Til baka

Grein

Fjölskyldum fjölgar hratt en íbúðum ekki

Forsendur áætlunar um 36 þúsund fullbúnar íbúðir á höfuðborgarsvæðinu fyrir árið 2039 er brostnar – þörfin er 70 þúsund íbúðir.

Á höfuðborgarsvæðinu ríkir alvarlegur húsnæðisvandi. Mikill skortur er á íbúðum, verð hefur hækkað gífurlega og fjölskyldum fjölgað mun hraðar en nýjum íbúðum. Húsnæði er stærsti útgjaldaliður fjölskyldna og í raun eini útgjaldaliðurinn sem hefur hækkað umfram laun á Íslandi. Fyrirliggjandi gögn og upplýsingar um íbúðauppbyggingu á höfuðborgarsvæðinu sýna skýrt að íbúðaþörfin hefur verið stórlega vanmetin þar sem horft hefur verið framhjá tveimur veigamiklum drifkröftum íbúðaþarfarinnar. Þá hefur tveimur kerfislægum hindrunum sem hægja á framboði á nýjum íbúðum ekki verið gefinn nægjanlegur gaumur.

Skuldum 17 þúsund íbúðir

Í fyrsta lagi hefur mannfjöldaaukning verið stórlega vanmetin. Samkvæmt Þróunaráætlun Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu frá 2015 til ársins 2040 var gert ráð fyrir 1,1% árlegri fjölgun íbúa en fram að þessu hefur hún verið 1,9%. Í ofanálag hafa sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu ekki náð að byggja nýjar íbúðir í samræmi við þær áætlanir sem, eins og áður segir, vanmátu stöðuna. Afleiðingin er sú að sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu skulda íbúunum íbúðir. Ólíkir aðilar hafa lagt mat á þá skuld og ber því mati ekki að öllu leyti saman en öllum ber þó saman um að skuldin er mikil (sbr. töflu 1).

Þegar mannfjöldaspá hefur verið aðlöguð þróuninni frá árinu 2015 og tillit tekið til þarfa atvinnulífs fyrir vinnuafl liggur fyrir að á næstu 15 árum fjölgi íbúum hér landi um 1,8% á ári eða um 89 þúsund manns á höfuðborgarsvæðinu. Nýjar fjölskyldur þurfa íbúðir og er sú íbúðaþörf hrein viðbót við ofangreinda íbúðaskuld.

tafla1

Færri í hverri íbúð – fleiri íbúðir

Þegar lagt er mat á hversu …

Fáðu áskrift til að lesa

Áskrift að Vísbendingu hæfir þeim sem hafa gaman að óvilhöllum greiningum og gagn af greinargóðum upplýsingum um efnahagsmál, viðskipti og nýsköpun.

Næsta grein