnaði á því ári, en tapi árið áður; Íslandshótel högnuðust um 500 milljónir 2023, en töpuðu árið áður; …

Fáðu áskrift til að lesa

Áskrift að Vísbendingu hæfir þeim sem hafa gaman að óvilhöllum greiningum og gagn af greinargóðum upplýsingum um efnahagsmál, viðskipti og nýsköpun.

Næsta grein