Til baka

Grein

Ferðaþjónustan: Burðarás í efnahagslífinu

Menningar- og viðskiptaráðuneytið fer með málefnasvið ferðamálanna í stjórnarráðinu og hér skrifar ráðherra opnunargrein sumarblaðs Vísbendingar 2024 um málaflokkinn.

gsf3774
Mynd: Golli

Ísland er einstakur áfangastaður á heimsvísu sem eftirsótt er að heimsækja. Eitt af forgangsmálum í menningar- og viðskiptaráðuneytinu á undanförnum misserum er að búa ferðaþjónustunni sterkari umgjörð til þess að vaxa, dafna og skapa aukin verðmæti fyrir íslenskt samfélag. Ný ferðamálastefna til ársins 2030 og aðgerðaáætlun henni tengd liggur nú fyrir þinginu en stefnan mun vísa veginn fram á við. Mikið vatn hefur runnið til sjávar frá marsmánuði 2010 þegar að eldgos hófst í Eyjafjallajökli. Þessi jarðfræðilegi atburður átti eftir að marka straumhvörf fyrir íslenska ferðaþjónustu sem hefur tekið miklum breytingum á þeim rúmu 14 árum sem liðin eru frá gosinu. 14 ár eru ekki sérlega langur tími en það er ánægjulegt að sjá þann árangur sem náðst hefur í uppbyggingu ferðaþjónustunnar á Íslandi. Það gefur augaleið að það að taka á móti um hálfri milljón ferðamanna árið 2010 og svo 2,2 milljónum ferðamanna árið 2023 er talsverð breyting sem verður ekki án áskorana. Þegar horft er yfir farinn veg er hægt að fullyrða að á ýmsan hátt hafi tekist vel til við að vinna úr þeim vaxtarverkjum sem fylgt hafa auknum umsvifum í ferðaþjónustunni á ekki lengri tíma. Fjárfest hefur verið myndarlega í innviðum og uppbyggingu áfangastaða, má þar nefna að Framkvæmdasjóður ferðamannastaða hefur veitt styrki til um 900 verkefna fyrir rúma 8,2 milljarða kr. á umliðnum árum. Ferðaþjónustan hefur að sama skapi bætt búsetuskilyrði í landinu öllu, en um er að ræða stærstu sjálfsprottnu byggðaaðgerð Íslandssögunnar. Hærra atvinnustig og stóraukið framboð af þjónustu í afþreyingu, gistingu, mat og …

Fáðu áskrift til að lesa

Áskrift að Vísbendingu hæfir þeim sem hafa gaman að óvilhöllum greiningum og gagn af greinargóðum upplýsingum um efnahagsmál, viðskipti og nýsköpun.

Næsta grein