Til baka

Grein

Fullveldi – hvað er nú það?

Fyrri hluti - um fullveldishugtakið og þróun þess á alþjóða vísu

Fullveldi - Jón Sigurðsson
Frá Hrafnseyri við Arnarfjörð þar sem Jón Sigurðsson sjálfstæðishetja Íslendinga fæddist árið 1811 en andlitsmynd hans er í vatnsmerki á íslenskum peningaseðlum auk þess sem myndir af honum prýða 500 króna seðilinn bæði á fram- og bakhlið.
Mynd: Ásgeir Brynjar

Það slagorð sem hvað dýpst spor hefur skilið eftir sig í sögu álfu okkar síðastliðna hálfa öld er tvímælalaust heróp Brexitsinna, get back control. Þeir náðu marki sínu og drógu Bretland úr ESB. Hvort það gagnast þjóðum Bretlands eða styrkir stöðu þeirra í heiminum, þegar fram í sækir, á eftir að koma í ljós. Svipuð slagorð hafa heyrst hérlendis varðandi rómað fullveldi okkar og þann meinta afslátt frá því, sem sagður er gefinn með EES samningnum. Forystumenn Brexitsinna lofuðu því að heilbrigðis- og almannakerfin yrðu styrkt með peningum sem ella færu í Brusselhítina. Þeir lofuðu þjóð sinni gulli og grænum skógum, ef hún myndi róa ein á báti framvegis. Heitorðin hrifu. Hrunið heimsveldi endurheimt. Ekki gekk það nú samt alveg eftir. Þeir sögðu ósatt, svo notað sé gætilegt tungutak.

Í umbrotasömum heimi þar sem morgundagurinn boðar breytingar frá því sem gærdagurinn gekk út frá; sannindi fyrri kynslóða látin hljóma sem bábiljur; samningar þjóða á millum fótum troðnir; greinarmunur þess sanna og hins logna verður sífellt ógreinilegri; stríðsárás og stríðsglæpir ekki talin ámælisverð, en stríðsvarnir fordæmdar sem hver annar ófriður; loftlagsvánni sem verður háskalegri og greinilegri með hverju ári er afneitað: hvernig skal þá ljóð kveða, svo vitnað sé til Jóhannesar úr Kötlum?

Sú bylgja stífrar hægri stefnu sem nú gengur yfir mörg Vesturlönd er Brexitmarki brennd. Þjóð ein á báti er sögð sterkari en margar saman sem áhöfn á skipi. Leitað er lausna í harðleiknum aðferðum sem virðast liggja á borðinu og jafnframt skrumað um þjóðhyggju. Horfið skal frá hnattvæðingu, …

Fáðu áskrift til að lesa

Áskrift að Vísbendingu hæfir þeim sem hafa gaman að óvilhöllum greiningum og gagn af greinargóðum upplýsingum um efnahagsmál, viðskipti og nýsköpun.

Næsta grein