USD 125,7 -0,3%
EUR 147,2 -0,4%
GBP 168,0 -0,6%
DKK 19,7 -0,4%
SEK 13,5 -0,4%
NOK 12,4 -0,1%
CHF 158,0 -0,4%
CAD 91,1 -0,4%
JPY 0,8 -1,3%
Stýrivextir 7,2%
Verðbólga 3,7%
Mannfjöldi 393.160
USD 125,7 -0,3%
EUR 147,2 -0,4%
GBP 168,0 -0,6%
DKK 19,7 -0,4%
SEK 13,5 -0,4%
NOK 12,4 -0,1%
CHF 158,0 -0,4%
CAD 91,1 -0,4%
JPY 0,8 -1,3%
Stýrivextir 7,2%
Verðbólga 3,7%
Mannfjöldi 393.160
Til baka

Ferða­þjón­ust­an: Burða­rás í efna­hags­líf­inu

Menningar- og viðskiptaráðuneytið fer með málefnasvið ferðamálanna í stjórnarráðinu og hér skrifar ráðherra opnunargrein sumarblaðs Vísbendingar 2024 um málaflokkinn.

gsf3774
Mynd: Golli

Ísland er einstakur áfangastaður á heimsvísu sem eftirsótt er að heimsækja. Eitt af forgangsmálum í menningar- og viðskiptaráðuneytinu á undanförnum misserum er að búa ferðaþjónustunni sterkari umgjörð til þess að vaxa, dafna og skapa aukin verðmæti fyrir íslenskt samfélag. Ný ferðamálastefna til ársins 2030 og aðgerðaáætlun henni tengd liggur nú fyrir þinginu en stefnan mun vísa veginn fram á við. Mikið vatn hefur runnið til sjávar frá marsmánuði 2010 þegar að eldgos hófst í Eyjafjallajökli. Þessi jarðfræðilegi atburður átti eftir að marka straumhvörf fyrir íslenska ferðaþjónustu sem hefur tekið miklum breytingum á þeim rúmu 14 árum sem liðin eru frá gosinu. 14 ár eru ekki sérlega langur tími en það er ánægjulegt að sjá þann árangur sem náðst hefur í uppbyggingu ferðaþjónustunnar á Íslandi. Það gefur augaleið að það að taka á móti um hálfri milljón ferðamanna árið 2010 og svo 2,2 milljónum ferðamanna árið 2023 er talsverð breyting sem verður ekki án áskorana. Þegar horft er yfir farinn veg er hægt að fullyrða að á ýmsan hátt hafi tekist vel til við að vinna úr þeim vaxtarverkjum sem fylgt hafa auknum umsvifum í ferðaþjónustunni á ekki lengri tíma. Fjárfest hefur verið myndarlega í innviðum og uppbyggingu áfangastaða, má þar nefna að Framkvæmdasjóður ferðamannastaða hefur veitt styrki til um 900 verkefna fyrir rúma 8,2 milljarða kr. á umliðnum árum. Ferðaþjónustan hefur að sama skapi bætt búsetuskilyrði í landinu öllu, en um er að ræða stærstu sjálfsprottnu byggðaaðgerð Íslandssögunnar. Hærra atvinnustig og stóraukið framboð af þjónustu í afþreyingu, gistingu, mat og drykk auk greiðara aðgengis að náttúruperlum eru gæði sem íbúar landsins jafnt sem erlendir gestir njóta góðs af.

Styrkari staða þjóðarbúsins

Samhliða þessum aukna vexti ferðaþjónustunnar hefur átt sér stað mikil breyting til hins betra á stöðu þjóðarbúsins. Þannig hefur ferðaþjónustan orðið að nýrri stoð í efnahagslífinu en hlutur greinarinnar sem hlutfall af vergri landsframleiðslu hefur farið úr því að vera 3,4% árið 2010 í að vera 7,8% árið 2022. Algjör umskipti hafa orðið á viðskiptajöfnuði þjóðarbúsins með tilkomu og vexti ferðaþjónustunnar, sem skapar stöðugan straum gjaldeyristekna. Það má meðal annars greina í stöðu gjaldeyrisvaraforða Seðlabankans og vaxandi eignum lífeyrissjóða á erlendri grundu. Þannig skapaði greinin 448 milljarða kr. í gjaldeyristekjur árið 2022 samanborið við 163 milljarða árið 2010. Heildarneysla innlendra og erlendra ferðamanna hér á landi 2022 nam 635 milljörðum kr., sem gerir um 1,7 milljarða kr. í tekjur á dag. Þessi mikli gjaldeyrisstraumur sem ferðaþjónustan skapar skiptir lítið og opið hagkerfi eins og okkar gríðarlegu máli. Hann styður við gengi krónunnar og stuðlar þannig að lægri verðbólgu en ella ásamt því að þjóna sem öryggissjóður ef stór og óvænt áföll eiga sér stað sem geta haft neikvæð áhrif á gjaldeyrisöflun. Á meðfylgjandi myndum má sjá hvernig hlutur þjónustujafnaðarins hefur vaxið mjög á meðal undirliða viðskiptajafnaðarins sem rekja má til ferðaþjónustunnar ásamt þeim jákvæðu umskiptum sem orðið hafa á viðskiptajöfnuði þjóðarbúsins.

Mynd_1_vefur

Nýtt þjóðhagslíkan fyrir ferðaþjónstuna

Ferðaþjónustan hefur sýnt að hún getur skapað umtalsverðar gjaldeyristekjur á nokkuð skömmum tíma og þannig hreyft við mikilvægum hagstærðum. Til þess að mæla betur áhrif breytinga í starfsumhverfi ferðaþjónustunnar var ráðist í smíði á sérstöku þjóðhagslíkani fyrir íslenska ferðaþjónustu sem er nú lokið. Um er að ræða fyrsta þjóðhagslíkan fyrir atvinnugrein hérlendis. Ferðamálastofa hefur haldið á framkvæmd verkefnisins fyrir hönd menningar- og viðskiptaráðuneytisins en annars vegar er um að ræða sérstakt þjóðhagslíkan fyrir íslenska ferðaþjónustu, eða svokallað geiralíkan, og hins vegar útvíkkun á spálíkani Seðlabanka Íslands/Hagstofu Íslands. Líkanið mun gera stjórnvöldum og öðrum hagaðilum …

Fáðu áskrift til að lesa

Áskrift að Vísbendingu hæfir þeim sem hafa gaman að óvilhöllum greiningum og gagn af greinargóðum upplýsingum um efnahagsmál, viðskipti og nýsköpun.

Næsta grein

Mest lesið
1
Samfélag

Tekjumissir við barneignir

2
Alþjóðamál

Evrópa þarf að standa saman

3
Grein

Ekki séns að þetta sé hægt – án staðla

4
Heimspeki

Tækniframfaratrú og veiklyndi mannsins

5
Leiðari

Allsherjar bylting þekkingar eða andlegt hrun vitsmuna

6
Máltækni

Gervigreindarbyltingin: Úr fleipum í framþróun

eldgos-bilamynd.original
Jarðvísindi 42. tbl.

Ljós­leið­ara­bylt­ing­in í nátt­úru­vár­vökt­un

Jarðskjálftamælingar hafa gjörbyltst á skömmum tíma með nýrri tækni, sem gerir nú mögulegt að nema hreyfingar jarðar af ótrúlegri nákvæmni í rauntíma og auka þannig öryggi í mati á fyrirboðum eldgosa.
Strandir 01
Heimspeki 42. tbl.

Tækni­fram­fara­trú og veik­lyndi manns­ins

Vaxandi áhrif gervigreindar draga fram gamlar hugmyndir um tækni, mennsku og sjálfræði sem vekja upp endurnýjaða heimspekilega og siðferðilega ígrundun.
_GSF1009
Atvinna 42. tbl.

Gervi­greind­ar­bylt­ing­in: Kost­uð af sér­fræð­ing­um en hag­nýtt af fyr­ir­tækj­um

Í nýrri könnun Visku kemur fram að sérfræðingar keyra gervigreindarbyltinguna áfram, fjármagna notkunina sjálfir og kalla eftir markvissri innleiðingu á vinnustöðum.
Halldór Jörgen
Gervigreind 42. tbl.

Gervi­greind­in mun aldrei koma í stað mann­legra tengsla

Ásgeir Brynjar Torfason ritstjóri ræðir við Halldór Jörgen Faurholt Olesen um gervigreind.

42225-Matrix-Red-Blue-Pill
Samfélag 42. tbl.

Sefj­un­ar­hag­kerf­ið og at­beini hönn­uða

Umbreytingarafl tækninnar birtist í mismunandi umgjörðum hagkerfisins, svo sem streymisveitu-, eftirlits-, hamfara- og anarkó-kapítalisma.
Sonar-festival
Listir 42. tbl.

Sköp­un skepnu sem skap­ar

Skapandi gervigreind umbreytir listsköpun svo að lögfræðin, siðfræðin, hugvísindin og listirnar hafa ærin verkefni fyrir höndum sem dregin eru upp með þremur ólíkum sviðsmyndum.
Skóli, menntun
Menntun 42. tbl.

Ný­sköp­un í þágu mennt­un­ar á tím­um örr­ar tækni­þró­un­ar

Ör tækniþróun kallar á endurnýjað menntakerfi þar sem menntatækni, rannsóknir og skýr stefna mætast til að tryggja gæði, aðgengi og ábyrga nýsköpun.
Umferð, Reykjavík
Tækni 42. tbl.

Gervi­greind mun um­breyta heim­in­um

Gervigreind þróast með fordæmalausum hraða og umbreytir þekkingarvinnu, vélmennum og innviðum. Samfélagslegar afleiðingar fela í sér kerfisleg úrlausnarefni og siðferðileg álitaefni.