USD 125,3 0,5%
EUR 144,8 0,6%
GBP 164,2 0,4%
DKK 19,4 0,6%
SEK 13,3 0,7%
NOK 12,4 0,7%
CHF 155,9 0,5%
CAD 89,3 0,4%
JPY 0,8 0,7%
Stýrivextir 7,5%
Verðbólga 4,3%
Mannfjöldi 393.160
USD 125,3 0,5%
EUR 144,8 0,6%
GBP 164,2 0,4%
DKK 19,4 0,6%
SEK 13,3 0,7%
NOK 12,4 0,7%
CHF 155,9 0,5%
CAD 89,3 0,4%
JPY 0,8 0,7%
Stýrivextir 7,5%
Verðbólga 4,3%
Mannfjöldi 393.160
Til baka

Grein

Hlust­um á vís­ind­in...

Nýleg greining á skýrslum IPCC um loftslagsmál dregur fram hagfræðilegan vanda

Jöklar
Mynd: Unsplash

Því er gjarnan haldið fram í umræðunni um loftslagsmál að við eigum að „hlusta á vísindin“. Sem hljómar skynsamlega, en er það alveg svo einfalt? Til þess að við getum „hlustað á vísindin“ þurfa vísindin sem um ræðir í fyrsta lagi að hafa eitthvað um málið að segja, og í öðru lagi að tala einni röddu, það er að segja, sæmileg sátt þarf að ríkja meðal vísindamanna um viðkomandi málefni.

Vísindalega heimildin sem gjarnan er sótt í þegar kemur að því að taka ákvarðanir um loftslagsmál er skýrsla IPCC (Milliríkjanefnd Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar). Sú skýrsla skiptist í þrjá hluta sem eru skrifaðir af þremur mismunandi vinnuhópum: fyrsti hópurinn fjallar um þekkingu á veðurfari og loftslagsbreytingum, annar hópurinn leggur mat á áhrif sem loftslagsbreytingar gætu haft á samfélög og lífríki og sá þriðji metur leiðir til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Í fyrsta og öðrum hópi er fyrst og fremst um að ræða raunvísindi svo sem veðurfræði, jöklafræði, eðlisfræði, efnafræði, líffræði og þess háttar. Í þeim hópum ríkir mikil sátt um stöðu þekkingar: loftslagsbreytingar eru að eiga sér stað og þær eru af mannavöldum.

Þriðji hluti skýrslu IPCC

Þriðji hópurinn sker sig hins vegar svolítið úr: áherslan þar er ekki á raunvísindi heldur á félagsvísindi, og þá er hagfræðin allsráðandi. Vinnuhópnum er ætlað að fjalla um mögulegar lausnir á hlutlausan og ópólitískan hátt.

Vandinn er hins vegar sá að oftast eru margar mismunandi leiðir mögulegar að sama markmiði. Miklir hagsmunir eru í húfi og engin leið að gera öllum til …

Fáðu áskrift til að lesa

Áskrift að Vísbendingu hæfir þeim sem hafa gaman að óvilhöllum greiningum og gagn af greinargóðum upplýsingum um efnahagsmál, viðskipti og nýsköpun.

Næsta grein