USD 125,3 0,5%
EUR 144,8 0,6%
GBP 164,2 0,4%
DKK 19,4 0,6%
SEK 13,3 0,7%
NOK 12,4 0,7%
CHF 155,9 0,5%
CAD 89,3 0,4%
JPY 0,8 0,7%
Stýrivextir 7,5%
Verðbólga 4,3%
Mannfjöldi 393.160
USD 125,3 0,5%
EUR 144,8 0,6%
GBP 164,2 0,4%
DKK 19,4 0,6%
SEK 13,3 0,7%
NOK 12,4 0,7%
CHF 155,9 0,5%
CAD 89,3 0,4%
JPY 0,8 0,7%
Stýrivextir 7,5%
Verðbólga 4,3%
Mannfjöldi 393.160
Til baka

Grein

Frum­byggj­ar í fram­sæt­inu

Hugleiðingar um framþróun frá Hringborði Norðurslóða

Arctic circle 2025
Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra og Ólafur Ragnar Grímsson fyrrum forseti og forvígismaður Hringborðs norðurslóða
Mynd: Arctic Circle

Eins og margir tók ég þátt í Arctic Circle í síðustu viku. Þetta var mitt þriðja sinn og afar sérstök upplifun í hvert skipti, hrífandi, krefjandi og umhugsunarverð. Hringborð Norðurslóða er vettvangur þar sem margt gerist á sama tíma, fullt af fólki, óteljandi málstofur, fyrirlestrar, pallborðsumræður og tengslamyndun. Mikið er um samhliða dagskrárliði svo maður upplifir óhjákvæmilega óttann um að vera missa af einhverju mikilvægu sem gæti breytt öllu.

Það má leika sér við að greina ákveðna „stéttaskiptingu“ á þessari Norðurslóða-þjóðhátíð. Í toppsætunum sitja háttsettir embættismenn, ráðherrar og fyrrverandi ráðherrar. Og svo eru það frumbyggjarnir. Nú orðið er langmest kúl að vera frumbyggi í þessu samhengi, sérstaklega ef maður er í hefðbundnum klæðnaði og ber með sér trúverðugleika og rótgróna þekkingu. Þetta snýst nefnilega um „authenticity“ og raunverulega tengingu við Norðurslóðir. Þau bera líka af hvað varðar stíl og fagurfræði. Ég prófaði að mæta í íslenskri lopapeysu frá ömmu einn daginn, en fann ekkert sérstaklega til mín í henni svo daginn eftir fór ég aftur í blazer-inn.

Vísindamiðlunin sem á sér stað á viðburði sem þessum er mögnuð, því þarna kemur saman vísindafólk með djúpa þekkingu á loftslagsmálum, náttúruauðlindum, menningu, stjórnmálum og samfélagsbreytingum. Þar að auki eru hundruð starfsmanna frá háskólum, stofnunum, rannsóknasetrum og verkefnum af ýmsu tagi. Sjálf var ég þar í hlutverki verkefnastjóra í alþjóðlegu samstarfi á vegum Norðurslóðasjóðsins Interreg NPA og tók þátt í málstofu um fræðslu, samsköpun og leiki (e. serious games & co-creation) og hvernig sú aðferðafræði getur nýst til að ræða …

Fáðu áskrift til að lesa

Áskrift að Vísbendingu hæfir þeim sem hafa gaman að óvilhöllum greiningum og gagn af greinargóðum upplýsingum um efnahagsmál, viðskipti og nýsköpun.

Næsta grein