Til baka

Grein

Framhald sölu ríkisins á hlutum í Íslandsbanka

Auðvelt væri að komast hjá sambærilegum ógöngum og í síðasta söluferli.

Íslandsbanki
Mynd: Heiða Helgadóttir

Frumsala á hlutum ríkisins í Íslandsbanka í júní 2021, samfara skráningu hlutabréfa bankans á markað gekk vel á flesta mælikvarða. Heildarsöluandvirði 35% hlutar ríkisins var 55,3 ma. króna og eftirspurn var nærri níföldu framboði. Útboðið var opið bæði almennum fjárfestum og fagfjárfestum og um þriðjungur fjárfesta voru erlendir stofnanafjárfestar.[24f7f2]

Nokkur umræða skapaðist í kjölfar sölunnar um söluverðið, sem var 79 krónur en lokaverð á fyrsta viðskiptadegi var 94,6 krónur. Sala bréfanna við fyrsta tækifæri skilaði því vænni 20% ávöxtun. Mjög algengt er að nokkuð frávik sé á útboðsverði og fyrsta verði á eftirmarkaði eða 10-20%. Eins dags ávöxtun við hlutafjárútboð í Bandaríkjunum er að meðaltali 18,8% en breytileikinn er mikill bæði yfir tíma og milli einstakra útboða.[44dcce]

Svokallaður afsláttur af verði hluta var því á engan hátt óvæntur eða óeðlilegur. Meginreglu um hagkvæmni var því fullnægt við frumsöluna sem og öðrum meginreglum laga um sölumeðferð eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum. Opið söluferli stuðlaði að gagnsæi og hlutlægni söluferlisins og skilyrði gagnvart tilboðsgjöfum voru almennt talin sanngjörn og í anda jafnræðis og þannig í samræmi við meginreglur 3. gr. laga um sölumeðferð eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum (155/2012).

Söluferlið í mars 2022

Frá byrjun stóð til að halda áfram sölu á hlutum ríkisins í Íslandsbanka í kjölfar frumbútboðsins og útfærðar áætlanir stjórnvalda komu fram í byrjun árs 2022. Í greinargerð fjármála- og efnahagsráðherra, sem m.a. byggir á minnisblaði frá Bankasýslu ríkisins, er fjallað um þrjár mismunandi söluaðferðir.[f539df] Í fyrsta lagi full markaðssett útboð, sem svipar mjög til fyrirkomulags við frumútboð …

Fáðu áskrift til að lesa

Áskrift að Vísbendingu hæfir þeim sem hafa gaman að óvilhöllum greiningum og gagn af greinargóðum upplýsingum um efnahagsmál, viðskipti og nýsköpun.

Næsta grein