Til baka

Grein

Ferðaþjónusta í sátt við land og þjóð

Grein í sumarblaðinu frá Hæfnisetri ferðaþjónustunnar sem staðsett er hjá Fræðslumiðstöð atvinnulífsins og vinnur samkvæmt þjónustusamningi við menningar- og viðskiptaráðuneytið en er samstarfsverkefni um heildstæðar lausnir til að auka hæfni í ferðaþjónustu á Íslandi.

1_12_Gudlaug_BasaltArchitects
Mynd: Basalt arkitektar

Hlutverk Hæfniseturs ferðaþjónustunnar er að starfa á forsendum ferðaþjónustunnar til að efla hæfni og fagmennsku stjórnenda og starfsfólks og stuðla þannig að auknum gæðum, jákvæðri ímynd og arðsemi greinarinnar. Framtíðarsýn Hæfnisetursins er að ferðaþjónustan sé eftirsóknarverður starfsvettvangur með tækifærum til starfsþróunar.

Hluti af því að stuðla að jákvæðri ímynd ferðaþjónustunnar er að eiga samstarf og samtal til að stuðla að góðu orðspori um íslenska ferðaþjónustu, bæði út á við til ferðamanna og í íslensku samfélagi. Sátt og gott orðspor um ferðaþjónustu er ekki sjálfgefið þegar mikill vöxtur er innan greinarinnar á skömmum tíma sem reynir á innviði landsins sem heimsótt er.

Skýr skilaboð heimafólks

Á ferðalagi um Cornwall í Englandi síðastliðið sumar blöstu við límmiðar sem vöktu athygli vegna þess að þar var áritað á fána Cornwall-héraðs: „Fuck your second home“ eða til fjandans með aukaíbúðina þína í lauslegri þýðingu.

Límmiðarnir endurspegluðu skýr skilaboð til þeirra sem hafa fjárfest í fasteignum en hafa ekki fasta búsetu í Cornwall, skilaboðin eru að slíkar fjárfestingar séu ekki jákvæðar fyrir nærsamfélagið. Af sömu ástæðu fóru fram mótmæli á Tenerife 20. apríl síðastliðinn þar sem fimmtán félagasamtök mótmæltu stefnu stjórnvalda í ferðaþjónustu. Þrátt fyrir metfjölda ferðamanna hefur ánægja íbúa minnkað sem rekja má til aukins húsnæðisskorts, umferðarþunga og vatnsskorts.

Framtíðarsýn íslenskrar ferðaþjónustu

Nú liggur fyrir á Alþingi tillaga til þingsályktunar um ferðamálastefnu og aðgerðaáætlun til ársins 2030. Þar er sett fram skýr sýn og markmið um að sambærileg staða og lýst var hér á undan komi ekki upp hér á landi. Í stefnunni kemur …

Fáðu áskrift til að lesa

Áskrift að Vísbendingu hæfir þeim sem hafa gaman að óvilhöllum greiningum og gagn af greinargóðum upplýsingum um efnahagsmál, viðskipti og nýsköpun.

Næsta grein