Til baka

Grein

Gagnsemi og takmarkanir siðfræðilegrar greiningar

Þrjátíu og sjö ára gömul Vísbendingargrein og siðfræðihluti fjórtán ára gamallar skýrslu rannaóknarnefdar Alþingis liggja til grundvallar í þessari skýru siðfræðilegu greiningu.

Smiðja - Alþingi
Mynd: Golli

Árið 1987 birti heimspekingurinn Mikael Karlsson stutta grein í Vísbendingu, sem hann nefndi „Um hlutverk nytjaheimspeki í viðskiptum og öðrum atvinnugreinum“.[7e6023] Eins og nafnið bendir til veltir Mikael þar fyrir sér nokkrum mikilvægum spurningum um hagnýtingu heimspekinnar, svo sem hvort heimspeki geti orðið nytjagrein og hvernig mætti nýta heimspekikenningar í því skyni. Þessar spurningar hafa verið ofarlega á baugi í hagnýttri siðfræði síðustu áratugina.[bfac0d] Í grófum dráttum má greina þrjú meginviðhorf til þessa: Í fyrsta lagi er kenningaviðhorfið sem einkennist af því að leitað er til kenninga á borð við kantíska siðfræði eða nytjastefnu og þeim skipulega beitt á viðfangsefnið sem til úrlausnar er. Þetta heitir að nálgast úrlausnarefnið „ofan frá“ (e. top-down approach) sem kallast vel á við orðalag Mikaels um „háfleygar heimspekikenningar“. Að hans mati veita slíkar kenningar ekki traustan skilning til lausnar á hagnýtum vanda. Raunar megi finna urmul dæma um misskilning sem stafi af „ótímabærri notkun fræðikenninga“ á fjölmörgum sviðum, svo sem í skólastarfi, efnahagslífi og stjórnmálum. Þetta sé ein „meginvilla okkar tíma“.

Kenningar, aðstæður og ígrundun

Í öðru lagi er viðhorf sem kalla mætti aðstæðubundið, því að þar beinist athyglin að staðbundnum viðmiðum, þ.e. í ljósi þeirra hefða, starfsvenja og siðareglna sem mótast hafa í glímu fólks við viðfangsefnin á viðkomandi starfsvettvangi. Þetta heitir að nálgast úrlausnarefnið „neðan frá“ (e. bottom-up approach). Augljóslega þekkir starfsfólkið sjálft best slík viðmið og þarf enga „utanaðkomandi sérfræðinga“ til að leysa siðferðileg vandamál. Þetta ræðir Mikael skemmtilega út frá skopmynd úr bandarísku tímariti. „Hún sýnir hóp áhyggjufullra …

Fáðu áskrift til að lesa

Áskrift að Vísbendingu hæfir þeim sem hafa gaman að óvilhöllum greiningum og gagn af greinargóðum upplýsingum um efnahagsmál, viðskipti og nýsköpun.

Næsta grein