Til baka

Grein

Götótt skattlagningarnet í sjávarútvegi? Auðlindaarður sem skattstofn

Auðlindaarður getur verið góður skattstofn, þannig miða Norðmenn við að um 80% af auðlindaarði sem til verður við olíuvinnslu renni í olíusjóðinn.

_F1A9502
Mynd: Heiða Helgadóttir

Framleiðendur sem framleiða vöru eða þjónustu sem ekki byggir á nýtingu takmarkaðra auðlinda geta brugðist við verðhækkunum á framleiðsluvöru sinni með því að auka framboðið. Leggi ríkisvaldið skatt eða framleiðslugjöld á framleidda einingu mun framleiðandinn bregðast við eins og um verðlækkun væri að ræða. Strax á 18. öld áttuðu frumkvöðlar hagfræðinnar sig á að þetta samhengi hækkandi skatta og framboðs afurða á ekki við í framleiðslu sem byggir á nýtingu takmarkaðrar auðlindar. Hærra eða lægra skilaverð til framleiðandans hefur ekki áhrif á frjósemi fiskistofna eða vaxtarhraða plantna. Eða með orðum Adam Smiths í Auðlegð þjóðanna, öðrum hluta um skatta: „Bæði auðlindaarður og leigugjald af landi eru tekjur þess eðlis að þær renna til eiganda landnæðisins án þess að hann þurfi fyrir því að hafa. Sé hluti af þessum tekjum frá honum teknar til að standa straum af kostnaði við rekstur ríkisins mun það ekki hindra athafnasemi hans. Árleg framleiðsla á afurðum lands og vinnu í samfélaginu, raunveruleg auðlegð og tekjur meirihluta landsmanna yrðu óbreytt þrátt fyrir álagningu skattsins“. Viðbrögð eigenda auðlinda við gjaldtöku eru önnur en annarra framleiðenda. Í stað þess að minnka framboð á auðlinda-afurðum helst framboðið óbreytt í kjölfar gjaldaaukningar. Að taka gjald af auðlindaarði veldur minni þjóðhagslegum skaða en sé gjaldtöku beint t.d. að vinnuframlagi.

Skattlagning íslensks sjávarútvegs

Tvær eru helstu uppsprettur skatttekna af sjávarútveginum: Veiðigjald og tekjuskattur lögaðila. Útgerðin greiðir einnig atvinnutryggingargjald og önnur launatengd gjöld. Sum þeirra gjalda renna gegnum ríkissjóð en er fyrst og fremst ætlað að standa straum af þjóðfélagslegum kostnaði við starfsmannahaldið …

Fáðu áskrift til að lesa

Áskrift að Vísbendingu hæfir þeim sem hafa gaman að óvilhöllum greiningum og gagn af greinargóðum upplýsingum um efnahagsmál, viðskipti og nýsköpun.

Næsta grein