Í fyrri grein var gerð tilraun til að túlka og tengja mælikvarðann um útflutningstekjur af erlendum ferðamönnum við markmið í gildandi ferðamálastefnu.
Annar mikilvægur mælikvarði er afkoma fyrirtækja en eitt af meginmarkmiðum í samþykktri þingsályktun um ferðamálastefnu er að rekin verði arðsöm ferðaþjónusta. Ábati eða arðsemi af viðbótarferðamanni verður að vera meiri en allur kostnaður. Ef horft er til afkomu fyrirtækja í flugrekstri og rekstri veitinga- og gististaða er niðurstaðan sú sama og kom fram í fyrri grein; mikill vöxtur í fjölda erlendra ferðamanna skilar ekki hærri hagnaði fyrir arð, afskriftir, fjármagnsliði og beina skatta í helstu greinum ferðaþjónustunnar; eins og fram kemur á mynd 2. Sjálfbær rekstur skapar verðmætin sem eru þá undirstaðan fyrir að viðhalda nauðsynlegum innviðum sem eiga að tryggja verðmætasköpun og betri lífsgæði til framtíðar. Tap er neikvæð verðmætasköpun. Mynd 2 dregur fram viðburðarík ár í flugrekstri hér á landi, sem endurspeglast í meiri sveiflum en í rekstri gististaða og veitingarekstri. Þá eru áhrif COVID farsóttarinnar meiri í flugrekstri og þjónustustarfsemi við flugrekstur en í rekstri veitinga og gististaða sem eðlilegt er að líta á sem öfgagildi (e. outliers).
Fyrirtæki í ferðaþjónustu eru misstór, þau starfa á mismunandi mörkuðum þar sem ólíkir hagsmunir geta farið saman en það er ekki algilt. Flest eru fyrirtækin að þjóna erlendum ferðamönnum, önnur Íslendingum á leið til annarra landa, mörg eru hvorutveggja að sinna Íslendingum á leið til annarra landa og erlendum ferðamönnum hér á landi. Þá eru viðskipti heimamanna, í sínu venjubundna umhverfi, við fyrirtæki í einkennandi greinum …