Til baka

Grein

Hagfræði, kapítalismi og lýðræði

Hér er farið yfir efni tveggja bóka hagfræðinga um kapítalismann og lýðræðið.

afp-20250107-36t98lr-v1-highres-denmarkusgreenlanddiplomacygovernment
Mynd: AFP

Tvö stór nöfn í alþjóðlegri umræðu um hagfræði og efnahagsmál, Angus Deaton, prófessor og nóbelsverðlaunahafi árið 2015 í hagfræði[d17e28], og Martin Wolf, efnahagslegur ritstjóri hjá Financial Times í áraraðir og handhafi alþjóðlegra verðlauna árið 2012 fyrir blaðaskrif um efnahagsmál[d24c00], gáfu nýlega út merkar yfirlitsbækur um þróun hagfræðinnar, efnahagsþróun á Vesturlöndum, stöðu kapítalismans og hins frjálslynda lýðræðis. Þó stíll þeirra, nálgun og áherslur séu ólíkar þá komast þeir í skrifum sínum að ótrúlega líkum niðurstöðum – sem vekja áhyggjur um framtíð helstu efnahagskerfa heimsins og kalla eftir endurmati fræðimanna, stjórnmálamanna og áhugafólks.

Báðir höfundarnir eru með breskan uppruna en hafa dvalið langdvölum í Bandaríkjunum; þeir fjalla fyrst og fremst um stöðuna þar, með augum aðkomumannsins – titill bókar Deatons er „Hagfræði í Ameríku. Aðfluttur hagfræðingur rannsakar land ójafnaðarins“. Foreldrar Wolf voru flóttamenn frá Evrópu fasismans fyrir seinna stríð og hann gerir þeim þjóðfélagsbreytingum sem braut fasismanum leið á sínum tíma skil; hann sér ýmis einkenni á Vesturlöndum, s.s. veikingu millistéttarinnar, söfnun auðs og valda hinna ofurríku, sem einmitt gætu leitt til klofnings og harðstjórnar meðal vestrænna samfélaga á næstu árum. Báðir benda þeir á að réttlæti hafi beðið lægri hlut sem leiðarljós í þróun hagfræðinnar og mótun efnahagsstefnu á síðustu áratugum – afleiðingin hafi orðið rýrnun og stöðnun lífskjara almennings, ójafnvægi í samfélögum, kreppur í efnahags- og fjármálalífi, og vaxandi misnotkun ríka minnihlutans á efnaminni meirihlutanum, sem um leið hafi misst trú á lýðræðið og sé tilbúnari en áður til að greiða harðstjórnaröflum leiðina að ríkisvaldi.

baekur
Angus …

Fáðu áskrift til að lesa

Áskrift að Vísbendingu hæfir þeim sem hafa gaman að óvilhöllum greiningum og gagn af greinargóðum upplýsingum um efnahagsmál, viðskipti og nýsköpun.

Næsta grein