Bókun 35, þriðji orkupakkinn, EES, auðlindir á Norðurslóðum, erlend fjárfesting, Mannréttindadómstóll Evrópu, NATO, efnahagslögsagan, vörumerkið „Iceland“, loftslagsbreytingar, stríðsátök. Þetta eru allt málaflokkar sem hljóma kunnuglega. Þeir hafa allir alþjóðlegan vinkil og tengjast með einum eða öðrum hætti fullveldishugtakinu. Þrátt fyrir að hugtakið dúkki upp í margvíslegu samhengi fer sjaldan fram umræða um hvað felst nákvæmlega í því. Hugmyndin er að gera það hér og sýna hvernig alþjóðlegir dómstólar hafa útskýrt alþjóðlega vinkla fullveldisins síðustu 100 árin
Fasti alþjóðadómstóllinn
Í þjóðarétti (alþjóðalögum) er litið svo á að tilteknar einingar, ríki, geti verið þjóðréttaraðilar og átt réttindi og borið skyldur að lögum. Þessi formlega staða ríkja hefur þau áhrif að milli þeirra gildir jafnræði. Það eru fyrst og fremst þessir fullvalda jafningjar sem skapa þær reglur sem gilda á alþjóðavettvangi. Hafa verður þó í huga að völd, hernaðarmáttur og áhrif þessara fullvalda jafningja eru afar ólík. Fyrsti varanlegi alþjóðadómstóllinn – Fasti alþjóðadómstóllinn (e. Permanent Court of International Justice), fyrirrennari alþjóðadómstólsins í Haag – útskýrði þetta, í hinu svokallaða Lotus máli frá 1927, með þeim hætti að þjóðaréttur stýri tengslum sjálfstæðra ríkja. Þær réttarreglur sem skuldbinda ríki stafi frá þeirra eigin frjálsa vilja eins og hann birtist í samningum eða breytni sem almennt er talin birtingarmynd lagareglna og sem er ætlað að reglubinda samskipti sjálfstæðra samfélaga eða með það að markmiði að ná sameiginlegum markmiðum
S.S. Wimbledon
Fjórum árum fyrir uppkvaðningu dómsins í Lotus-málinu kvað sami dómstóll upp annan grundvallardóm …