USD 125,6
EUR 148
GBP 169,6
DKK 19,8
SEK 13,7
NOK 12,5
CHF 159,4
CAD 91,7
JPY 0,8
Stýrivextir 7,2%
Verðbólga 4,5%
Mannfjöldi 393.160
USD 125,6
EUR 148
GBP 169,6
DKK 19,8
SEK 13,7
NOK 12,5
CHF 159,4
CAD 91,7
JPY 0,8
Stýrivextir 7,2%
Verðbólga 4,5%
Mannfjöldi 393.160
Til baka

Hag­fræð­i, kap­ít­al­ismi og lýð­ræði

Hér er farið yfir efni tveggja bóka hagfræðinga um kapítalismann og lýðræðið.

afp-20250107-36t98lr-v1-highres-denmarkusgreenlanddiplomacygovernment
Mynd: AFP

Tvö stór nöfn í alþjóðlegri umræðu um hagfræði og efnahagsmál, Angus Deaton, prófessor og nóbelsverðlaunahafi árið 2015 í hagfræði[d17e28], og Martin Wolf, efnahagslegur ritstjóri hjá Financial Times í áraraðir og handhafi alþjóðlegra verðlauna árið 2012 fyrir blaðaskrif um efnahagsmál[d24c00], gáfu nýlega út merkar yfirlitsbækur um þróun hagfræðinnar, efnahagsþróun á Vesturlöndum, stöðu kapítalismans og hins frjálslynda lýðræðis. Þó stíll þeirra, nálgun og áherslur séu ólíkar þá komast þeir í skrifum sínum að ótrúlega líkum niðurstöðum – sem vekja áhyggjur um framtíð helstu efnahagskerfa heimsins og kalla eftir endurmati fræðimanna, stjórnmálamanna og áhugafólks.

Báðir höfundarnir eru með breskan uppruna en hafa dvalið langdvölum í Bandaríkjunum; þeir fjalla fyrst og fremst um stöðuna þar, með augum aðkomumannsins – titill bókar Deatons er „Hagfræði í Ameríku. Aðfluttur hagfræðingur rannsakar land ójafnaðarins“. Foreldrar Wolf voru flóttamenn frá Evrópu fasismans fyrir seinna stríð og hann gerir þeim þjóðfélagsbreytingum sem braut fasismanum leið á sínum tíma skil; hann sér ýmis einkenni á Vesturlöndum, s.s. veikingu millistéttarinnar, söfnun auðs og valda hinna ofurríku, sem einmitt gætu leitt til klofnings og harðstjórnar meðal vestrænna samfélaga á næstu árum. Báðir benda þeir á að réttlæti hafi beðið lægri hlut sem leiðarljós í þróun hagfræðinnar og mótun efnahagsstefnu á síðustu áratugum – afleiðingin hafi orðið rýrnun og stöðnun lífskjara almennings, ójafnvægi í samfélögum, kreppur í efnahags- og fjármálalífi, og vaxandi misnotkun ríka minnihlutans á efnaminni meirihlutanum, sem um leið hafi misst trú á lýðræðið og sé tilbúnari en áður til að greiða harðstjórnaröflum leiðina að ríkisvaldi.

baekur
Angus Deaton og Martin Wolf

Velmegun, réttlæti og skilvirkni

Deaton minnir á að velmegun almennings hafi frá upphafi verið leiðarstef og árangursviðmið hagfræðinnar. Adam Smith taldi hagfræðinga fyrst og fremst eiga að einbeita sér að og færa rök fyrir „mannúðlegu mati á félagslegri vellíðan fólks“. Viðfangsefni hagfræðinnar hafi hins vegar verið þrengd í seinni tíð, eins og hin vinsæla skilgreining Lionel Robbins um „ráðstöfun takmarkaðra gæða á milli ólíkra markmiða“ beri vitni um. Um leið hafi verið reynt að færa hagfræðina nær raunvísindum, með stærðfræði og haglíkönum, sem byggðu gjarnan á veikum undirstöðum og tilbúnum forsendum; áhugi hagfræðinga í lok 20. aldar beindist að markaðslausnum og áhættusömum fjármálagerningum. Um leið misstu margir hagfræðingar sjónar af grundvallarkeppikeflinu að vinna gegn „andstyggilegum og gleðisnauðum aðstæðum fólks“, fátækt og skorti, segir Deaton og undirstrikar að mælingar geta aldrei verið né ættu að vera aftengdar gildismati.

Hann rifjar upp skilgreiningu John Maynard Keynes á stjórnmálalegum vandamálum mannkynsins: að tengja saman þrjá þætti; efnahagslega skilvirkni, félagslegt réttlæti og sjálfsákvarðanafrelsi einstaklinga. Hagfræðingar hafi fórnað einstaklingsfrelsi og réttlæti á altari skilvirkninnar. „Fólk er svipt frelsi með fátækt, skorti og bágri heilsu“, segir Deaton, „sem hefur lengi verið almennt hlutskipti mannkynsins, og svívirðilega stórs hluta íbúa jarðar nú á dögum“. Frelsið er í hans skilningi „frelsi til að lifa góðu lífi og gera hluti sem gera lífið þess virði að lifa því“ – ekki frelsi fyrirtækja til að gera hvað sem er á markaði.

Hagfræði og stjórnmál

Hvaða árangri hafa breyttar áherslur og aðferðir hagfræðinnar skilað? Þeir Deaton og Wolf rifja báðir upp eftirminnilega heimsókn Elísabetar Englandsdrottningar í London School of Economics í kjölfar fjármálahrunsins 2008: „Hvernig stendur á því að enginn tók eftir því sem var að gerast?“ spurði drottningin. Hún fékk veikburða svör, enda kom fjármálakreppan flestum hagfræðingum, jafnvel innan alþjóðastofnana, á óvart. Hagfræðingum er jafnvel kennt um hrunið; Wolf segir þá hafa hvatt til háskalegrar hegðunar banka og atvinnulífs. Fjármálahrunið olli gríðarlegu efnahagslegu tjóni[875cd6] fyrirtækja og einstaklinga, auk sálfræðilegs álags og reiði meðal almennings; efnahagskerfum Vesturlanda var aðeins bjargað frá altjóni með miklum fjárútlátum stjórnvalda og þungum byrðum á almenning víða um lönd; hrunið hafi skilið eftir sig djúpt óöryggi meðal almennings og orðið fólki sönnun þess að elítan sjái um sig en ekki aðra. Deaton segir hina ríku sem áttu sök á fjármálahruninu hafa sloppið undan með milljónir dollara og aldrei verið refsað, þó margt venjulegt fólk missti störf og heimili. „Þjóðsagan um að það kæmi öllum til góða og ýtti undir hagvöxtinn að leyfa fjármálaspekúlöntum að verða ríkir var afhjúpuð í fjármálakreppunni“, segir Deaton. „Brutu hagfræðingar hagkerfið?“ spyr hann. „Má skrifa efnahagslegt strand á reikning hagfræðinnar?“ Enn sé engin efnisleg samstaða um svörin um helstu álitamál innan fræðigreinarinnar.

Hagfræði og stjórnmál tvinnast náið saman í kreppum, en tengslin urðu nánari en áður fyrir hálfri öld þegar nýfrjálshyggjuhagfræðingum á borð við Friedman og Stigler tókst að sannfæra stjórnvöld í Bandaríkjunum og Bretlandi um að leiðin til vaxandi auðlegðar væri að gefa mörkuðum lausari tauminn og takmarka hlutverk hins opinbera. Alþjóðavæðingin, afnám aðskilnaðar fjárfestingabanka og hefðbundinnar bankastarfsemi og ýmislegt fleira fylgdi í kjölfarið. Deaton gagnrýnir markaðshyggjuna og segir Chicago-skólann hafa:

„skilið hagfræðinga eftir með of lítið tillit til galla markaðarins, hvað þeir geta gert og hvað ekki. Það á ekki að versla með alla hluti. Hagfræðingastéttin keypti of auðveldlega hugmyndina um að peningar væru allt og allt ætti að mæla með peningum. Heimspekingar hafa aldrei samþykkt að peningar væru eini mælikvarðinn á vörur eða einungis einstaklingar skiptu máli en samfélög gerðu það ekki. Hagfræðingar hafa eytt of litlum tíma í að hlusta á þá“. …

Fáðu áskrift til að lesa

Áskrift að Vísbendingu hæfir þeim sem hafa gaman að óvilhöllum greiningum og gagn af greinargóðum upplýsingum um efnahagsmál, viðskipti og nýsköpun.

Næsta grein

Mest lesið
1
Gervigreind

Gervigreindin mun aldrei koma í stað mannlegra tengsla

2
Heimspeki

Tækniframfaratrú og veiklyndi mannsins

3
Leiðari

Allsherjar bylting þekkingar eða andlegt hrun vitsmuna

4
Alþjóðamál

Evrópa þarf að standa saman

5
Máltækni

Gervigreindarbyltingin: Úr fleipum í framþróun

6
Tækni

Gervigreind mun umbreyta heiminum

eldgos-bilamynd.original
Jarðvísindi 42. tbl.

Ljós­leið­ara­bylt­ing­in í nátt­úru­vár­vökt­un

Jarðskjálftamælingar hafa gjörbyltst á skömmum tíma með nýrri tækni, sem gerir nú mögulegt að nema hreyfingar jarðar af ótrúlegri nákvæmni í rauntíma og auka þannig öryggi í mati á fyrirboðum eldgosa.
Strandir 01
Heimspeki 42. tbl.

Tækni­fram­fara­trú og veik­lyndi manns­ins

Vaxandi áhrif gervigreindar draga fram gamlar hugmyndir um tækni, mennsku og sjálfræði sem vekja upp endurnýjaða heimspekilega og siðferðilega ígrundun.
_GSF1009
Atvinna 42. tbl.

Gervi­greind­ar­bylt­ing­in: Kost­uð af sér­fræð­ing­um en hag­nýtt af fyr­ir­tækj­um

Í nýrri könnun Visku kemur fram að sérfræðingar keyra gervigreindarbyltinguna áfram, fjármagna notkunina sjálfir og kalla eftir markvissri innleiðingu á vinnustöðum.
Halldór Jörgen
Gervigreind 42. tbl.

Gervi­greind­in mun aldrei koma í stað mann­legra tengsla

Ásgeir Brynjar Torfason ritstjóri ræðir við Halldór Jörgen Faurholt Olesen um gervigreind.

42225-Matrix-Red-Blue-Pill
Samfélag 42. tbl.

Sefj­un­ar­hag­kerf­ið og at­beini hönn­uða

Umbreytingarafl tækninnar birtist í mismunandi umgjörðum hagkerfisins, svo sem streymisveitu-, eftirlits-, hamfara- og anarkó-kapítalisma.
Sonar-festival
Listir 42. tbl.

Sköp­un skepnu sem skap­ar

Skapandi gervigreind umbreytir listsköpun svo að lögfræðin, siðfræðin, hugvísindin og listirnar hafa ærin verkefni fyrir höndum sem dregin eru upp með þremur ólíkum sviðsmyndum.
Skóli, menntun
Menntun 42. tbl.

Ný­sköp­un í þágu mennt­un­ar á tím­um örr­ar tækni­þró­un­ar

Ör tækniþróun kallar á endurnýjað menntakerfi þar sem menntatækni, rannsóknir og skýr stefna mætast til að tryggja gæði, aðgengi og ábyrga nýsköpun.
Umferð, Reykjavík
Tækni 42. tbl.

Gervi­greind mun um­breyta heim­in­um

Gervigreind þróast með fordæmalausum hraða og umbreytir þekkingarvinnu, vélmennum og innviðum. Samfélagslegar afleiðingar fela í sér kerfisleg úrlausnarefni og siðferðileg álitaefni.